Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 33
látið skáldskap sinn og rit- störf sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, — eins og margir ókunnugir munu hafa gert sér í hugarlund, — mundi ekki hafa mátt saka hana um að liggja á liði sínu. Eins og allar ástæður henn- ar voru, má kalla það hreint undur, hverju hún kom í verk. Til samanburðar er ekki ófróðlegt að benda á æviferil og aðstæður Torf- hildar Þ. Hólm, af því að hún er eina islenzka skáld- konan á undan Huldu, sem mikið liggur eftir. Frú Torf- hildur varð ekkja eftir eins árs hjúskap, var barnlaus og gat löngum komið því svo fyrir, að hún helgaði skáldsagnagerðinni mestu af tíma sínum og miklu starfsþreki. • Sat í rúminu og skrifaði Vonandi kemur engum sú fjarstæða til hugar, að þess- ar bláberu staðreyndir séu hér taldar fram til þess að gefa í skyn, að skáld og rit- höfunda eigi að meta eftir afköstum og bækur eftir vöxtum eða þeim skilyrðum, sem höfundar þeirra áttu við að búa. Bækur hafa sinn dóm með sér, eftir því hvernig þær eru, með hvaða móti sem þær eru til komn- ar. Það væri út af fyrir sig mikið mál, ef ,verðleggja‘ skyldi allar bækur Huldu, kvæði fyrir kvæði og sögu fyrir sögu, en vafasamt, að nokkurum lesanda væri greiði gerður með því. Enda er það miklu minna, sem fyrir mér vakir að gera í þessu litla rissi: að skyggn- ast eftir huldukonunni sjálfri bak við bækurnar. Það er trúa mín, að með þvi að rekja einstaka þætti í fari hennar sem rithöf- undar mega ekki einungis komast nær skilningi á skáldritum hennar sjálfrar, bæði í heild og hvers um sig, — heldur verða nokkurs vísari um eðli skálda og skáldskapar yfirleitt. Og frá þessu sjónarmiði er vissu- lega ástæða til þess að spyrja einna fyrst, hvernig hún hafi getað komið því við að leggja svo mikla Til Huldu ----Þú gleðst eins og hjartað sjálft þér segir og syngur með náttúrubarnsins rödd, þú vilt, að þig leiði listanna vegir til Ijóssins áttar, — til þess ertu kvödd. Dalasvanninn með sjálfunna menning, sólguðnum drekkur þú bragarskál, með átrúnað fastan í ungri sál á afls og kærleiks og fegurðar þrenning. — Þú leitar að samhljóm í söng og óði og setur þér markið fjarlægt og hátt; þó enn nái skeytin of skammt og lágt, til skotmiðs þú stefnir í hverju Ijóði.- Svo framastu’ af sjálfsdáð í frónskri menning, frjáls og þó bundin í stílsins skorðum, með fleiri hugsunum, færri orðum, með form og snið eftir listanna kenning. — Svo opnast þín sjón eina sorgarnótt fyrir sól þeirri’, er aidrei hverfur í æginn; og upp frá því þráirðu eilífðardaginn með Edenlífsins síunga þrótt. Þá snýrðu þér inn — að þeim æðra heimi; augu þín skyggnast í draumanna geimi og alls staðar sérðu, að líf er og Ijós, við Iínskarir dauðans, — í hrímgluggans rós. Þig hryllir við fegurð, sem hjúpar, hvað spillt er, þú hatar þann kraft, sem vinnur, hvað illt er, og finnur, að kærleikans eðli innst er ást til þess góða, hve lágt sem finnst. Þá ferðu að elska höfund þíns hjarta; þá hækkar þitt mark — yfir sólina bjarta; og andi þinn játast ódáins-kenning um almáttka, fórnandi, skapandi þrenning. — Kom fljótt, kom fljótt yfir brúna, sem byggir þér braut til marksins — og sigur þér tryggir. Drekktu af geislunum, dalarós, — en dyldu þig ei, hver skóp þeirra Ijós. Þá festist þitt útsáð í akursins skaut og yngir upp dalsins lautir og hóla. Þá lifirðu’ í framtíð — með fölnað skraut, fyrsti gróður vors nýjasta skóla. Einar Benediktsson. 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.