Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 41
 heyrði hann hrópað: „Komum og höldum til fundar við Sabbat drottn- ingu“. Og hann sá mannssyni, sveip- aða hvítum kyrtlum eins og engla og ineð myrtusviðargreinar í höndum. Ljósafjöld logaði i öllum húsum og lýsti bau upp. Hann skildi í hugskoti sínu, að aðfangadagskvöld hvíldar- dagsins færðist nær með rökkrinu og að nú gat hann ekki snúið heim á leið. I-Iann sleit upp stöngul og dýfði hon- um í galleplasafa, sem búið er til blek úr til þess að skrifa með á lögmáls- rollur, tók blað og skrifaði föður sin- rm bréf: ,,Frá hörpu landsins læt ég heyrast lofsöngva, þvi að ég hef í sæl- u.m friði náð til landsins ísraels og sit nú í nánd við Safed, borgina helgu, og um mig hríslast angan heilagleik- ans. Eigi skalt þú spyrja mig, hvernig rnig hafi hingað borið, heldur skalt þú grípa um reiptagl það, sem bundið er við dindilinn á geitinni, og ganga í sióð hennar. Þá munt þú öruggur ganga þinn veg, sem liggur til landsins Israels1'. Pilturinn vafði saman blaðið og stakk því i eyrað á geitinni. Piltur- inn sagði við sjálfan sig í hjarta sínu: ..Þegar hún kemur til föður míns, strýkur hann henni um hausinn. Þá blakar hún eyrunum, og blaðið losnar. Faðir minn tekur blaðið og les ’pað, S3m skrifað stendur. Hann þrífur í reiptaglið og fylgist með geitinni til landsins ísraels". GEITIN sneri aftur heim til öld- ungsins, en blakaði ekki eyrun- um, og blaðið losnaði ekki. Gamli maðurinn sá, að geitin var kom- in aftur og sonur hans var ekki með henni. Hann tók að reyta hár sitt og hrópa og gráta og þylja harmatölur: „Sonur minn, sonur minn,hvar ert þú? Sonur minn, ég vildi óska, að ég hefði dáið í þinn stað“. Hann reikaði eirð- arlaus um og grét og syrgði son sinn, því að hann sagði: „Veit ég vel, að skaðræðisskepna hefur étið son minn, sonur minn er sundurslitinn". Hann syrgði son sinn dögum saman og vildi ekki láta huggast, og hann tók svo til orða: „Sorgmæddur mun ég stíga nið- ur i gröfina til sonar míns“. í hvert sinn sem hann sá geitina endurtók hann sömu orðin: ,,Vei föðurnum, sem hefur hrakið burt son sinn, og vei henni, sem hefur rutt honum burt úr heiminum“. Og öldungurinn öðlaðist ekki sálarfrið fyrr en hann hafði kvatt til slátrarann og hann var búinn að slátra geitinni. Slátrarinn kom og slátraði geitinni. Plann fláði af henni skinnið. Þá losn- aði blaðið úr eyranu. Sá gamli tók blaðið og mælti: „Skrift sonar míns!“ — Öldungurinn las bréfið, allt sem sonur hans hafði skrifað honum, tók að reyta hár sitt og hrópaði: ,,Ó, vei, ó, vei! Vei þeim manni, sem með eigin höndum hefur að engu gert gæfu sína, vei beim manni, sem launað hefur vel- gjörðamanni sínum illu“. Marga daga syrgði hann geitina og vildi eigi láta huggast, og hann mælti: „Vei mér, sem í einu vetfangi hefði getað kom- ist til landsins ísraels. Nú munu dagar mínir hljóðna i þessu fangelsi". ALLAR GÖTUR frá því að þetta gerðist hefur hellismunninn verið auganu hulinn, og um aðra leið og styttri er ekki lengur að tala. Og pilturinn sá? Sé hann ekki dá- inn, þá dafnar, hann enn sem blóm í eggi í ellinni, sæll og saddur, í ró og áhyggjuleysi í lífsins landi. ♦ 41

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.