Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 11
hagsvöxt, ef það kemur ekki beinlínis i veg fyrir hann. „Núllið“ dregur úr áræði og atorkusemi og möguleikum til þess að taka áhættu. „Núllið“ felur í sér að þjóðin etur kímið á greinum þjóðar- meiðsins, ef svo má að orði komast. Sú skamm- sýna pólitík, sem leitt hefur til þessarar stóru núllstöðu í atvinnu- rekstrinum er á ábyrgð margra. Þar koma við sögu þrýstihópar þjóðfé- lagsins, skefjalaus kröfu- pólitík kjarahópa, úrelt ríkisafskipti af mörgum greinum atvinnulífsins, sem m.a. hafa leitt af sér beina mismunun erlends og innlends atvinnu- rekstrar, þeim erlenda í hag, og síðast en ekki síst almenna vanhæfni stjórnmálamanna, til þess að skilja grundvall- arforsendur öflugs at- vinnulífs og nauðsyn á atvinnulífi, sem gefur möguleika til vaxtar.... Ég þori að fullyröa að þessi hugsunarháttur og fortakslaus viðmiðun í hans anda, sé andstæður hagsmunum fólksins i okkar landi, andstæður hagsmunum samvinnu- hreyfingarinnar, og sam- vinnufyrirtækja og slík- ur hugsunarháttur bitn- ar á heilbrigðum félags- og einkarekstri. Við þurf- um að virkja félagsmenn kaupfélaganna m.a. með þvi að þeir finni betur beinan ávinning af sam- vinnustarfinu. Við þurf- um að finna nýtt form til þess að samvinnu- menn geti ávaxtað fé sitt i samvinnufélögunum," sagði Erlendur Einars- son. „Við þurfum að finna nýtt form fyrir samvinnurekstur, félög með takmarkaða ábyrgð, einskonar samvinnu- hlutafélög, sem gætu tek- ið að sér ákveðinn rekst- ur utan beins verksviðs kaupfélaganna, félög op- in samvinnumönnum að leggja í fjármuni sína og gerast þannig beinir þátttakendur í slíkum atvinnurekstri, sem þó væri undir fjárhagslegu lýðræðisskipulagi sam- vinnufélaga: Hver mað- ur eitt atkvæði. Þegar horft er fram verður stóra verkefnið í hreyfingunni að gera hana að sterkara afli í efnahagslífi þjóðarinnar. — þriðja aflinu. Bak við þetta afl standa nú fjór- ar tugþúsundir sam- vinnumanna. Hér ættu líka að standa á bak við samhugur og samvitund fyrir þeim hugsjónum, sem samvinnuhreyfingin ber í brjósti sér... Á bak við þriðja aflið eru sterk- ar stoðir. Baráttuvilja, metnað og annan mann- dóm þarf til, ef gera á hugsjónir að veruleika, gera þriðja aflið að enn meiri lyftistöng i efna- hagslífi þjóðarinnar á komandi tímum, til heilla fyrir land og þjóð.“ sagði Erlendur í lok ræðu sinn- ar. ♦ þarna tvimælalaust unnizt áfangasigur i því að fá fram betri skilyrði fyrir smásölu- verzlunina. Einnig hefur ítrekað verið unnið að því af hálfu stjórnar og framkvæmda- stjórnar að fá fram skiln- ing á þörf matvöruverzl- unarinnar fyrir sölulaun af landbúnaðarvörum, sem stæðu undir eðlilegum kostnaði við verzlun með landbúnaðarvörurnar. Nú þann 1. júní fékkst eilítil leiðrétting í þessum efnum, en þó ekki nægjanleg, þannig að enn þarf að vinna að þessum málum. Nú, eins og kunnugt er hefur mikið verið að því unnið á síðustu árum af hálfu stjórnar Sambandsins og framkvæmdastjórnar, að samvinnuhreyfingin gæti hlutdeild i smásöluverzlun náð aukinni markaðs- á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Miðvangur í Hafnarfirði var einn liður í þeirri viðleitni, eins og ég drap á áðan, en jafnframt hefur verið unnið að því að ná fram sam- komulagi um rekstur stór- markaðar í Holtagörðum í samvinnu Sambandsins, Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis og nágranna kaupfélaga. Sá ánægjulegi árangur hefur nú náðzt, að á stjórn- arfundi þann 13. maí 1981 var hægt að leggja fram drög að samningi um Holta- garða sf., sem yrði reksturs- félag fyrir stórmarkað í Holtagörðum. Drögin gera ráð fyrir, að eignarhlut- föll yrðu þau, að KRON ætti 52%, Sambandið 30% og Kaupfélag Hafnfirðinga, Kaupfélag Suðurnesja og Kaupfélag Kjalarnesþings 6% hvert. Sambandsstjórn samþykkti samhljóða, að Sambandið gerðist aðili að þessu fyrirtæki miðað við framangreind eignarhlut- föll og fól framkvæmda- stjórninni að vinna að framgangi málsins. Síðan hefur verið sótt um leyfi til borgaryfirvalda fyrir rekstri stórmarkaðarins — og er nú beðið svars þar um. • Valinn maður í hverju rúmi — Hvað viltu segja að lokum? — Fyrir utan þau atriði sem ég hef þegar minnzt á og eru aðeins lítið brot af þeim málum sem stjórnin fjallaði um, ræðum við að sjálfsögðu reglubund- ið skýrslur forstjóra og framkvæmdastjóranna um rekstur Sambandsins og einstakra deilda þess. Og ég vil nota þetta tækifæri til að flytja beztu þakkir stjórnarinnar til forstjóra okkar Erlendar Einarsson- ar, framkvæmdastjóranna allra og alls starfsfólks Sambandsins fyrir vel unn- in störf. Hver sigling og aflabrögð fara ekki sizt eftir skips- stjórninni, en um leið er þýðingarmikið að valinn maður sé í hverju rúmi. Svo er tvímælalaust í aðalatrið- urn hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga, og ég flyt beztu þakkir Sambands- stjórnar þeirri vösku sveit. sem unnið hefur Samband- inu á síðasta starfsári. ♦ 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.