Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 11
sterlingspund, sem leggst við aðildar- gjöld þeirra fyrir 1982. • Svæðaskrifstofur — vatnsfötusöfnun Þrátt fyrir fjárhagsvandann hefur tekist að reka svæðaskrifstofurnar í Nýju Dehli í Indlandi og í Moshi í Tansaníu tneð óbreyttum hætti. Sama máli gegnir um hina nýju skrifstofu ICA í Bing- erville á Fílabeinsströndinni, og hefur verið tryggt íjármagn fyrir starfsemi hennar fyrir allt næsta ár. Svæðaskrif- stofurnar inna eins og kunnugt er af höndum þýðingarmikið starf við Iausn hinna ýmsu verkefna sem ICA fæst við og lúta að eflingu samvinnufélaga í þró- unarlöndunum og aðstoð við fólk þar lil að geta staðið efnahagslega á eigin fó- tum. Xvlegt dæmi um slíka aðstoð er fjár- söfnunin sem fór fram víða um heim, og m.a. hér á lancli, undir kjörorðinu „Kaupið fötu af vatni” ogstefndi að því að safna fé til að kosta vatnsveitufram- kvæmdir í þróunarlöndunum. Það kom fram á fundinum að samtals næmi söfn- unarféð nú 21 7.404 sterlingspundum, og þarafhefði 162.504 pundum þegar verið varið til tiltekinna vatnsveilufram- kvæmda. Af einstökum framkvæmdum í vatns- veitumálunum, sem skýrt var frá á fundinum, ber hæsl aðstoð við tíu sveitaþorp í Perú með um 4.500 íbúa lil að leggja fullnægjandi vatnsveitur til fólksins. Einnig hefur verið unnið að fleiri slíkum framkvæmdum á öðrum stöðum í Perú, og líka í Afganistan, Fil- ippseyjum, Gambíu, Haiti, Honduras, Indlandi, Kenyu, Laos, Sambíu, Sri Lanka, Tansaníu og Thailandi. • Starfsnefndir ICA A miðstjórnarfundinum voru að vanda gefnar rækilegar skýrslur um startsemi allra starfsnefnda og vinnuhópa ICA. Þar af má nefna að landbúnaðarnefndin vinnur ölullega að því að auka verslun á milli samvinnufélaga hvarvetna í heiminum með matvæli og hvers konar landbúnaðarvörur. Bankanefndin hefur m.a. rætt um möguleika á því að fjár- magna framkvæmdir á ferðamannastöð- um í sambandi við fram komnar bug- myndir um að auka þátttöku samvinnu- sambanda í ferðamannaþjónustu víða um heim. Neytendanefndin hefur unnið að skoðun margvíslegra hagsmunamála neytenda, og hún gefur nú út sérstakt tímarit sem fjallar um neytendamál. I'iskveiðanefndin hefur m.a. gengist fyrir fræðslústarfi og margs konar upp- lýsingamiðlun í ýmsum Asíúlöndum. Þá hefur húsabygginganefndin unnið að ýmsum sameiginlegtim hagsmunamál- um byggingasamvinnufélaga um víða veröld. A vegum tryggingamálanefncíar <>g skrifstofu hennar fer fram víðtæk endurtryggingastarfsemi á milli sam- vinnufélaga í mörgum löndum. Arið 1980 tók 41 aðildarfélag frá 26 löndum þátt í skiptum á endurtryggingum á þessum grundvelli, og það ár námu skiptin á iðgjöldum um 18 milljónum sterlingspunda frá meir en 600 endur- tryggingasamningum. Einnig befur á vegum nefndarinnar verið skipulagt leiðbeiningastarf, á þann veg að ýmis reynd tryggingafélög aðstoða við það að koma á fót starfsemi samvinnutrygg- ingafélaga í ýmsum Iöndum sem skemmra eru á veg komin. Þá var gefin skýrsla um starfsemi INT- ERCOOP, sem okkur Islendingum er að góðu kttnn vegna samkaupanna sem sú nefnd stendur fyrir og Sambandið hef- ur tekið virkan þátt í um allmörg undan- farin ár. Þar kom m.a. fram að á síðasta ári seldi Norræna samvinnu- •sambandið (NAE) öðrum aðildarsam- böndum INTERCOOP vörur fyrir um 31 Nýr fram- kvcemda- stjóri ICA Það þykir trúlega sæta einna mestum tíðindum frá þess- um fundi að þar var gengið frá ráðningu nýs manns í stöðu framkvæmdastjóra ICA. Dr. S. K. Saxena frá Indlandi, sem gegnt hef'ur starflnu um all- mörg undanfarin ár, eða frá 1968, lét af því fyrir nokkru og hefur nú horfið til stai fa í Sví- þjóð. í hans stað samþykkti miðst jórnai fundurinn að ráða A. E. Saenger frá Svisslandi. Sa- enger er reyndur samvinnu- maður, og liefur hann gegnt Ijölmörgtim störfum á vegum samvinnufélaga, bæði í lieima- landi sínti ogá alþjóðavettvangi, allt frá árinu 1938. Síðustu árin hefur hann m.a. verið fulllrúi ICA á fundum og hjá stofnun- um Sameinuðu Þjóðanna í Genf, svo og hjá ýmsum öðrum alþjóðastofnutuim þar í borg. Hann tekur við starfinu núna hinn I. október. Eormaður ICA er nú Frakkinn Roger Kerinec, en varafórmenn eru tveir, A.A. Smirnov, for- maður sovéska samvinnusam- bandsins, og Peder Spiland, fyrrv. formaður norska sam- vinnusambandsins NKI.. Að- stoðarf iamkvæmdastjóri ICA erR. P. B. Davies. + Hinn nýi framkvæmdastjóri JCA, A.E. Saenger frá Svisslandi. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.