Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 21
Erlendur Einarsson stjórnarformaður samvinnutrygg- ingafélaganna flyt- ur skýrslu stjórnar fyrir árið 1980. Að- alfundurinn var að þessu sinni haldinn i nýjum fundarsal á fimmtu hæð í Ar- múla 3. Tryggingafélög samvinnumanna: Aðalfiindur í nýjum húsakynnum Aðalfundir Samvinnu- trygginga g. t., Líf- tryggingafélagsins Andvöku og Endurtrygg- inga hf. voru haldnir í Reykjavík 23. júní. Fund- irnir voru haldnir í nýjum fundarsal á 5. hæð í Ármúla 3 sem þar með var notaður í fyrsta sinn. Fundarstjóri var Jón Helgason alþm. í Seglbúðum. Erlendur Ein- arsson stjómarformaður flutti skýrslu stjómar fyrir árið 1980, Hallgrimur Sig- urðsson fór yfir og skýrði reikninga Samvinnutrygg- inga, og Jón Rafn Guð- mundsson greindi frá af- komu Andvöku og Endur- tryggingaféiagsins. • TAP Á BÍLA- TRYGGINGUM Iðgjaldatekjur Samvinnu- trygginga jukust um 49,9% og urðu 7.352,3 milj. gkr. Tjón hækkuðu hins vegar um 69,4%, og tjónaprósenta félagsins varð 75,9%. Hagn- aður á rekstrarreikningi varð tæpar 2,2 milj. en eigið fé, að viðbættum duldum sjóðum, jókst um 60,7% og nam í árslokin 3. 573,1 milj. Hagnaður varð af bruna-, sjó-, ábyrgðar- og slysa- tryggingum, en á bifreiða- og endurtryggingum varð tap. Tapið á bilatryggingum varð 192,4 milj., þar af 28,0 milj. á ábyrgðartryggingum, 99,3 milj. á kaskótrygging- um og 80,7 milj. á fram- rúðutryggingum. Iðgjöld Andvöku jukust um 46,3% og urðu 403,8 milj. Iðgjöld Endurtryggingafé- lagsins urðu 2.557,4 milj. og hækkuðu milli ára um 99,1%. Samtals voru því ið- gjaldatekjur allra félag- anna þriggja 10.313,5 milj. og jukust um 59,5%. Fundarstjóri var Jón Helgason, forseti Sameinaðs þings, sem hér sést stýra fundi. Fremst sjást Erlendur, Hallgrimur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, og Jón Rafn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Andvöku og Endurtryggingafélagsins. • STYRKUR TIL SJÁLFSBJARGAR í tilefni af ári fatlaðra var samþykkt að Samvinnu- tryggingar legðu fram 75 þús. kr., og Andvaka 25 þús. kr. eða samtals 100 þús. kr. f stjórn félaganna eiga nú sæti þeir Erlendur Einars- son forstjóri, formaður, Val- ur Arnþórsson kfstj., vara- formaður, Ingólfur Ólafsson kfstj., Ragnar Guðleifsson kennari og Karvel Ög- mundsson frvstj. Fulltrúi starfsmanna i stjórninni er Þórir E. Gunnarsson full- trúi. ♦ 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.