Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 35
• Breytt hlutverk tölvu- vinnslu í þessu dæmi eru vanda- málin ýkt og einfölduð að töluverðu leyti. Samt finn- ast mörg raunveruleg fyrir- tæki sem eiga við þessi vandamál að striða. Stjórn- endur fyrirtækja þar sem tölvuvæðing er umfangsmik- il og stendur á gömlum merg þekkja trúlega sjúk- dómseinkennin i einhverri mynd af eigin reynslu. En hverjar eru orsakir þeirra? Hvernig lenti fyrirtækið í dæminu — og hin líka — á villigötum? Svörin skipta vissulega máli, og eru megin ástæðurnar ef til vill þessar: 1) breytingar á hlutverki tölvuvinnslu; 2) úrelting á eldri kerfum m.a. vegna langrar notkunar; 3) nýleg- ar framfarir í tölvutækni; og 4) skortur á sérhæfðu starfsliði við tölvur og hug- búnað. Þegar viðskiptafyrirtæki hófu tölvunotkun sína á sjöunda áratugnum og snemma á þeim áttunda, var tilgangurinn oftast sá að auðvelda störf sem ekki voru margbrotin i eðli sínu. einkum við útskrift launa- útreikninga og einfalt bók- hald. Tölvan var oftast stað- sett í fjármáladeild og vann á sviði fjármála og heyrði undir stjórn þeirrar deildar. Þótt sjálf tölvukerfin reynd- ust mjög gagnleg, gegndu þau á þessum árum einung- is smáhlutverki i heildar- starfseminni. Með timanum hefur hlut- verk tölvuvinnslunnar gjör- breyst. Það hefur víkkað og færst af takmörkuðu sviði reikningshalds inn á aðal- svið starfseminnar. Illger- legt væri nú að reka fjöl- mörg verslunarfyrirtæki án tölvuvæðingar. Hið sama er að segja um byggingarfélög, banka og tryggingastofnan- ir — og um allskyns fram- leiðslustarfsemi, t.d. í sam- bandi við birgðaeftirlit og áætlanagerð. Sömuleiðis er tölvuvinnsla ómissandi fyrir opinberar stofnanir t.d. þær sem fást við húsnæðismál. Með öðrum orðum þá hefur tölvuvæðingin þróast úr smáhjálp, sem gerðist næst- um af tilviljun, í viðamikla tækni fyrir viðskipti og þjónustu. Tölvubúnaður til þessara nota hefur þróast ört og orðið stöðugt fjölhæfari og mikilhæfari. En skiljanlega útheimtir hver nýr hugbún- aður og tækni aukið álag á starfslið tölvudeilda — bæði forvinnendur og kerfisfræð- inga, sem og stjórnendur fyrirtækjanna. Tæknin heldur siðan áfram að gera kröfur við nýjar aðstæður jafnvel þótt eitthvert kerfi sé komið vel af stað hjá ein- hverjum notenda. Venjulega þarf að breyta kerfum alltof oft vegna nýrra verkefna á notkunartímabilinu, svo að stöðug aðlögun er í raun og veru mjög nauðsynleg. Gall- inn er hins vegar sá að þess- ar lappanir og lagfæringar á kerfunum eru ósýnilegur trafali á afkastagetu tölvu- deildar á nýjum sviðum, — og uppásnúningurinn eykst i hlutfalli við notkun fleiri tölvukerfa. Þetta er staðreynd sem hver einasta tölvudeild verð- ur að horfast í augu við. Þar sem tölvuvæðing á sér langan aldur, er vandamál- ið oft alvarlegast, enda ger- ast nauðsynlegar breyting- ar á gömlum kerfum sífellt flóknari. Einnig er algengt að þarfir fyrirtækja breyt- ast verulega, jafnvel þannig að upphafleg gerð kerfisins kemur þeim ekki að neinu gagni. Yfirleitt má vænta viðhaldserfiðleikanna i hlut- falli við aldur tölvubúnaðar- ins. Þegar kerfi er orðið fimm eða sex ára gamalt, má oft búast við svo alvar- legum vandkvæðum að þau verða best leyst með nýjum hugbúnaði. Hjá fyrirtækjum sem byrj- uðu á tölvuvæðingu sinni á sjöunda áratugnum, eða snemma á þeim áttunda, finnast oft kerfi er bera slík ellimörk. Stjórnendur slíkra tölvudeilda gera sér ljóst að viðhald þannig kerfa út- heimtir alltof mikla vinnu hjá sérhæfðu starfsliði og tefur fyrir endurnýjun sem orðin er aðkallandi. En hið eina sem vekur athygli not- enda er versnandi þjónusta tölvudeildanna og jafnvel skömmtun þeirra á hagnýt- ingu nýrri hugbúnaðar. Vandræðin ágerast skyndi- lega, eða svo virðist mönn- um, einkum þegar nýjungar frá tölvuframleiðendum koma á markaðinn. Annað alvarlegt áhyggju- 35

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.