Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 31
mætur hið' mikla Kletta- fjallaskáld hefði líka á ljóð- um hennar, og hefur hún kunnað að meta það að verðleikum. Þó að Hulda væri dul- nefni, sem skáldkonan sleppti ekki til æviloka, var það þegar veturinn 1904— 1905 á almannavitorði, að hún hét réttu nafni Unnur Benediktsdóttir og dvaldist þennan vetur í höfuðstaðn- um, þar sem hún naut einkakennslu í íslenzku, þýzku og ensku. Hún var að eðlisfari mjög feimin og hlédræg, og henni hefur sjálfsagt í aðra röndina þótt nóg um þá eftirtekt, sem hún hafði vakið. Samt gat ekki hjá því farið, að þær viðtökur, sem kvæði hennar og þulur fengu, gleddu hana og örvuðu. Henni var það ekki sízt mikils virði, að vegna ljóða sinna komst hún í kynni við ýmsa menn, sem urðu henni jafnan minnisstæðir, meðal ann- arra einn af yngstu skáld- unum, Jóhann Gunnar Sig urðsson, og elzta þálif- andi þjóðskáldið, Benedikt Gröndal. Hulda var vorið 1905, tæpra 24 ára að aldri, kom- in í góðskálda tölu. Smá- kvæði hennar voru ljúf og svipfalleg og svo vel gerð, að á þeim var hvergi blett- ur né hrukka. Með þulum sinum hafði hún sýnt meiri frumleik, endurvakið gam- alt og alþýðlegt ljóðasnið og lyft þvi i hærra veldi, enda kom síðar í ljós, að aðrar skáldkonur áttu eftir að feta í fótspor hennar. Hún hafði líka í sama árgangi Sumargjafar birt smásögu, að vísu heldur efnislitla og draumkennda, en svo vel skrifaða, að búast mátti með aldri og þroska við meira af henni á því sviði og ekki einungis í bundnu máli. Það var lika kunnugt, að hún var mikil námskona og hafði bæði i föðurgarði og þennan vetur í Reykja- vík aflað sér meiri mennt- unar en títt var um íslenzk- ar stúlkur, jafnvel á helztu menntaheimilum í höfuð- staðnum. Engum gat bland- azt hugur um, að þessi unga skáldmær byggi yfir hæfi- leikum, sem mikið gæti orð- ið úr, ef allt færi að sköp- um. Eðlilegt hefði veriö, að minnsta kosti i stórbrotn- ara þjóðfélagi, að einhver ráð hefðu verið fundin til þess að gera betur en grá- gæsamóðir og ljá henni vængi, svo hún gæti .svifið suður yfir höf‘. En það var hvort tveggja, að slík fjar- stæða sem að senda unga stúlku út í heim til þess ao ná fyllri skáldþroska hefur liklega engum til hugar komið, enda vafasamt, að hún hefði sjálf getað fallizt á það, þegar átti á að herða. Unnur Benediktsdóttir fæddist 6. ágúst 1881 á Auðnum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu. Benedikt Jónsson, faðir hennar, síðar bókavörður á Húsavík, var þjóðkunnur maður fyrir gáfur sínar og fjölbreytta sjálfmenntun, áhuga um þjóðfélagsmál og andlegt fjör. Móðir hennar var Guðný Halldórsdóttir, Jóns- sonar prests á Grenjaðar- stað. Hún hafði kornung verið tekin í fóstur af föður- systur sinni, frú Hildi John- sen á Húsavik, en þegar þau hjón fluttust til Kaup- mannahafnar, fór Guðný að Grenjaðarstað og ólst þar upp til fullorðinsára hjá sira Jóni, afa sínum, og syni hans og aðstoðarpresti, síra Magnús.i. Þegar Unnur kom til Reykjavikur haustið 1904 var hún heitbundin Sigurði Sigfússyni frá Halldórsstöð- um í Reykjadal og giftist honum veturinn eftir, 20. desemeber 1905. Þau tóku sér siðar ættarnafnið Bjarklind. Sigurður var einu ári eldri en kona hans, Möðru' ellingur að mennt- un, glæsimenni og dreng- skaparmaður. Um sama leyti sem hann kvæntist, gerðist hann starfsmaður í Kaupfélagi Þingeyinga á 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.