Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 13
Lokaávarp stjórnarformanns: Tryggja verður tilveru litlu kaupfélaganna VALUR ARNÞÓRS- SON, stjómarfor- maður Sambands- ins, sleit aðalfundinum með ávarpi og sagði þá m.a.: „Aukin tengsl og gagn- kvæmur skilningur inn- byrðis i samvinnuhreyf- ingunni, ásamt eflingu gagnkvæms samstarfs við samtök bænda og launafólks, er sá akur, sem við þurfum að plægja, sá i og rækta með aukinni áherslu á komandi árum öllum þessum almannasamtök- um og þjóðinni allri til heilla. Við þurfum að leggja okkar lóð á vogar- skálina að þessum sam- tökum verði beitt til þess að þjóðin megi forð- ast boða og blindsker á vandrataðri siglingu í ólgusjó hraðfara þjóð- lífsbreytinga á öld stór- kostlegri tækniþróunar, tæknibyltingar, en mannkynið e.t.v. nokkru sinni hefur séð. Við höf- um rætt þessi viðhorf hér og fengið í vegar- nesti til okkar heim hugsanir, sem hvert og eitt okkar þarf að þróa og þroska sem framlag i sameiginlegan hug- myndabanka samvinii.u- hreyfingarinnar, hug- myndabanka til afnota fyrir almannasamtökin í stefnumótun varðandi þessi viðfangsefni fram- tíðarinnar. Sú stefnu- mótun þarf að taka mið af þörf þjóðarinnar fyrir aukna tæknivæðingu, aukna framleiðni, aukn- ar þjóðartekjur, en jafn- framt af þörf fólksins fyrir holl störf og eðlilegt vinnuálag samfara jöfn- un lífskjara. Sú stefnu- mótun þarf að taka mið af þjónustuþörf almenn- ings í þjóðfélagi hrað- fara breytinga og sú stefnumótun þarf að leggja áherslu á eflingu félagshyggju með þjóð- inni. Við fyrir okkar leyti höfum rætt stefnuskrá fyrir markmið og hin sérstöku viðfangsefni okkar samtaka og höfum þokað þvi máli áleiðis til afgreiðslu á hátiðarári samvinnuhreyfingarinn- ar 1982. Við erum þess meðvitandi, að þótt ný stefnuskrá verði af- greidd á hátíðarári, er- um við ekki að búa til stefnuskrá sem einhvern hátíðarbúning fyrir sam- vinnuhreyfinguna, sem dregin verði ofan af hill- um á tyllidögum til skrauts og augnayndis, heldur erum við að búa til hversdagsföt háleitra hugsjóna, sem i mörgu eru komnar til fram- kvæmda í raunhæfu starfi í daglegri tilveru íslenskrar þjóðar. Stefnu- skráin þarf því að vera traust og úr haldgóðu efni, en þarfnast samt tvímælalaust viðgerða og viðhalds með nokkurra ára millibili, sérstaklega að þvi er varðar ytra byrði viðfangsefna og leiða að markmiðunum, þótt hið innra byrði, kjarnastefnan, vafalaust þoli betur tímans tönn og geti sennilega staðið lítið breytt næstu 100 ár- in. Þessu mikilsverða máli munum við nú þoka áfram til afgreiðslu á næsta ári, eins og áður sagði, og þarf vel til frá- gangs að vanda, þannig að öll sjónarmið komi til athugunar áður en end- anlegt frumvarp er smið- að. Nóg um það. Eitt hið stærsta og al- varlegasta mál, sem minnst hefur verið á hér á fundinum er staða ýmissa minni dreifbýlis- kaupfélaganna, sem við- urkennt er að eigi við sérstök vandamál að striða vegna ýmissa ut- anaðkomandi atriða, sem gera rekstur þeirra erf- iðari en annarra. Einn fundarmanna, Finnur Kristjánsson, komst vel að orði þegar hann sagði að samvinnuhreyfingin yrði ekki söm ef litlu kaupfélögin hyrfu og sjálfstætt samvinnustarf félli niður í viðkomandi byggðum. Þetta er rétt. Það verður því mikilsvert verkefni samvinnuhreyf- ingarinnar á næstu ár- um að leita leiða til þess að tryggja tilveru þess- ara félaga. Á málum þeirra, hvers og eins, þarf að taka í tíma áður en vandamálin eru kom- in i hnút. En hvernig sem til tekst þarf að leita leiða til þess að tryggja samvinnuþjónustu um land alit.“ + Áhrif tölvu- tækninnar ÞRJÁR ályktanir voru sainþykktar í lok að- alfundarins, allar um brýn málefni sem úrlausn- ar krefjast: um erfiðleika iðnaðarins, of lág sölulaun á landbúnaðarvörum og áhrif tölvuvæðingar á daglegt líf manna — og átti Eysteinn Jónsson hugmyndina að þeirri samþykkt. f henni segir m.a. svo: „Aðalfundur Sambands isl. samvinnufélaga, haldinn að Bifröst 4.—5. júni 1981, telur nauðsynlegt að sam- vinnuhreyfingin verði i far- arbroddi hvað varðar nýt- ingu tölvutækninnar til framþróunar í hinum fjöl- mörgu greinum atvinnu- lífsins sem hún er þátttak- andi í hér á landi. Jafn- framt leggur fundurinn áherslu á nauðsyn þess að með aukinni fræðslu um þessi mál almennt, mennt- un starfsfólks til nýtingar þeirra möguleika er skapast, og ekki sist með samráði samvinnuhreyfingarinnar við verkalýðshreyfinguna, verði leitast við að tryggja að nýting þessarar tækni megi verða félagsmönnum, starfsmönnum og almenn- ingi til góðs.“ ♦ Fleiri konur Þeir sem fylgzt hafa með að- alfundum Sambandsins hafa veitt þvi athygli, að konum hefur smátt og smátt verið að fjölga þar undanfarin ár. I ár munu þær hafa verið átján talsins af um hundrað fulltrú- um — og er það mesti fjöldi til þessa. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.