Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 21
Kaupfélag Sval- barðseyrar fram- leiðir franskar kartöflur KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR á Svalbarðseyri hef- ur hafið þá nýbreytni í iðnaði að framleiða franskar kartöflur í fallegum neytendaumbúðum — og hafa þær hlotið góðar viðtökur. Að margra dómi eru þær betri en ýmsar erlendar tegundir, sem verið hafa á markaðnum hérlendis. Það munu vera um fimm ár síðan sú hugmynd kom fyrst fram innan Kaupfé- lags Svalbarðseyrar, að fé- lagið stofnaði verksmiðju af þessu tagi. Fyrir tveimur ár- um var ákveðið að iirinda þessari hugmynd í frar.i- kvæmd og var nefnd manna send til Noregs i því skvni. Norðmönnum þótti hins veg- ar ekki taka því að setja upp verksmiðju fyrir hinn litla íslenska markað. í nóvembermánuði síðastliðn- um var önnur nefnd send til Danmerkur og hafði nú erindi sem erfiði. Samning- ar tókust um málið, menn að utan komu og settu verk- smiðjuna upp og framleiðsl- an hófst á útmánuðum. Verksmiðjan getur unnið eitt tonn af frönskum kart- Öflum á dag og þarf tvö tonn af kartöflum til fram- leiðslu á hverju tonni. Smælki sem flokkunarvél hafnar er unnt að selja veit- ingahúsum, sem nýta það í kartöflustöppu, og hýðið af kartöflunum er notað í minkafóður, svo að lítið fer til spillis. Byggðirnar við Eyjafjörð eru fyrir löngu orðnar eitt- hvert mesta kartöflurækt- arhérað landsins, og er það því sannarlega lofsvert framtak og til fyrirmyndar að leitað skuli nýrra ráða til að auka verðmæti fram- leiðslunnar. ♦ Sævar Hallgrímsson (til vinstri), framleiðslustjóri nýju verk- smiðjunnar, og Karl Gunnlaugsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar. Hér er vinnslan komin í fullan gang í verksmiðjunni, og nú fást á markaðnum íslenzkar franskar kartöflur — og þykja góðar. (Ljósmyndir: Magni Ársælsson). 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.