Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 23
• Litlar búðir og alþjóðasamvinna — Talað er um að erfitt sé að reka litla verslun. Er ekki hætt við að sumar litlar verslanir verði lagð- ar niður þegar stórmörkuðum fjölg- ar? — FDB ætlar að stuðla að þvi að tryggja neytendum tækifæri til innkaupa á daglegum nauðsynjum nálægt heimilum sínum og/eða vinnustöðum. Fjölbreytt vöruúrval þarf að vera í verslunum til að upp- fylla þarfir íbúanna á staðnum. FDB þarf því að viðhalda og jafn- vel að stofnsetja minni verslanir, þannig að fólk i dreifbýli geti feng- ið vörur til daglegra þarfa og einnig ýmis konar nýmeti náiægt heimil- inu. — Þú varst að' tala um þjóðfé- lagslegt framlag og alþjóðlega sam- vinnu. Snertir slíkt neytendur? — Þar sem FDB er stærstu neyt- endasamtök landsins, eru þau með- ábyrg fyrir þvi. hvernig þjóðfélagið þróast. FDB þarf því að taka tillit til þeirra áhrifa sem ákvarðanir stjórnarinnar hafa á þjóðfélagið. Það verður að reyna að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins neytendum í hag. Manneldispólitísk sjónarmið FDB þarf að kynna rækilega til þess að hafa áhrif á lögin sem sett eru í landin og þær kröfur sem opinberir aðilar gera til matvæla- framleiðslunnar hverju sinni. Einn- ig þarf að hafa áhrif á manneldis- venjur fólks. í þeirri alþjóðlegu samvinnu sem á sér stað, vill FDB stuðla að þvi að verslunarhöft, sérstaklega gagn- vart þróunarlöndunum verði fjar- lægð eftir því sem tök eru á. FDB vill einungis viðurkenna þau versl- unarhöft sem nauðsynleg eru til að vernda neytendur. Þá innkaupa- samvinnu sem á sér stað í „Nordisk Andelsforbund" og í „Inter Coop“ skal nýta í ríkara mæli en gert hef- ur verið, svo að unnt sé að útvega betri vörur fyrir mun lægra verð. íslendingar taka þátt í þeirri sam- vinnu. — Þú sinnir aðallega málum sem varða verslunina, er það ekki? — Jú, ég heimsæki verslanir og geri mér grein fyrir hvernig þær koma neytendum fyrir sjónir. Ég athuga hvort að vörurnar eru geymdar við rétt hitastig o.þ.h. og hvort þær eru ferskar og líta vel út. Ég athuga einnig hvort verslunin sé hrein, hvort henni sé haldið vel við og hvort allt sé í röð og reglu. Ef mér finnst þörf á að betrum- bæta eitthvað, reyni ég að gera það í samvinnu við kaupfélagsstjórann. — Nú hefur þú ferðast um ísland og mér skilst að þú hafir séð marg- ar verslanir á leið þinni. Hvernig líst þér á þær? — Þær matvöruverslanir sem ég skoðaði leist mér mjög vel á. Inn- réttingar eru hagkvæmar og öllu er smekklega fyrir komið. Vöruúrvalið er ótrúlega mikið. Það hlýtur að vera erfitt í svo stóru landi með svo fáum íbúum að hafa mikið vöru- úrval svo víða í dreifbýlinu. En í Danmörku fá neytendur meiri upplýsingar um vörurnar en neytendur á íslandi. Uppl. um hve mikið magn af vörunni er í um- búðunum, úr hvaða efnum hún er samsett, hvaða næringarefni hún hefur að geyma, hvernig megi nota vöruna og hvernig best sé að geyma hana, fylgja yfirleitt öllum vörum. Samkvæmt lögum eiga allar upp- lýsingar á matvælum að vera samdar á dönsku. Á útlendar mat- vörur verður að setja miða meö dönskum texta. Hjá okkur þurfum við að verð- merkja allar vörur. Þar að auki þurfum við nú samkvæmt lögum að gefa upp kíló- eða litraverð á al- gengustu matvælum. í FDB höfum við reyndar gert það í mörg ár. — Finnst þér að vörurnar séu geymdar á réttan hátt í verslunum hér á landi? — Vörur sem í Danmörku eru geymdar í kæli eru það einnig á ís- landi nema eggin. Þau eru víða geymd annars staðar þar sem er of heitt, en það er ólöglegt í Dan- mörku samkvæmt matvælalöggjöf- inni. Gæði eggja er undir geymslu- aðferðinni komin. Ferskleikinn og hið góða bragð varðveitist mun lengur ef eggin eru geymd í kæli. — Þú minnist áðan á manneldis- pólitísk sjónarmið FDB, í hverju eru þau fólgin? — FDB reynir að útvega bestu vörurnar sem til eru á markaðnum fyrir neytendur. FDB reynir einnig að framleiða matvæli með eins litlu af aukaefnum og unnt er, t.d. litar- efnum og rotvarnarefnum. Matvæl- in verða þá hollari. í matvælum sem framleidd eru hjá FDB er stefnt að því að minnka sykur- magnið, t. d. er í ungbarnafæðu sem FDB framleiðir minni sykur en aðrir framleiðendur nota. 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.