Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 19
Aðstoð. við þróunarlöndin er bæði verkefni ICA og kvenna- nefndarinnar og þegar kvenna- gildið var lagt niður, var þeim fjármunum, sem það átti, veitt í þróunarsjóð ICA. hvetja konur til að vera virkar i samvinnufélögum og taka þar þátt í stefnu- mótandi störfum til jafns við karlmenn, að hvetja samvinnufélög til að beita áhrifum sínum á hverjum stað til að efla hverjar þær þjónustugreinar, sem sér- staklega eru miðaðar við þarfir kvenna og að vinna til hagsbóta fyrir þá, sem höllum fæti standa. • Hvert land eitt atkvæði Öllum aðildarfélögum ICA er heimilt að tilnefna í kvennanéfndina, flest þrjá frá hverju landi eða rikja- samsteypu. Eftir að tilnefn- ingar hafa borist kýs nefnd- in sér stjórn, sem er ábyrg fyrir að fylgja eftir ákvörð- unum nefndarinnar. Hefur nýlega verið fjölgað i stjórninni úr 3 í 7. Stjórnin heldur fund svo oft, sem þurfa þykir, en nefndin eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Hvert land hefur eitt atkvæði. Nefndin boðar til kvennaþinga samtimis því, sem ICA heldur þing sín. Ekki hafa nema 37 lönd tilnefnt fulltrúa i nefndina og á þeim fundum, sem ég hef sótt, hafa flest mætt rösklega 50 fulltrúar frá 31 landi. Þrjú viðfangsefni hafa verið efst á baugi hjá nefnd- inni: Landbúnaðarmál, neytendamál og mál kvenna í þróunarlöndunum. — Kvennanefndin hefur sér- staka landbúnaðarnefnd, sem starfar með landbún- aðarnefnd ICA og fylgir fast eftir þeirri stefnu, sem kvennanefndin markar. Aðstoð við þróunarlöndin er bæði verkefni ICA og kvennanefndarinnar og þegar kvennagildið var lagt niður var þeim fjármunum, sem það átti, veitt i þróun- arsjóð ICA með því skilyrði, að þeim yrði einkum varið til menntunar kvenna. Allt- of langt yrði að rekja verk- efnin, sem tekist er á við á þessum vettvangi. • Ósýnilegar í æðstu stöðum Kvennanefndin er ekki á- nægð með stöðu sina innan ICA, einkum að henni skuli ekki tryggður fulltrúi í framkvæmdastjórn. Ná- kvæmlega sömu rök liggja til þess, að konur eru nær ósýnilegar i æðstu stöðum samvinnuhreyfingarinnar og í öðrum stjórnsýslustörf- um. í stjórn ICA eru yfir- leitt kjörnir framkvæmda- stjórar landssambandanna og þeir eru með sárafáum undantekningum karlmenn. Það hefur þó áunnist að kvennanefndin á áheyrnar- fulltrúa á stjórnarfundum, sem hefur málfrelsi, ef for- seti ICA leyfir, en ekki hef- ur hann atkvæðisrétt. Hef- ur formaður kvennanefnd- arinnar þvi setið stjórnar- fundi undanfarin ár. Nú er það Ulla Jonsdottir frá Sví- þjóð. Fundirnir sem ég hef sótt, hafa verið haldnir í London. Var það árin 1977, 1978 og 1980. Þeir hafa verið vel undirbúnir og fulltrúar vit- að fyrirfram hverra upp- lýsinga þeir ættu aðallega að afla í sínu landi. Sam- starf er mjög gott, þótt þarna hittist konur frá löndum með ólíka stjórnar- hætti og ólika menningu. Alltaf hafa mætt margar konur frá sósíalistalöndun- um og Evrópu, en minni hópar frá Afriku, Suður- Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada. Ekki er kostur að nefna nema fáa málaþætti, sem um er fjallað hverju sinni. Á fundinum 1977 voru lögð drög að fjársöfnuninni til brunngerðar i Afríkuríkjum á hinu alþjóðlega barnaári, rætt um hvernig best yrði snúist við vanda kvenna i þróunarlöndunum, sem skýrðu þarna aðstöðu sina og hvernig konur gætu eflt áhrif sín i byggingasam- vinnufélögum til að bæta húsakost almennings. • Eina vopnið í einræðisríkjunum Á fundinum 1978 voru gestir fundarins sex konur, sem voru á námsferð í Bretlandi á vegum UNESCO Samstarfið í kvennanefndinni er mjög gott, þótt þar hittist konur frá löndum með ólíka stjórnarhætti og ólíka menningu. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.