Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 26
Samvinnuskólinn að Bifröst gegnir því meginhutverki að útskrifa fólk með almenna og hagnýta þekk- ingu, svo að það geti tekið að sér þjóðnýt störf. Samvinnan ræðir við Jón Sigurðsson skólastjóra Samvinnuskólans Kostur fremur en galli að búa á afskekktum stað FRUMHERJAR sam- vinnuhreyfingarinnar á íslandi voru þeirrar skoðunar, að brýna nauðsyn bæri til að flétta saman hugsjón og hagspeki. Af þeim sökum er fræðsla um samvinnumál næstum jafn- gömul kaupfélögunum hér á landi. Þetta viðhorf leiddi einnig til þess, að Sam- vinnuskólinn íslenzki er að öllum líkindum elzti sam- vinnuskóli heims. Enn sem fyrr er sam- vinnumönnum annt um skóla sinn og vilja fylgjast vel með starfi hans. Sam- vinnunni þótti því ærin ástæða til að kynna litillega og spjalla við nýráðinn skólastjóra Samvinnuskól- ans, Jón Sigurðsson, en hann tekur nú við því starfi af Hauki Ingibergssyni. Jón Sigurðsson er fæddur í Kollafiröi á Kjalarnesi 23. ágúst 1946. Foreldrar hans eru Sigurður E. Ólason lög- fræðingur og Unnur Kol- beinsdóttir, kennari. Hann lauk BA-prófi í íslenzkum fræðum og sagnfræði frá Háskóla íslands vorið 1969, og stundaði siðan fram- haldsnám við sama skóla og Háskólann í Lundi í Sviþjóð í bókmenntum og menning- arsögu til ársins 1973. Hann kenndi viö framhaldsskóla i Reykjavík, aðallega Menntaskólann i Reykjavík, árin 1966—70, var íslenzkur lektor i Lundi og Gautaborg 1970—72, en kennari við Menntaskólann í Reykjavík og Háskóla íslands 1972—75, þar af lektor við háskólann 1973—75. Frá 1972 starfaði hann við bókaútgáfu og var settur forstjóri Menningar- sjóðs 1975—77. Frá 1977 hef- ur hann starfað við dag- blaðið Tímann, þar af sem ritstjóri frá 1978. Jón hefur birt nokkrar ritgerðir um sögu og bókmenntir i fræði- ritum heima og erlendis, flutt útvarpserindi um sama efni og samiö kennslubók í fundarsköpum og félags- störfum. Hann er kvænt- ur Sigrúnu Jóhannesdóttur kennara i Kópavogi og eiga þau tvo syni. • Ég tek við góðu búi Við ræddum fyrst við Jón um stöðu Samvinnuskólans í menntakerfinu nú á dög- um og spurðum: Eiga sér- skólar á borð við Samvinnu- skólann rétt á sér? — Já, ég held að þjóðfé- lagið hafi gott af því, að skólar séu ekki allir eins, þótt þeir séu á sama eða sambærilegu stigi í mennta- kerfinu, sagði Jón. Það er hagur að því, bæði menn- ingarlega og að því er varð- ar verkmenntun og at- vinnulif. Ungt fólk þarf að geta valið um mismunandi skóla að einhverju leyti — og reyndar að sem allra mestu leyti. Út frá þvi sjón- armiöi einu á Samvinnu- skólinn fullan rétt á sér. En hinu má ekki gleyma, að Samvinnuskólinn er rek- inn af sjálfstæðri fjölda- hreyfingu, sem kýs að starfrækja hann. Sá stuðn- ingur sem skólinn fær af opinberri hálfu er í raun- inni fyrst og fremst sá, að ríkið viðurkennir að styðja hvern einstakan nemanda í þessum skóla á sama hátt og það kostar aðra nemendur í öðrum skólum, enda uppfylli þessi skóli þær almennu kröfur sem gerðar eru. Það er með öðrum orðum ekki fyrst og fremst verið að styrkja stofnunina sjálfa nema óbeint, heldur láta alla nemendur i framhaldsskól- um sitja við sama borð. Ég hef þegar kynnt mér nokkuð ástand mála í Sam- vinnuskólanum, kennslu- skipan, námsefni, aðstæðuv og vinnubrögð. Og ég fæ ekki séð annað en þetta sé allt í mjög góðu horfi. Skól- inn er að ýmsu leyti vel 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.