Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 9
um, sem fram hafa komið í málinu, en allt hefur þetta beinzt að því að finna leiðir til hagkvœmari meðferðar á ullinni en nú er, þannig að kostnaður verði minni; bændur geti fengið sem bezt verð fyrir ullina, og verksmiðjurnar geti fengið ullina á sem hagkvæmustu verði. Á stjórnarfundi hinn 28. marz 1981 var samþykkt til- laga frá Agnari Tryggva- syni og Hirti Eirikssyni þess efnis, að ullarþvottastöð- inni á Akureyri skyldi lokað og ullarþvottur færi fram eingöngu i ullarþvottastöð- inni i Hveragerði. Tillögu- menn sýndu fram á, að rekstursathuganir hefðu leitt i ljós, að ullarþvottur- inn yrði hagkvæmari með þessu móti og kostnaður minni, þrátt íyrir flutnings- kostnað milli Akureyrar og Hveragerðis. Inn i þessa ákvörðun kom einnig sú staðreynd, að tæki ullar- þvottastö jvarinnar á Akur- eyri eru nánast ónýt og úr sér gengin. en upplýst var. að endurnýj un þeirra myndi kosta 500—600 milj. gkr. Slíkt fjármagn er ekki til- tækt í þessu skyni og fjár- magnskostnaður af slíkri fjárfestingu svo mikill, væri fjármagnið fyrir hendi, að nánast var sjálfgefið að samþykkja fyrrgreinda til- lögu þeirra Agnars og Hjartar. Að öðru leyti er tæpast hægt að segja. að þessar ’tarlegu umræður og athug- anir á ullarverzluninni liafi leitt til meiriháttar breyt- inga á skipulagi hennar. Þó samþykkti stjórnin á fundi sínum hinn 13. maí 1981 til- lögur í sjö liðum um fyrir- komulag ullarsöfnunar, ull- armats og greiðslna fyrir ull og eru i þeim tiliögum nokkur nýmæli. Varðandi þennan mála- flokk vil ég svo að lokum geta þess, að í framhaldi af samþykkt stjórnarinnar um lokun ullarþvottastöðvar- innar á Akureyri var sam- þykkt að fela framkvæmda- stjórninni athugun á hag- kvæmni þess að reisa nýja ullarþvottastöð á Hveravöll- um í Reykjaliverfi eða þá á öðrum stað á Norðurlandi. VALUR — Ullarverzlunin og; vandamál skóverksmiöjunnar voru rædd nánast á öllum fundum stjórnar- innar. O Vanclaniál skóverksmiðjunnar Annað mál, sem til um- ræðu hefur verið á nánast öllum stjórnarfundum frá siðasta aðalfundi, er rekst- ur skóverksmiðjunnar Ið- unnar. Svo sem flestum er kunnugt hefur verksmiðjan verið rekin með verulegum halla, og þar sem ekki virt- ist útlit fyrir bættan rekst- ursgrundvöll tók stjórnin þá ákvörðun í samráði við framkvæmdastjórnina, að henni skyldi lokað. Stjórn og framkvæmda- stjórn fundu vissulega mik- ið til ábyrgðar í þessu efni gagnvart starfsfólki verk- smiðjunnar, svo og gagn- vart þeirri staðreynd, að hér er um að ræða einu skóverksmiðju landsins. Því var stjórnvöldum landsins og yfirvöldum á Akureyri gerð rækileg grein fyrir málefnum verksmiðjunnar og leitað eftir því við þessa aðila, hvort hægt væri með þátttöku þeirra að skapa verksmiðjunni bætt- an grundvöll, þannig að hún gæti átt framtíð fyrir sér. Ég get ekki rakið hér all- ar þær umræður, sem fram hafa farið um þetta mál- efni, en vil skýra frá því, að þar sem nú hafa fengizt framlög frá iðnaðarráðu- neytinu til úttektar á rekstri verksmiöjunnar svo og til þjálfunar starfsfólksins og þar sem vonir standa til að Akureyrarbær, Atvinnu- leysistryggingasjóður og Byggðasjóður veiti verk- smiðjunni lánsfé með hag- kvæmum kjörum, þá er nú fremur útlit fyrir, að hægt verði að tryggja rekstur verksmiðjunnar um nokk- urt árabil. Við fögnum því að sjálfsögðu mjög, ef þetta tekst, og sá timi yrði þá notaður til þess að reyna eins og unnt er hagræðingu i verksmiðjunni, þannig að rekstursgrundvöllur hennar yrði tryggður í framtíðinni. í sambandi við þetta vil ég geta þess, að verksmiðj- urnar Ylrún á Sauðárkróki og Höttur í Borgarnesi hafa einnig verið sérstaklega til umræðu hjá Sambands- stjórn. Á stjórnarfundi hinn 29. september heimilaði stjórnin framkvæmdastjórn að taka upp viðræður við Kaupfélag Skagfirðinga annars vegar og Kaupfélag Borgfirðinga hins vegar um þátttöku þessara kaupfé- laga í verksmiðjunni á sín- um heimastað. Mjög alvar- legur taprekstur hefur ver- ið á verksmiðjunni Hetti, þannig að á stjórnar- fundi 28. marz 1981 heim- ilaði stjórnin að tillögu framkvæmdastjórnar lokun verksmiðjunnar, en áður skyldi þó rætt við Kaupfé- lag Borgfirðinga um það, hvort kaupfélagið vildi yfir- taka verksmiðjuna að meiri- hluta til eða að öllu leyti. Kaupfélag Borgfirðinga hef- ur ekki séð sér fært að taka við forystuhlutverkinu í rekstri þessarar verksmiðju, svo að hún mun hætta starfsemi sinni. Þetta virð- ist óhjákvæmilegt, þrátt fyrir þau vandamál í at- 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.