Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 37
• Langtímastefna í fram- faraátt Bent hefur verið á all- mörg tilvik i tölvuvæðing- unni sem hafa leitt fyrir- tæki að hættulegum kross- götum, þar sem örlagarikrar stefnumörkunar er þörf. Handahófsákvörðun i þessu efni gæti orðið dýrkeypt eða reynst jafnvel ófær. Ljóst er þó að stöðug afturför blasir við ef engar gagnráðstafan- ir eru gerðar. Þegar þannig stendur á, er brýn nauðsyn að marka langtimastefnu i framfaraátt, svo að allir innan fyrirtækisins geti lagst á eitt. Slík áform ættu að miðast við fimm ára timabil eða svo. Þau ættu að ákvarða kerfisþættina, æskilegan tölvubúnað og starfslið. Ein- sýnt er að stefnumörkun verður óljósari eftir því sem lengra er horft fram á veg- inn, þar eð alltaf má búast við að sjónarmið breytist vegna sífelldra tækninýj- unga. Stefnumörkunin verð- ur þvi að vera mjög sveigj- anleg, en jafnframt svo traustur rammi að hann tryggi eðlilega framþróun og forðist keldur af því tagi er hér hefur verið lýst. Við stefnumörkunina má mæla með litlum starfshóp sem helgaði verkefninu alla krafta sína, og væri hann e.t.v. þannig samsettur: Háttsettur fulltrúi fram- kvæmdastjóra, yfirmaður tölvudeildar og tveir aðrir með haldgóða reynslu úr starfsliðinu. Utanaðkom- andi ráðgjafar gæru reynst þarfir sérstaklega með til- liti til nýrra hugmynda um markmið og leiðir. Áríðandi er að hafa nána samvinnu við samstarfsaðila innan fyrirtækisins sem njóta og treysta á þjónustu tölvu- deildar. Vinnuhópurinn myndi sið- an skila skýrslu til þess stjórnanda sem tölvudeildin heyrði sérstaklega undir. Höfuðmarkmið hópsins skal vera þróun heildarstefnu í kerfanotkun og vélvæðingu fyrirtækisins næstu fimm árin eða svo. Góðs árangurs af hóp- vinnunni er ekki að vænta nema til komi glöggur skiln- ingur á þrennu: a) hvar fyrirtækið er nú á vegi statt i tölvumálum, b) hvert skal halda næst og c) hvaða ráð- stafanir þurfi að gera til þess að komast þannáfanga. Fljótt á litið virðist allt þetta vera næsta einföld forskrift; samt er það stað- reynd að ótrúlegur fjöldi á- ætlana um tölvuvæðingu kemur að litlu eða engu haldi vegna skeytingaleysis um ástandið „i dag“ og könnunar á því hvað til þarf svo kerfið vinni eins og til er ætlast. • Aðeins einn kostur Vinna og leiðbeiningar- starf starfshópsins á að vera þrenns konar: gagn- gerð úttekt á núverandi tölvuvæðingu fyrirtækisins, skilgreining á kerfum sem ætlunin er að koma upp á næstu fimm árum eða svo, og tillögur um framkvæmd áætlunarinnar. Fyrsta skref- ið skal miða að viðhaldi kerfa sem fyrir hendi eru og áformum um uppbyggingu nýrra, en athyglin beinist siðan að nauðsynlegum tölvubúnaði og starfskröft- um til framgangs áætlun- inni. Langoftast heppnast ekki að samræma þessa þrjá þætti svo viðunandi sé fyrr en eftir margar misheppn- aðar tilraunir. Spurningarnar sem hljóta að vakna áður en lengra er haldið eru margslungnar og samtvinnast úr öllum þrem- ur aðalþáttum viðfangsefn- isins — kerfum, tölvubúnaði og starfsliði. Mikilvægasta spurningin snýst um hvern- ig best sé að skipuleggja vél- og hugkerfin: eiga þau að vera miðstýrð eða að- skilin? Þetta er ekki ein- göngu spurning um þjón- ustuhæfni hvors fyrirkomu- lags um sig eða um tilkostn- að — heldur líka um stöðu deilda og annarra notenda i skipulagsmynstri fyrirtæk- isins. Málið er ákaflega erf- itt viðfangs þar sem svarið við spurningunni felur i sér ákvörðun um hver endan- lega stjórnar tölvuvinnsl- unni. Með framanritað að bakhjarli verður við skyn- samlega stefnumörkun að fjalla um þessa spurningu með langtimaáform og glöggar skilgreiningar að leiðarljósi. Boðskapurinn sem leitast hefur verið við að skýra hér að framan er næsta einfald- ur. Þróun mála á siðustu ár- um sýnir að notkun tölvu- búnaðar hjá stórum og með- alstórum fyrirtækjum hlýt- ur að breytast mjög mikið i náinni framtið. Ef enginn veltir fyrir sér hvernig á að stjórna þessari framvindu gerist hún án stjórnunar. í raun og veru eiga fyrirtækin ekki neinna kosta völ. For- ráðamenn þeirra verða að láta skammtímasjónarmið- in vikja en marka stefnuna i tölvuvæðingu með fram- tíðina i huga. ♦ Notkun tölvu- búnaðar hjá stór- um og meðal- stórum fyrirtækj- um hlýtur að breytast mjög mikið í náinni framtíð. 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.