Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 19
Þar sem samvinnufélag starfar og nær að móta félagsumhverfi sitt, verða skilin milli vinnu og fjármagns ógreinileg. Hjörtur E. Þórarinsson, Eyjafirði: Hvers vegna er unga fólkiö áhugalaust? HVERNIG ER staða okkar samvinnu- manna í þessu fé- lagslega umhverfi, sem mótast hefur fyrir til- verknað samverkandi og gagnverkandi þjóðfélags- afla, sem við höfum að vísu átt okkar þátt i, en ekki skapað að okkar vild? Erum við kannske ekkert nauðsynlegir, er- um við e.t.v. bara að þvælast fyrir í kappleikn- um mikla um arðinn af atvinnustarfseminni? Þessar spurningar eru fram bornar af því að fjöldi manns til hægri og vinstri er tilbúinn til að staðhæfa að svo sé, að samvinnuhreyfingin megi vel missa sig og hafi farið fé betra, ef hún lognist út af. Yfir þessu má ekki kvarta, þvi um- svifamikil hreyfing mun alltaf eiga sér andstæð- inga og öfundarmenn, sem vilja troða niður af henni skóinn. Það er nánast náttúrulögmál. Sárgrætilegt er það þó i þessu sambandi, hve margir þeir, sem í ein- lægni vilja bæta þjóðfé- lagið, unga fólkið ekki sist, hefur lítinn áhuga svo ekki sé meira sagt, á þeim almannasamtökum, sem samvinnuhreyfingin er. Það er spurning, sem samvinnumenn þurfa að geta svarað, hvers vegna æskan, jafnvel og ekk- ert síður sú, sem elst upp i samvinnuumhverfi, flykkist undir merki sós- íalisma, en lætur sér fátt finnast um störf sam- vinnufélaganna. Þar sem samvinnufélag starfar og nær að móta félagsumhverfi sitt, verða skilin milli vinnu og fjármagns ógreinileg, skilningur á sameiginleg- um hagsmunum einstakl- ings og heildar meiri og stéttabarátta missir merkingu. Þessum skilaboðum þarf að koma til vitundar þeirra hugsjónamanna, sem ekki fella sig við samvinnuhreyfinguna af því að hún fellur ekki nákvæmlega inn í kerfi, sem á að vera forsenda fyrir öllum „sönnum“ þjóðfélagsumbótum. Bið- in eftir þvi verður löng og sjálfsagt að nota bið- timann til gagnlegra hluta. ♦ Jón Kristjánsson, Egilsstöðum: Ekkert mannlegt er okkur óviðkomandi AÐ er oft rætt um það á hvaða sviðum samvinnuhreyfing- in eigi að láta til sin taka og af andstæðingum hennar heyrist þvi oft haldið fram að þetta rekstrarform eigi ekki erindi nema í verslun- inni, þar hafi þetta byrj- að og þvi beri að halda þessu rekstrarformi inn- an þessarar atvinnu- hreyfingar. Því er til að svara að samvinnumenn verða að líta svo á, að þeim sé ekkert mannlegt óvið- komandi og eigi að láta til sín taka þar sem þeir telja að sín úrræði séu til hagsbóta fyrir fólkið, veiti samkeppni og stuðli að jöfnuði milli manna og heilbrigðum viðskipta- háttum. Þetta er mikilvægt stefnuskráratriði sem koma verður fram þegar stefnuskrá er samin. Það var mjög umdeilt þegar samvinnumenn hófu afskipti af ferða- málum, með rekstri á ferðaskrifstofu og þátt- töku i flugrekstri. Allur þorri manna ferðast og það er ekkert óeðlilegt að samvinnumenn vinni á þessu sviði, þegar þar við bætist að þetta starf er i samvinnu við öll stærstu launþegasamtök lands- ins. Þarna er verið að veita eðlilega samkeppni. Það mætti áreiðanlega láta til sín taka á fleiri sviðum, en það hlýtur að ráðast af aðstæðum og getu hverju sinni hvort farið er inn á nýjar brautir í samvinnustarfi. Því heyrist stundum fleygt að samvinnuhug- sjónin sé á undanhaldi og við sem vinnum að samvinnumálum séum bundnir í hinum efna- hagslegu þáttum í allri umræðu, en nefnum lítt félagshyggjuna sem er það viðhorf sem að baki öllu samvinnustarfi ligg- ur... Umræður samvinnu- manna um stefnuskrá hljóta að snúast um það hvernig sameina megi þessa efnahagslegu hugs- un samvinnumanna og annarra þeim hugsjónum sem samvinnumenn áttu i upphafi og eiga enn. 4 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.