Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 35
Vísnaspjall PÁLL Bergþórsson veðurfræð- ingur er mikill áhugamaður um samvinnumál; hefur til að mynda verið fulltrúi KRON á aðalfundum Sambandsins að Bif- röst í mörg ár. Páll er ágætur hag- yrðingur, enda úr Borgarfirðinum, og hefur oft látið fjúka í kviðling- um á aðalfundum. Sá kveðskapur er ekki tiltækur hér, en eitt sinn orti Páll þessa ágætu vísu um sjálf- an sig og veðurspána: Víst er stundum vont að fá veðrið til að skána og löngum hafa loftin blá leikið á Pál og spána. Þegar Askja gaus haustið 1961, orti Egill Jónasson á Húsavík skemmti- lega vísu, en hana og aðrar þær sem fara hér á eftir er að finna í Vísnasafni Sigurðar Jónssonar frá Haukagili: Öræfanna undur stór ég heyri. Askja leikur þar við hvern sinn fingur. Hún er orðin Heklu kraftameiri. Hún er nefnilega Þingeyingur. Þá orti Páll Bergþórsson: Víst er Askja enginn vesalingur, einnig mun hún vita hvað hún syngur. Hitt er ekki að undra, fyrst hún springur, að hún skuli vera Þingeyingur. Páll sendi Agli ennfremur þessar vísur: Þó menn hafi á Húsavík hneigðir úr Öskju kyni, ekki er hún í öllu lík Agli Jónassyni. Æstum logum Askja spjó upp um breiða sprungu. Hygg ég Egill hafi þó hættulegri tungu. Öskjuhraunsins hitaglóð hverfur eins og gengur. Ætla ég að Egils ljóð ylji meir og lengur. Egill lét ekki þessum vísum ósvar- að, en um sama leyti og þessi vísa var ort höfðu Rússar sprengt gríð- arstóra kjarnorkusprengju: Askja þagnar þegar Krúsjeff springur, þrumurödd í háloftunum syngur. Vitund hreykinn fettir sína fingur fronta og lægða himingeims- fræðingur. Og Páll svaraði aftur: Askja kraumar, Krúsabomba springur, Kennedy af hræðslu sýgur fingur, mælir svo og upp í eyrun stingur: Er hann kannski líka Þingey- ingur? Áður en við kveðjum þá Pál og Egil á Húsavík, skulum við láta fljóta með þessar vísur um veðrið, sem er svo nátengt nafni Páls Bergþórs- sonar. Egill orti: Bilar kjarkur, bogna kné, bezt að ljúka máli. Útlit fyrir að það sé austanrok í Páli. Og Páll svaraði: Þingeyinginn þjakar oft þrálát austangola mest af því að meira Ioft mun hann illa þola. „Þingeyskt loft“ og „Meira loft“ heita vísnasöfn Jóns Bjamasonar í Garðsvík. Eitt sinn orti hann þessa vísu um meinleg örlög bóndans: Bóndann klíndan mykju og mold mæðir þrældóms okið, þar til prestur huslar hold og hendir skít á lokið. í Borgarfirðinum munu fleiri góð- skáld hafa fæðzt en annars staðar á landinu, eins og kunnugt er. Hæst þeirra ber að sjálfsögðu Guðmund Böðvarsson. Einhverju sinni orti hann þessa snilldarvísu, er hann var á ferð á góðum hesti: Hjörtun dreymir, bylgjast blær, björtu heimur krýnist. Stundin gleymist, gleðin hlær, grundin streyma sýnist. Við skulum ljúka spjallinu að þessu sinni með þremur erindum úr Hvít- árvísum Guðmundar Böðvarsson- ar: Mjúkum hótum hugsun mín hlýjum mótuð kynnum, hvíta fljótið heim til þín hvarflar ótal sinnum. Dags þá glaumur dvína fer dregur úr flaumi sínum, eins og í draumi að eyrum ber óm af straumi þínum. Hljóður gleymir hylur blár hvíld og dreymið næði, og þú munt streyma í þúsund ár þó að gleymist kvæði. ♦ að minnsta kosti helmingi færri og vinzað úr þeim af meiri dómvísi. Jafnvel Ein- ar Benediktsson hafði þeg- ar í kvæði sínu til Huldu óskað henni þess að þrosk- ast til að yrkja ,með fleiri hugsunum, færri orðum'. Flestir kannast við þessa vísu Jóns Ólafssonar: Ungum lék mér löngum á að lifa til að skrifa: sköp hafa því svo skipt, eg má skrifa til að lifa. Það vill svo einkennilega til, að þessa vísu má skilja allt öðru visi en Jón gerði sjálf- ur, án þess að hagga í henni einu orði. Þá verður hún lýsing á tvenns konar við- horfi til skáldskapar — og að likindum fleiri lista. Fyr- ir þau skáld, sem ,lifa til að skrifa', eru sjálfir smíðis- gripirnir takmarkið, að gera eitthvað, sem er fullkomið, hversu miklar þrautir og yfirlegu, miskunnarlausa vandvirkni og strangleik sem það kostar. Fyrir skáld- in, sem .skrifa til að lifa', er reynslan, sem sköpuninni er samfara, takmark i sjálfu sér. Penninn verður í hönd- um þeirra nokkurs konar töfrasproti, sem opnar þeim annan heim, utan og ofan við hversdagslífið. Þessi heimur er þeim svo heill- andi, að engri átt nær að afsala sér fjölbreytni hans með sifelldri vandfýsi. Við þetta bætist, að endur- minningar frá gleði sköp- unarstundanna loða við sköpunarverkin, svo að skáldin eiga bágt með að greina á milli þess, sem þau lifðu sjálf á þessum stund- um, og listargildis verk- anna. Eins og nærri má geta, er ekki unnt að draga rithöf- unda hreinlega í tvo dilka eftir þessum viðhorfum. Þau geta skipzt á með ýmsu móti á ferli sömu manna, t. a. m. þegar gamlir snill- ingar, sem vita vel, að þeim er farið að förla, geta samt ekki hætt að yrkja, af því að þeim fyndist þeir þá vera 35

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.