Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 43
kaupfélagi lífsnauðsyn að koma upplýsingum á fram- færi við félagsmenn sína, svo að þeir viti jafnharðan hið helzta sem gerist hjá félaginu og geti tekið af- stöðu til mála á fundum þess. Og enn sem fyrr er hentugasta ráðið til þess — að gefa út blað. Fjölritunartækni hefur fleygt fram hin síðustu ár og gert það að verkum, að unnt er að dreifa lesmáli á mun ódýrari hátt en fyrr. Þessi þróun hefur ýtt mjög undir útgáfu fréttabréfa hjá stofnunum og félaga- samtökum. Samvinnuhreyfingin hef- ur allt frá upphafi gert sér grein fyrir mikilvægi út- gáfustarfsemi og reynt að efla hana eftir mætti. Nýj- asti vaxtarbroddurinn á þeim meiði er útgáfa lítilla fréttablaða hjá kaupfélög- unum, en þeim hefur nú fjölgað stórlega á stuttum tíma. Námskeið í útgáfustarf- semi var haldið að Bifröst í fyrra og hefur ef til vill átt sinn þátt i að auka útgáfustarfsemi kaupfélag- anna. Mestu varðar þó betri skilningur á því, að réttar upplýsingar eru grundvöllur þess, að félags- menn geti tekið þátt í sam- vinnustarfinu og hægt sé að leiða saman mismun- andi skoðanir á framtiðar- hugsjóninni — eins og Pét- ur á Gautlöndum benti réttilega á. G.Gr. Fréttabréfum kaupfélaganna hefur fjölgað mjög í seinni tíð, eins og sagt er frá á þessari opnu. í tilefni af því höfum við leitað til fjögurra manna, sem eru við- riðnir útgáfu fréttabréfa og beöið þá að svara eftirfarandi spurningu: AUKA FRÉTTABRÉFIN TENGSLIN VIÐ FÉLAGSMENN? Árni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi: Gunnlaugur P. Kristinsson, fræðslufull- trúi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri: Já, ég tel að fréttabréfið auki tengslin við félagsmenn og raunar fleiri en þá, að minnsta kosti hér hjá okkur, því að við höfum dreift því á hvert heimili í héraðinu. Tilgangurinn með útgáfunni er fyrst og fremst sá að miðla upplýs- ingum um starfsemi kaupfélagsins, og ég hef orðið var við að sem slíkt hefur það gegnt hlutverki sínu nokkuð vel. Við höfum stefnt að því að g.efa út tólf fréttabréf á ári, og það hefur að mestu leyti staðizt. Helgi Rafn Traustason, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauð- árkróki: Ég hef ekki trú á að fréttabréfið eitt efli svo mjög sambandið við félags- menn. Þar þarf fleira að koma til. Ég held að mestu varði í þessum efnum að kaupfélag hafi í sinni þjónustu góðan félagsmálafulltrúa. Hann getur með ýmsum ráðum aukið tengslin við félags- mennina. Um útgáfustarfsemina hjá Kaupfélagi Skagfirðinga er það að segja, að við gefum út tvö blöð: KS tíð- indi, sem er fjölritað fréttabréf, og Glóðafeyki, sem er vandað og eftirsótt tímarit. sem kemur út einu sinni til tvisvar á ári. Fréttabréf eru bráðnauðsynleg, en til þess að svara því, hvort þau auki tengsl- in við félagsmenn, þyrfti ég að vita meira um undirtektir þeirra. Ég hef reynt að hvetja félagsmenn til að senda greinar og fyrirspurnir til fréttabréfsins okkar, KEA fregnir, en það hefur ekki gengið nógu vel. Þó kemur bréfið að gagni sem upplýsingamiðill, að því er ég bezt veit. Ég lifi að minnsta kosti í þeirri von, að það komi á einhverjum tengslum við félagsmenn. Guðbjartur Össurarson, Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, Höfn í Horna- firði: Ef liægt væri að vanda gerð frétta- bréfa eins og bezt væri á kosið, efast ég ekki um að það mundi bera árangur og bæta tengslin við félagsmenn. Árangur- inn er kominn undir því efni, sem fréttabréfið flytur. Að mínum dómi er ekki nóg, að í því birtist fréttir og ýms- ar staðreyndir um kaupfélagið. Það er mikilvægt, að efnið sé blandað; ekki eingöngu upplýsingar, heldur einnig greinar þjóðlegs eðlis, sögur og frásagn- ir úr héraðinu. Efnið verður að höfða til lesendanna; annars er bréfið ekki lesið — og þá er útgáfa þess gagnslaus. 43

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.