Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 18
Umrœða um stejhuskrá sam vinnuhreyfingarinnar Bjarni Helgason, Hvolsvelli: Á að setja starfs- mennina skör lægra? I9 DRÖGUM að stefnu- skrá fyrir samvinnu- hreyfinguna eru Rochdale-reglurnar birt- ar í sex greinum. í ann- arri grein þeirra, á bls. 4, segir m. a.: „Félagsmenn samvinnu- félaganna skulu hafa j af nan kosningarétt (hver maður eitt atkvæði) og jafnan rétt til þátttöku í ákvarðanatöku í málum varðandi félög sín“. Eins og að framan greinir, er þetta ein af grundvallarreglum Al- þj óðasamv.sambandsins og líklega sú regla sem við samvinnumenn erum hvað stoltastir af. En svo segir í 10. kafla 5. gr. á bls. 23. „Veita skal starfsmönn- um samvinnuhreyfingar- innar nokkur áhrif á stjórn samvinnufyrir- tækja með málfrelsi og tillögurétti á stjórnar- fundum, en þó þannig að fulltrúar starfsmanna i stjórnum séu kosnir al- mennri lýðræðislegri kosningu í viðkomandi starf smannaf élögum“. Hér hefur einhver farið svolítið út af sporinu. Þetta er ekki nógu vel í takt við það sem fyrr er sagt um j af nan kosninga- rétt og fleira. Hvað um þá fjölmörgu starfsmenn sem eru jafnframt fé- lagsmenn í samvinnufé- lögunum? Og hvað þá 5000 starfsmenn, sem eru innan Landssambands ísl. samvinnustarfsmanna, sem er þó talið vera inn- an samvinnuhreyfingar- innar samkvæmt skilgr. á bls. 2. Hér þurfa menn að leggja sig betur fram við að móta stefnuna. Við megum ekki taka aftur i einni grein það sem er áskilið í ann- arri... Ég hallast mjög að því, að það eigi að lita á sam- vinnustarfsmenn sem eina heild, það eigi að marka þeim ákveðna réttarstöðu í samvinnu- hreyfingunni og setja um það skýr ákvæði í stefnu- skrána. Mér er auðvitað ljóst að slíkt getur verið nokk- urt vandaverk, en má þó vel takast, ef nægur vilji er fyrir hendi. Ég er ekki talsmaður þess að starfsmönnum verði fenginn einhver af- gerandi völd i stjórnun samvinnufélaganna, hins vegar tel ég að vel mætti hugsa sér það, að starfs- menn kjósi úr sínum hópi einn fulltrúa í stjórn hvers samvinnufé- lags. Undantekniagar mættu þó vera frá þessu hjá þeim félögum sem hafa mjög fáa starfs- menn. Á hinn bóginn mættu fulltrúar starfs- manna gj arnan vera tveir hjá stærstu félögunum, þar sem stjórnirnar eru fjölmennastar. Eðlilegast væri að full- trúar starfsmanna yrðu kosnir almennri kosn- ingu í viðkomandi starfs- mannafélögum, en þar sem þau eru ekki til staðar mætti hugsa sér að aðalf undir viðkomandi samvinnufélaga (kaup- félaga) mundu kjósa þá úr hópi starfsmanna sinna. Fulltrúar starfsmanna verða að sjálfsögðu að hafa sömu réttindi og skyldur og aðrir stjórn- armenn samvinnufélag- anna, annað kemur varla til álita að mínum dómi. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.