Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 39
TVEIR FRASAGNAMEISTARAR GYÐINGA Gœddur kímni og visku í bland við barnslega skynjun í hebresku í Berlín 1920— 1924, en frá því ári var hann til æviloka búsettur í Jerúsalem, sem gerði hann heiðursborgara sinn 1952. Doktor í heimspeki varð hann við hebreska háskól- ann þar 1959. Samuel Josef Agnon fór snemma að skrifa sögur, sem voru eins konar annáll þeirra breytinga, sem urðu á samfélagi gyðinga í Galisiu, og hnignunar þess, enda byrjaði hann að skrifa á hebresku um svipað leyti og menntun og upplýsing í anda nútímans hafði rutt sér þar til rúms. Breyting- arnar sá hann speglast skýrt í fæðingarbæ sínum, sem eitt sinn var biómstr- andi miðstöð gyðingatrúar og rabínafræða, en tuttug- asta öldin lagði í rúst. Um þessa paradís bernsku sinn- ar, sem sokkinn var í sjálfa sig, fór hann þó ekki að skrifa fyrr en hann var kominn þaðan langt i burt. Það var eins og meðvitund hans um arfleifð gyðing- dómsins, sem sífellt lyftir hinu liðna úr djúpi fortíðar- innar og steypir þvi saman við hið nýja, yrði ekki veru- lega frjó og lifandi fyrr en undir þeim himni, þar sem gamalt og nýtt bráðnar í sömu deiglu. Margar sögur hans, langar og stuttar, ger- ast á bernskuslóðum hans. Drjúgur helmingur verka hans sýnir hinn litla heim i Galisíu sem smækkaða mynd hins stóra, og með skerpu sálfræðingsins og hárfínni kimni gerir hann Buczacz að tákni heimsins með öll sin margþættu vandamál. Af sögunum um Buczacz varð Næturgestur- inn siðust og frægust. Hún gerist eftir fyrra stríð, og viðfangsefnið er reynsla manns, sem kemst að þvi við heimkomuna, að heim- ilið hans gamla er ekki lengur til og heimur bernsk- unnar að eilifu glataður. Nær öll önnur verk Agnons en sögurnar frá Galisíu ger- ast i Palestínu, eftir að gyð- ingar tóku að búast þar um á þessari öld og fjalla um líf landnemanna og breyt- ingarnar, sem urðu frá því að þeir komu þangað, uns skipulagðri hreyfingu þeirra óx fiskur um hrygg eftir síðari heimsstyrjöld. Einna þekktast þeirra mun vera skáldsagan í gær og í fyrra- tlag, eins konar annáll um landnám innflytjendanna til fsraels eftir fyrra stríð. Auk skáldsagna og smá- sagna samdi Agnon fjöld- ann allan af stuttum frá- sögnum af ýmsu tagi og sökkti sér niður í trú og sögu gyðinga og samdi um það fræðirit. Fyrsta ljóð sitt kvaðst Agon hafa ort fimm ára gamall, en hin fyrstu birt- ust, þegar hann var fimm- tán ára. Mörg æskuljóð hans urðu hins vegar logum að bráð i fyrri heimsstyrjöld- inni, þegar heimili föður hans, þar sem þau voru geymd, brann til kaldra kola. Þeir, sem sungu þau forðum, urðu einnig fórn- arlömb elds og grimmdar i tveimur styrjöldum. Á sömu leið fór lika um bækur, sem Agnon samdi í Þýskalands- dvöl sinni og brunnu, þegar kviknaði í húsi hans i Bad Homburg nótt eina, sem hann lá á sjúkrahúsi. Þeirra á meðal var 700 blaðsíðna löng skáldsaga, Eilíft líf, sem þá átti að fara að gefa út fyrsta hlutann af, en auk þess bók, sem Agnon hafði samið ásamt fræðimannin- um og rithöfundinum Mart- in Buber, og raunar allt, sem Agnon hafði skrifað frá því að hann settist aftur að i Evrópu um tíma 1913. Þrátt fyrir þessi áföll hafði Samuel Josef Agnon lengi verið mikilsmetinn höfundur, áður en hann öðlaðist alþjóðafrægð á sjö- unda tug aldarinnar. Hann losaði bókmenntir gyðinga undan fargi evrópskra á- hrifa og tengdi þær fornhe- breskri bókmenntahefð, og i lýsingum sínum á lífi aust- ur-evrópskra og israelskra gyðinga jós hann af djúpum brunni hebreskra þjóðfræða og óskráðra arfsagna. Þó að Agnon væri raunsær höf- undur, bera sögur hans jafnan dularsvip, sem bregður kynlegum, gullnum blæ ljóðrænna ævintýra á lítilvæg atvik, lýsir upp grá- mósku hversdagsleikans og minnir einatt á myndir Chagalls úr heimi Gamla testamentisins. Agnon var frumlegur höfundur, gædd- ur óvenjulegri kímni og visku og skarpri og leikandi hugsun í bland við barns- lega skynjun, en samspil þessara þátta hefur fyrr og siðar mótað lyndiseinkunn gyðinga, bókmenntir þeirra og lífsviðhorf. ♦ 39

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.