Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 19
Sjónvarpsnefndin, talið frá vinstri: Vil- hjáintur Þ.Gíslason, Björn Th. Björns- son, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, Benedikt Grön- dal, formaður, Sig- urður Bjarnason, Þórarinn Þórarins- son og Þorsteinn Hannesson. kvæmdir gætu hafist. Var ýmsu hreyft, en niðurstaða varð ekki, þótt fundahöld þessi væru gagnleg ogskýrðu málið. Flutningur sjónvarpsefnis um allt landið, sem stjórnmálamenn settu sem skilyrði fyrir íslensku sjónvarpi, var mikl- ura erfiðleikum háður. Nú gerðust tíðindi á þeim vígstöðvum. Landssíma Islands hafði tekist að koma á þráðlausu síma- sambandi víða um land, meðal annars frá Skálafelli til Norðurlands og Vaðlaheiði austur á land. Sumt af þessu höfðu er- lettdir sérfræðingar talið tæknilega ó- hugsandi en okkar menn höfðu sýnt ann- að. Nú var Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri beðinn að gera nýja áætlun um dreifmgu sjónvarps (sem er tæknilega náskyld þráðlausum síma) og komu nú fram viðráðanlegri hugmyndir en fyrr, sem gerðu allt málið auðveldara. • Undirbúningur hefst Hinn 22. nóvember 1963, viku eftir að Bjarni Benediklsson tók við forsætisráð- herraembætti af Olafi 'I'hors, samþykkti ríkisstjórnin loks að hrinda af stað undir- búningi íslensks sjónvarps. Var skipuð nefnd til að vinna það verk, Benedikt Gröndal fotmaður, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, Sigurður Bjarnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Þórarinn Þórarins- son, Björn Th. Björnsson, og síðar bættist Þorsteinn Hannesson við. Nefnd þessi hóf þegar víðtæka gagna- söfnun og starfaði mikið, sérstaklega á stöðugum hádegistundum. Hún hatði sérfræðinga frá Landsstma Islands sér til ráðuneytis. Tók nefndin saman skýrslu, sem skilað var til ráðherra í mars 1964. Hefur í öllum meginalriðum verið fylgt tillögum þeirrar skýrslu við uppbyggingu sjónvarpsins og gætir áhrifa hennar enn í dag. Fyrsta verk nefndarinnar var að setja upp drög að sjónvarpsdagskrá, sem hugs- anleg væri, svo að meta mætti hvort rétt væri að ráðast í fyrirtækið eða ekki. I þeim fyrstu drögum voru fjölmargir liðir, sem síðar urðu vinsælir þættir, svo sem hug- mynd um þáttinn Muni og minjar, sem Kristján Eldjárn gerði frægan. Svipaðan þátt hafði ég séð í bresku sjónvarpi, er ég var eitt sinn á ferð í London. Sú hefur lielst orðið raunin, að sjón- varpið hefur sprengt af sér stakkinn, og dreifmg þess um landið hefur gengið fljótar en nefndin þorði að vona. Það var til dæmis hugmynd nefndarmanna, að vart þýddi að hugsa um framleiðslu ís- lenskra leikrita fyrsta áratug sjónvarpsins, en það fór á aðra lund eins og kunnugt er. I fyrstu var einnig reiknað með 30 manna starfsliði, sem varð í upphaft 40-50, en það er nú um 125 fyrir utan sameiginlegt starfslið Ríkisútvarpsins fyrir allar deildir þess. Um þessar mundir stóðu yfir mikil póli- tísk átök um sjónvarp Varnarliðsins og komu annars vegar fram hinir kunnu 60 menningar, allt þjóðkunnir áhrifamenn, en hins vegar áskriftir 14.680 manns með ameríska sjónvarpinu. Hefði þetta átt að verða til þess að greiða fyrir viðleilni manna lil að koma á fót íslensku sjónvarpi og hefuref til vill flýtteitthvað fyrir því. • Þingbragði beitt Sjónvarpsskýrslunni var vel tekið af fleslum aðilum, þegar menn höfðu fengið tækifæri lil að kynna sér hana. En þá var tekið að líða að þinglokum, og talið von- laust að afgreiða frá Alþingi sérslök lög ttm íslenskt sjónvarp. Raunar gerðisl þess ekki þörf, því að útvarpslögin dugðu með þeirri túlkun, að sjónvarp væri útvarp. En heimild til að láta aðflutningsgjöld sjón- varpstækja renna til sjónvarpsins var ekki fyrir hendi og hún var óhjákvæmileg. An hennar hafði sjónvarpið ekki fjárhags- grundvöll fyrst um sinn, ef þá nokkurn tíma. Þá fékk ég þá hugmynd, að þetta atriði mætti hengja aftan í frumvarp um toll- skrá, sem var langt komið í meðförum þingsins. Það var þingbragð sem Páll Zóp- hóníasson hafði einu sinni kennt mér, og ofl hefur dugað vel. Þessa hugmynd bar ég undir Gunnar Thoroddsen Ijármála- ráðherra og Gylfa Þ. Gíslason mennta- málaráðherra, og tóku báðir henni vel. Var þetla samþykkt af þinginu og þannig skapaðist fjárhagsgrunnur fyrir fram- kvæmd sjónvarpsins með ákvæði í lögum um tollskrá. Skömmu eftir þinglok tók ríkisstjórnin ákvörðun um að nota allar heimildir og færðist þá málið yfir á fram- kvæmdastig. Það var svo haustið 1966 að útsending- ar sjónvarpsins hófust og lokið var meira en 10 ára aðdraganda, sem var harla ótrú- legur, eins og fram hefur komið í þessari sögu. Þá hófst hin eiginlega saga sjón- varpsins, sem áfram mun halda meðan þessi miðill lifir og eitthvað annað undur tækninnar hefur ekki tekið við af honum. Hver veit hvað gerisl á næstu öld? En þá mun þessi saga þykja næsta fornfáleg, þótt hún hafi verið ævintýraleg barátta fyrir merkri menningarnýjung í augum okkar, sent tókum þátt í henni. ♦ 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.