Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 13
Áfram er leitast við að efla lýðræðið innan samvinnu- hreyfingarinnar ogauka tengslin við félagsmenn. Fjölsóttir svœðafundir á VestfjörÖum Asíðastliðnum vetri var tekin upp sú nýjung í félagsmálastarfi sant- vinnuhreyfmgarinnar aO halda svæðisfundi forystu- manna Sambandsins með fé- lagsmðnnum kaupfélaganna. Afram verður haldið á þessari braut og voru tveir fyrstu fundirnir á þessum vetri haldnir s.l. mánaðamót á Vest- fjörðum. Fyrri fundurinn var á Patreksfirði laugardaginn 29, ágúst með Kaupfélagi Tál k n a fj arðar, Kaupfélagi Vestur-Barðstrendinga og Sláturfélaginu Orlygi. Síðari fundurinn var á Isafirði sunnudaginn 30. ágúst með Kaupfélagi Dýrfirðinga, Kaupfélagi Onfirðinga og Kaupfélagi ísfirðinga. Af hálfu Sambandsins sóttu fundinn Valur Arnþórsson formaður Sambandsstjórnar, Erlendur Einarsson, forstjóri, |ónas R. Jónsson fulltrúi Vest- firðinga í Sambandsstjórn og Guðmundur Guðmundsson fræðslu fulltrúi. í ávarpi sínu á fundunum fjallaði Valur Arnþórsson m.a. um fræðslu- og félagsmála- starf á vegum Sambandsins og kaupfélaganna, en margt hef- ur áunnist á þeim vettvangi á síðustu árum. Erlendur Einarsson flutti á báðum fundunum yfirgrips- mikið erindi um uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar og hlutverk og viðfangsefni Sam- bandsins. Einnig fjallaði hann um fjárhagsstöðu kaupfélag- anna á Vestfjörðum. A fundinum á Patreksfirði flutti Svavar Jóhannsson bankaútibússtjóri erindi um samvinnustarf á Vestfjörðum, en Gunnlaugur Finnsson kaupfélagsstjóri flutti erindi um sama efni á fundinum á Isafirði. Þeir ræddu báðir um þróun samvinnustarfsins og ástæður þess að á Vestfjörðum starfa mörg og smá kaupfélög. Þar sem rekstrargrundvöllur verslunar í dreifbýli er mjög veikur þurfa félögin að skjóta fleiri stoðum undir rekstur- inn, einkum með aukinni þátt- töku í sjávarútvegi. Þeir töldu að svara þyrfti því hvort sameina ætti kaupfélög og stækka félagseiningarnar og eins hvernig auka mætti samvinnu kaupfélaganna á Vestfjörðum. Erindi Svavars er birt á öðrum stað hér í blaðinu. Allmiklar umræður urðu á fundunum og lýstu fundar- menn ánægju með að tii þeirra skyldi vera boðað. Báðir fund- irnir voru fjölsóttir. ^ Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, í ræðustóli á svæðisfundin- um á Isafirði. Frá svæðisfundinum á Patreksfirði: Svavar Júlíusson, kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Vestur-Barðstrendinga, í ræðustóli. Það var fjölmenni á fundinum á í safirði ... og einnig margt um manninn á Patreksfirði 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.