Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 15
Að Álftavatni Broddgular starir. Blælygn vík að mynda bálför í skýjum. Húmið sígur að. Þögnina rýfur kvak. Og kliðan linda kunnugleg heyrist enn á þessum stað. Ákall Hvað varðar þann um vesalings jarðarbörn, um vanda þeirra, harmatölur og þrautir, sem malar stjörnur sundur í svartri kvörn og sendir þær endurskaptar á nýjar brautir? Vér lærðum það ung, að sá teldi hvert höfuðhár sem hnattakerfum stýrir um geiminn auða, heyrði hvert andvarp, sæi hvert sorgartár, en sakir þessa erum vér líka að nauða. A þessum stað, á þessum forna bletti við þúfu mosagráa er hægur sess ferðlúnum gesti, hvíld hjá huldukletti. Og hingað gekk hann til að njóta þess. En þó — en þó er allt með öðrum hætti en áður fyrr. Því jafnvel fuglsins tal er þrálát spurn, og þreyta í vængjaslætti. Og þessar lindir kunnu annað hjal. Broddgular starir. Blælygn vík að sökkva bálfaramyndum. Dimman hnígur að. Sumarið brunnið. Þagnað kvakið klökkva. Kannski er ráð að halda nú af stað? Því bið ég þig, jöfur, að muna nú mig um það (og má ekki skilja þau orð sem dylgjur um gleymsku), að þegar þú sendir mig næst í nýjan stað verði naumara skammtað þar af grimmd og af heimsku. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.