Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 16
Benedikt Gröndal rifjar upp endurminningar frá upphafi sjónvarps Hvernig íslenskt sjónvarp varð til Eg gleymi aldrei fyrsta fundi mín- um í úívarpsráði. Þá hafði ráðið fundaborð í skrifstofuherbergi Helga Hjörvars á efstu hæð Landsíma hússins, og ráðunautar um dagskrá kom- ust ekki fyrir við borðið en fylltu herberg- ið, sem ekki var of stórt. Þarna sátu þjóð- kunnir snillingar eins og Páll Isólfsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Þorsteinn Ö. Step- hensen, Andrés Björnsson auk Helga sjálfs, og svo hinir kjörnu útvarpsráð- smenn við borðið, auk mín þeir Þórarinn Þórarinsson, Björn Th. Björnsson. Sig- urður Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Þessi hópur átti eftir að starfa mikið saman og koma áleiðis mikl- um breytingum á íslensku útvarpi, bæði gamla „gufuradíóinu” eins og Jón Múli kallar það stundum, og svo upphafi sjón- varps. • Fyrsti hálftíminn Ég hafði nokkra reynslu sem útvarps- ntaður og bar tilhlýðiléga virðingu fyrir Fyrsta kvöldið sem sjónvarpað var haustið 1966 var innlendur skcmmtiþáttur ineð Savanna-tríóinu, en það naut mikilla vinsælda á þcim tíma. Hugmyndin um þáttinn Muni og minjar, sem Kristján Eldjárn gerði frægan, var í fyrstu drögum að dagskrá, sem sjónvarpsnefnd- in gerði, Með Kristjáni á myndinni er Hörður Ágústsson listmálari. Framleiðsla íslenskra leikrita hófst mun fyrr en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Fyrsta leikritið var „Jón gamli” eftir Matt- hías Johannessen. Aðalleikendur voru Gísli Alfreðsson og Valur Gíslason. Fyrsta íslenska leikritið, sem gagngert var samið til flutnings í sjónvarpi, var hins vegar „Romm handa Rósalind” eftir Jökul Jakobsson. Aðalleikendur voru Anna Kristín Arngrímsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen. 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.