Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 32
Draumurinn Ijóðið á himnum læddist létt á fæti inn í vitund mína í sama mund og regnið skolaði burtu leyfum gærdagsins glotti húmið við tönn Svona — okkar á milli í sannleika sagt er lífið vel þess virði að lifa því en alltof margir virðast misskilja ástæðuna fyrir því að einmitt þeir eru lifandi víst er of sjaldan sagður í heyranda hljóði - eða skýrður út svo nokkru nemi mismunurinn sem nýtt gildismat gæfi þeim óbreytt verður þetta aldrei nema til bráðabirgða Gunnar Straumland Staða samvinnuhreyfingarinnar Framhald af bls. 12 • Stórmarkaður í Njarðvíkum — Eru nokkrar nýjar framkvæmdir á döfinni um þessar mundir? — Já, við ætlum að byggja nokkuð stóran markað i Njarðvíkum. Teikningar eru senn tilbúnar, og við vonum að hægt verði að hefja framkvæmdir í sumar. Markaðurinn á að rísa á opnu svæði milli Keflavíkur og Njarðvíkur, þegar ekið er inn í bæinn. Þetta er að okkar áliti mjög ákjósan- legur staður, þar sem nóg rúm er fyrir bilastæði. Þeg- ar þessi nýi markaður er tekinn til starfa, munum við leggja niður fjórar verslan- ir. Fyrsti áfanginn verður um 1800 fermetrar. og þetta er langstærsta framkvæmd, sem Kaupfélag Suðurnesja hefur ráðizt í. — Eru félagsmenn nógu virkir í samvinnustarfinu að þínum dómi? — Nei, við höfum fundið fyrir hinni félagslegu deyfð, sem gætir svo víða nú á dög- um. í félaginu eru sex deild- ir og fjölgaði um eina í fyrra, en þá stofnuðum við nýja deild i Garðinum. Þá vantar aðeins deild á Vatns- leysuströndinni, svo að til séu deildir i öllum sveitarfé- lögum á félagssvæðinu. Hver deild heldur einn eða tvo fundi á ári, en það þykir gott ef 20—30 manns mæta á hvern fund, þótt félags- menn séu alls um 2800. Félagsmönnum fjölgaði mjög, þegar við tókum að gefa út afsláttarkort. Fyrst giltu kortin fyrir hvaða vörutegund sem var, en eft- ir að vörumarkaðurinn Sparkaup tók til starfa, höf- um við aðeins gefið út af- sláttarkort á sérvörur, en ekki nýlenduvörur. — Ef við víkjum að lokum að samvinnuhreyfingunni almennt: Hvað viltu segja um stöðu hennar nú á dög- um? — Að mínum dómi er hún sterk. Þrátt fyrir hina fé- lagslegu deyfð, sem fylgir nútimanum, held ég að fólk- ið vilji hafa kaupfélög til mótvægis við einkaframtak og rikisrekstur. Samvinnu- hugsjón á ítök í miklu fleiri mönnum en þeim sem taka þátt í samvinnustarfinu. Ég er sannfærður um að það er almennur áhugi á því að kaupfélög séu starfrækt -— og það myndarlega. G. Gr. Viðunandi rekstrargrundvöllur atvinnu- og þjónustufyrirtækja í SVÆÐAFUNDI sam- vinnuhreyfingarinn- ar, sem haldinn var á Hvoli og áður hefur verið sagt frá, var samþykkt svo- hljóðandi tillaga frá stjórn Kaupfélags Rangæinga: „Svæðafundur samvinnu- hreyfingarinnar á Suður- landi, haldinn að Hvoli 21. mars 1981, fagnar þeim efnahagsráðstöfunum sem gerðar hafa verið á þessu ári til þess að draga úr verðbólgu og lækka vexti. Þó telur fundurinn þessar ráðstafanir lítils eða einsk- isvirði nema þeim sé fylgt eftir með öflugum aðgerðum til frekari niðurfærslu verð- bólgunnar, og vaxtalækkun. Fundurinn bendir á að atvinnufyrirtækin geta ekki staðið undir þeim fjár- magnskostnaði sem verð- bólguvextirnir hafa í för með sér, enda eru fjölmörg verslunar- og iðnfyrirtæki í landinu algjörlega komin í þrot með rekstrarfé, og rekstrargrundvöllur brost- inn, og þar með er atvinnu- öryggi fjölda fólks stefnt í hættu. Fundurinn skorar á rikisstjórn, Alþingi og aðra, sem hlut eiga að máli, að taka höndum saman til þess að búa þessum atvinnu- og þjónustufyrirtækjum viðun- andi rekstrargrundvöll." 4 32

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.