Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 14
Þrír formenn LÍS, talið frá vinstri: Sigurður Þórhallsson (1975—1979) Þórir Páll Guðjónsson, og Pétur Kristjónsson (1979-1981). Starfsmannafélög verði samningsaðilar Landsþing Landssambands ísl. samvinnu- starf'smanna, hið fimmta í röðinni, var hald- ið að Bifröst 5. og 6. sept. Þingið sóttu rúnt- lega 70 manns, fulltrúar frá starfsmannafélögun- um víðs vegar um landið, stjórnarmenn og allmarg- ir gestir. Að vanda gerði þingið allmargar og ýtar- legar ályktanir, en fyrri fundardaginn störfuðu átta umræðuhópar sem sömdu drög að ályktunum þess. Ályktað var um stefnuskrá samvinnuhreyfnígar- innar, launa- og kjaramál, fræðslumál, malefni eftirlaunaþega og lífeyrismál, samskipti á nrilli starfsmannafélaga innbyrðis og við LIS, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað, orlofsmál, erlend samskipli, ferðalögog um fjármál. Eins og kunnugt er hafa samtök samvinnu- starfsmanna ekki hingað lil annast kjarasamninga fyrir þeirra hönd. Þessi mál hafa hins vegar verið talsvert í ttmræðu meðal samvinnustarfsmanna, og gerði þingið eftirfarandi ályktun um þessi mál: ..Þingið vill marka þá framtíðarstefnu að LIS og starfsmannafélög verði samningsaðilar um kaup og kjör við Vinnumálasamband samvinnu félaganna. Skal þessum árangri náð í áföngum eftir því sem möguleikar gefa tilefni til. Efla ber gagnkvæman skilning aðila, en áhersla verði lögð á sérstöðu samvinnustarfsmanna og hún viður- kennd í reynd. Þingið leggur áherslu á að næsta stjórn LIS vinni að þessum inálum af alefli og fái sér til fulltingis þá aðila sem besta þekkingu hafa á öllum hagsmunamálum samvinnustarfsmanna.” Fráfarandi formaður LIS, Pétur Kristjónsson, lét nú af því starfi þar sem hann hefur flutt af landi brott og hafið störf hjá sænska santvinnu- sambandinu. I stað hans var kosittn Þórir Páll Guðjónsson kennari að Bifröst. Núverandi stjórn LIS. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Sig- urðsson, Akureyri; Kristjana Sigurðar- dóttir, Isafirði; Þór- ir Páll Guðjónsson, Bifröst; Ann Mari Hansen, Hafnarfirði og Gunnar Jónsson, Húsavík. Aftari röð f. v.: Gylfi Guðm- arsson, Akureyri; Gunnar Sigurjóns- son, Kópavogi; Eysteinn Sigurðs- son, Reykjavík; Jó- hann B. Steinsson, Kópavogi og Krist- inn Jónsson, Búð- ardal. Séð yfir fundar- sa linn að Bifröst á þingi LIS. 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.