Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 38
Annað líf í þessu lífi ur fleiri mönnum, þar hillir upp fleiri og stærri ævin- týri. En bæði í Þú hlustar Vár og DalaJólJci er þaö gæfa ævintýrakonunnar, að hennar bíður að lokum ör- ugg höfn, handan við brim og boða. Tveir heimar Huldu rák- ust aldrei á. En þeir tengd- ust í sögulokin. Hún tileink- aði eiginmanni sínum, Sig- urði S. Bjarklind (með fullu nafni hans, þótt hún sjálf héldi dulnefni sínu) ljóða- bókina Viö yzta liaj með þessu erindi, sem líka stend- ur á sínum stað í ljóða- flokknum Þú hlustar Vár: Hvar sem eg fer og flýg um lönd, eg finn þína vörmu, sterku hönd; og allar leiðir að einni falla, sem elfur í hafið, — eg týnist varla. Þetta er falleg og vafalaust sönn lýsing þess trausta at- hvarfs, sem eiginkonan átti í hjónabandi sínu. En í er- indinu er samt fólginn ann- ar og merkilegri vitnisburö- ur. Hver sá, sem vissi ekki annað betur, mætti halda, að þessi kona hefði troðið einhverja hættulega refil- stigu, jafnvel fleiri en ísól Árdal, og hvað eftir annað verið að því komin að glat- ast. Þá vegu hafði að vísu skáldkonan kannað, en að- eins hún, — í sínum heimi, langt fyrir utan það, sem venjulega mundi vera kall- að æviferill eða örlög. En svona var henni þetta lif- andi reynsla. Það hafði ekki einungis orðið uppbót þess, sem henni einu sinni fannst hafa verið heft og misst, heldur gefið henni þrá til skjóls og hvildar eftir allar þær raunir. Vera má, að þetta viröist mjög einstæð saga, eða gerö einfaldari en hún var, jafn- vel eitthvað ýkt. En sýnir það, sem óvefengjanlegt ?r í dæmi Huldu, samt sem áð- ur ekki eitthvað almennt um eitt af hlutverkum skáldskaparins i lífi skáld- anna — og reyndar okkar allra, fram yfir það sem við venjulega vitum eða skilj- um? 4 í síðasta hefti kynnti Hjörtur Pálsson dag- skrárstjóri lesendum Samvinnunnar Isaac Bashevis Singer — og nú er röðin komin að öðrum frásagnameistara Gyðinga, sem einn- ig hefur hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels: Samuel Josef Agnon. SAMUEL JOSEF AGNON hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels 1966. Þeim var þá skipt milli tveggja gyðinga, hans og Nelly Sachs, sem orti á þýsku. í greinargerð um verðlauna- veitinguna var talað um djúpsæi Agnons og frábæra frásagnarlist og minnin úr lífi gyðingaþjóðarinnar, sem fram koma í verkum hans. Agnon fæddist í bænum Buczacz i Austur-Galisíu 1388 og lést fyrir nokkrum árum, en hafði þá lengi ver- ið álitinn mesta sagnaskáld samtíðarmanna sinna úr hópi gyöinga, þeirra sem skrifuðu á hebresku. Á bernskuheimili hans var töluð jiddíska. Fyrstu skáld- skapartilraunir sínar gerði hann á þvi máli, en he- bresku lærði hann einnig og byrjaði á að stunda í henni formlegt nám til niu ára aldurs. Þá kynntist hann Biblíunni, Talmúd og öðrum helgi- og skýringaritum gyðinga. Fyrir áhrif frá móður sinni varð hann snemma handgenginn þýskri tungu og bókmennt- um, en faðir hans beindi áhuga hans að ritum Maí- monídesar og fræðum kass- ída. Rit Agnons standa djúpum rótum í þeim jarð- veci. Menningararfur gyð- inga var honum helgur dóm- ur, sem hann var stoltur af. í trúarbókmenntir þeirra og fræðirit sótti hann yrkis- efni og innblástur, og þar var að finna „uppsprettu- lindir og niðandi vötn" þeirrar tungu, sem hann gerði að sinni. Hann reyndi svo á þanþol hennar og gæddi málið slikum tján- ingarkrafti og blæbrigða- auðgi í sjálfstæðum stíl, þar sem saman rann gamalt og nýtt form úr fornhebresku og: nútímahebresku, að ein- stætt þótti að dómi þeirra, sem gerst máttu vita og töldu hann mestan meist- ara hennar, þegar honum hlotnaðist á efri árum sú alþjóðlega viðurkenning, sem braut niður tungu- málamúrana og gerði rit hans aðgengileg bók- menntaunnendum um heim allan. Hebreskri tungu og menningararfi taldi hann sig líka eiga mest upp að unna, kvaðst ekki hafa orðið fyrir sterkari áhrifum lir öörum áttum. þó að hann viðurkenndi þakkarskuld sina við þýskar bókmenntir og höfunda án þess að nefna nokkur nöfn. Mest sagðist hann þar fyrir ut- an hafa lært af tali og sög- um fólks, sem hann kynnt- ist á langri ævi, og af dýr- unum, sem honum fannst hafa kennt sér margt. Samuel Josef Agnon ólst upp í Buczacz til 1907, en honum fannst hann alltaf hafa fæðst i Jerúsalem, og Landið helga lokkaði hann snemma til sin, enda fluttist hann tæplega tvítugur til Palestinu. Þar varð hann ritari Þjóðarráðs gyðinga í Jaffa og fleiri stofnana beirra og kynntist aragrúa fólks af gyöingaættum. Hann tók mikinn þátt i hinni löngu baráttu fyrir þjóölegri endurreisn ríkis gyðinga og átti sem skap- andi listamaður drjúgan hlut að menningarlegri upp- byggingu þess undir merkj- um síonismans. Á árunum 1913—1924 dvaldist hann i Þýskalandi, var m. a. lektor 38

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.