Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 32
Annað líf í þessu lífi Húsavík og síðar fram- kvæmdastjóri þess. Árið 1935 varð hann gjaldkeri i Búnaöarbankanum, og áttu þau hjón heima í Reykja- vik upþ frá því. Unnur Bjarklind iézt 10. apríl 1946 og Sigurður Bjarklind 16. maí 1960. Æviferill frú Unnar var alveg hversdagslegur á ytra borði. Hún var ung gefin góðum manni og lifði með honum í farsælu hjóna- bandi til dauðadags, rúm 40 ár. Þau eignuðust fjögur börn. Fyrsta barnið fæddist andvana, en ein dóttir og tveir synir komust til full- orðinsára. Heimili þeirra hjóna á Húsavík var stórt og umsvifamikið. Þar var mjög gestkvæmt, bæii a‘. héraðsmönnum og þeim. sem lengra voru að komnir, innlendum og erlendum. Einmælt er, að frú Unnur hafi verið mikil húsmóðir, stjórnsöm og starfsöm á heimili, umhyggjusöm móð- ir börnum sínum og kunn- að vel að gera gestum heimsóknirnar ánægjuleg- ar, hvort sem þær voru skemmri eöa lengri. Þau hjón ráku talsveröan bú- skap á Húsavík, höfðu skepnur og ræktuðu stór tún. Frú Unnur var listfeng til handa og Iét sér annt um, að' heimilið væri í hví- vetna sem prýðilegast. Þess er skylt að geta, aö Sigurður Bjarklind hafði fullan skilning á hinum sér- stöku áhugamálum konu sinnar og var umhugað um, að hæfileikar hennar gætu notið sin, og á þessum tím- um var mun auðveldara en nii á dögum að fá hjálp við heimilisstörf. Samt varð ekki hjá því komizt á slíku heimili, að húsfreyja, sem var bæði skyldurækin og vönd að viröingu sinni, hefði ærið að hugsa um og sýsla i þeim verkahring, einkanlega þegar þess er gætt að auki, að frú Unnur var allt frá æskuárum heilsuveil. Hún hafði veikzt af liðagigt 17 ára gömul, og hjartað beið þess aldrei bætur. Eftir að þau lijón settust að í Reykjavík, börnin voru komin upp og heimilisannirnar minni, mátti heita, að heilsan væri á þrotum, og hún var þá rúmföst tímunum saman. 9 Kom miklu í verk Fyrsta bók Huldu var Kvœði, sem komu út 1909. Næsta bók hennar i bundnu máli var Syngi svanir mínir, 1916, en sá ljóðaflokkur var þó að stofni til talsvert eldri, því að upphaf hans og eitt brot lir honum var þeg- ar prentað í Sumargjöf 1907 og 1908. Þá eru kvæðabæk- urnar Segðu mér að sunnan, 1920, — Viö yzta haf, 1926, —Þú hlustar Vár, 1933, — og Söngur starfsins, er kom út 1946, sama ár sem skáld- konan lézt, en hún mun að mestu eða öllu hafa gengið frá sjálf. Loks er Svo líða tregar, 1951, þar sem saman var safnað ýmsum þeim kvæðum hennar, sem höfðu ekki verið prentuð í fyrri bókunum. Þá eru bækur hennar i lausu máli, sögur, þættir og ævintýri: Æskuástir I—11, 1915 og 1919, — Tvœr sögur, 1918, — Myndir, 1924, — Berðu mig upp til skýja, 1930, -— Undir steinum, 1936, Dalafólk 1—11, 1936 og 1939, —Fyrir miðja morgunsól, 1938, — Skrítnir náungar, 1940, — Hjá Sól og Bil, 1941, — Bogga og búálfurinn, 1942, — og / œttlandi mínu, 1945. Sumar þær bækur Huldu, sem nú voru taldar, eru að visu ekki miklar fyrirferðar. En ef allar sjö ljóðabækur hennar væru komnar i eitt safn, mundi það þó vera meðal hinna stærri kvæða- safna íslenzkra skálda frá 19. og 20. öld. Samt eru rit hennar i lausu máli miklu meiri að vöxtum, eitt þeirra skáldsagan Dalafólk, hvorki meira né minna en rúmar 700 blaðsíður af drjúgu les- máli. Þó að hún hefði getað Jónas frá Hriflu um Huldu: Skáld hinnar mildu feguröar Jónas frá Ilriflu skrifaði um Huldu, aö hún væri á íslandi líkt og: Tennyson á Englandi; í skáldskap liennar væri sem rósir hrifu augað með fögrum línum og glæsilegum lit, án þess að þyrnar stingu þann scm handleikur blómið ... EGAR Hulda lézt 1946, skrifaði Jónas Jónsson frá Hriflu um hana i Samvinnuna og kemst meöal annars svo að orði: „Þegar Hulda valdi úr ljóöum Stephans G. Stephanssonar fyrir nokkrum misserum, þótti mér á skorta, að þar væri tekið í úrval- iö eitt af beztu bardagaljóðum Klettafjallaskáldsins. Ég spurði skáldkonuna hverju þetta sætti. Hún sagði, að þetta kvæði væri að vísu mjög fagurt, en í þvi kæmi fram harka í vissri tegund and- legra mála, sem ekki væri sér hug- stæð. Þetta samtal varð mér að umhugsunarefni. Hulda var á ís- landi eins og Tennyson í Englandi. skáld hinnar mildu fegurðar, þar sem fagrar rósir hrifa augað með fögrum linum og glæsilegum iit. án þess að þyrnar stingi þann, sem handleikur blómið... Tímarnir breyttust og nýjar stefnur ruddu sér braut í skáld- skap og listum. Tvö ægileg stríð eyddu hálfum heiminum. Mörgum skáldum og listamönnum varð svo hverft við, að þeir tóku að tigna mest það sem ljótt var og ógöfugt í mannslífinu. En Hulda yfirgaf ekki æskuhugsjónir sinar, heldur hélt áfram að tigna fegurð og manngöfgi mitt í ölduróti menn- ingarinnar. Og sköminu áður en hún andaðist, vann hún einkenni- legan og merkiiegan sigur. Hún orti mest umtalaða og mest dáða kvæðið til vegs lýðveldinu, sem endurreist var mitt í hörmungum styrjaldarinnar 17. júní 1944. í þessu kvæði beitti Hulda, enn sem fyrr, hugsjónaaöferð sinni frá draumatíma aldamótanna. Hún tignaði enn sem fyrr fegurð dalsins, fegurð landsins og göfgi tungunn- ar. Hátíðarljóðið frá lýðveldisárinu var siðasta bókmenntaafrek Huldu. Með þvi var lokið löngum starfs- degi. þar sem skáldkonan gaf þjóð sinni til ævarandi eignar fagrar rósir og enga þyrna." ♦ 32

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.