Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 20
Gunnar Stefánsson bókmenntafræðingur skrifar um Steingrím Thorsteinsson Svofrjáls vertu móðir- Þú, vorgyÖja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til ísalands fannþöktu fjallanna heint að fossttm ogdimmbláum heiðum; égsÉ Itvat í skýjutn þú brunará braut, ó, ber þú mitt Ijóðheim í ættjarðar skaut. Svo frjáls vertu, móðir, sent vindurá vog, sem vötn þín meðstraiimunum þungu, sem bimins þíns bragandi norðljósa log og Ijóðin á skáldanna tungu ogaldrei, aldrei bindi þigbönd, nema bláfjötur ægis við klettótta strönd. Nú et liðið á aðra öld síðan þetta kvæði birtist Islendingum fyrst. Það var árið 1870 og Ijóðið barst þjóðinni frá Kaupinannahtifn eins og fleira gott á nítjándu öld. Alla stund síðan hefut Vor- hvöt Steingríms Thorsteinssonar verið í Uppkast Steingríms að Svanasöng á heiði. hópi helstu ættjarðarljóða vorra og um langt skeið var skáldið meðal fremstu þjóðskálda. Ljóðið er ort á því skeiði sjálf- stæðisbaráttunnar þegar ávaxtanna af starfi Jóns Sigurðssonar er tekið að gæta að marki og ný stjórnarskrá innan seiling- ar. Skáldið var handgengið forsetanum, raunar eitt helsta hirðskáld hans, og í sóknarriti foringjans, Nýjunt félagsritum, leit kvæðið fyrst dagsins ljós. Þetta var á þeirri tíð þegar listir og stjórnmálastarf áttu árekstralausasamleið. Táknræn stað- festing þess varð að eitt af helstu skáldum þjóðarinnar, Hannes Hafstein, skyldi síðar taka við ráðherraembætti fyrstur ís- lendin ga. í vor var liálf önnur öld liðin síðan Steingrímur Thorsteinsson fæddist. A þessu ári er rétt öld síðan fyrsta útgáfa ljóðmælasafns hans kom út. Enn er þess að geta að snemma árs var tveggja alda af- niæli föður hans, Bjarna Thorsteinssonar amtmanns, sem var meðal helstu frömuða þjóðarinnar í stjórnmálum og menntalífi um sína daga. Lengst af embættistíð sinni var Bjarni amtmaður í vesturamti og sal á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þar fæddist sonur hans, Steingrímur, 19. maí 1831. Móðir skáldsins og kona amtmanns var Þórunn Hannesdóttir, Finnssonar bisk- ups í Skálholti. Föðurfrændi Steingríms og um leið stjúpfaðir móður hans var ann- ar biskup, og eftir honum var skáldið heitið: það var Steingrímur Jónsson bisk- up í Laugarnesi. • Tuttuguára útivist Steingrímur Thorsteinsson, eða Bjarnason eins og hann nefndist í æsku, ólsl upp við hin bestu skilyrði í hvívetna. Ætterni hans og uppeldi var með þeim hætti að sjálfgert mátti teljast að liann gengi menntaveg, með því líka að gáfur hans reyndust í betra lagi. Hann nam undir handleiðslu heimiliskennara, og var síðan sendur í Lærða skólann í Reykjavík fimmtán ára gamall og var í hópi fyrstu nemenda þar. Skólavist hans reyndist ekki misfellulaus því að hann varð einn af for- sprökkum uppreisnarinnar gegn Sveinbirni rektor Egilssyni, pereatsins fræga. Hlaut Steingrímur kárínur fyrir og fékk fyrir náð að ljúka stúdentspróft á til- settum tíma. \’ar það vorið 1851, skömmu áður en þjóðfundurinn var haldinn í húsi skólans. Og þetta sama sumar sigldi hann til Kattpmannahafnar og skvldi nema lög- fræði. Þegar hér var kontið sögu var Steingrímur tekinn að fást við skáldskap. Aður en hann hélt utan hafði hann birt nokkur ljóð án höfundarnafns. Þá hafði hann einnig, sem að líkum lætur, kynnst ástinni. og unnusta hans sat heima á Fróni. Sumarið eftir kom hún til Hafnar og slitnaði þá upp úr ástum þetrra, fyrir brigðlyndi hennar, að þ\ í er Steingrímur taldi. Það varð tilefni biturlegra ljóða og annarra angurværra um skilnað elskend- anna. Af fyrra taginu er einna listrænast Nafniðsem svo hefst: 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.