Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 23
Hús Steingríms við Thorvaldsensstræti, til vinstri, þar sem nú er Landssímahúsið. Gluggarnir tveir lengst til vinstri á efri hæð voru á vinnustofu skáldsins. Myndin er tekin 1925. Steingrímur Thorsteinsson áttræður Hann auðgaði íslenskar menntir flestum samtíðarhöfundum meira. úrval seni Hannes gerði af frumortum og þýddum ljóðmælum Steingríms og út kom 1973. Ekki má láta undan falla að geta um kjarnyrðasmíð Steingríms sem hann stundaði af mikilli list, — sú kveðskapar- grein kallast á erlendu máli epígrömm. Sem dæmi má taka In ek og viðkvæmni: Hjarta mittstælist við stríð, þó stenst á hvað vinnst og livað tapasl. Það sem mitt þrek hefur grælt, það hefur viðkvæmnin misst. Ymsar ferskeytlur skáldsins hafa orðið langlífar, ekki síst háð- ogádeiluvísur: Lastaranum líkarei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eiit, þá fordæmir hann skóginn. Eða þessi: Meðoflofi teygðuráeyrum varhann, svo öll við það sannindi rengdust. En ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann: Það voru aðeins eyrun sem lengdust. • Auðgaði íslenskar menntir Þýðingar Steingríms Thorsteinssonar í hundnu máli og lausu voru ekki síðri skerfur til bókmenntanna en hinn frumorti kveðskapur. Auk þess sem fyrr var getið ber að telja Lear konung eftir Shakespeare, ljóð eftir Byron, Goethe og Schiller, svo fáein stórskáld séu nefnd. Ymsar sögur og ævintýri þýddi hann, síð- ast Ævintýri H. C. Andersen sem allir þekkja og komið hafa út ntargsinnis. A efri árum naul Steingrímur almennr- ar hylli og viðurkenningar. Hann lifði mjög reglubundnu lífi, stundaði kennslu, orti og þýddi, en ekki tók hann þátt í opinberri umræðu að öðru leyti, skrifaði til að mynda lítið í blöð og var að því leyti ólíkur ýmsum skáldbræðrum sínum í samtíðinni, svo sem Gröndal og Matthíasi. Axel sonur Steingríms hefur brugðið upp lifandi mynd af heimilishögum föður síns síðustu árin í ritgerð sem nefnist Silfur- hærur og var prentuð í tímaritinu Rökkri, svo og í fimmiu útgáfu ljóðmæla skálds- ins. Steingrímur Thorsteinsson andaðist í Reykjavík 21. ágúst 1913. Hann var kvaddur með viðhöfn, en yngri mönnum duldist ekki að hið látna skáld var af annarri öld og stund hans löngu liðin hjá. Sigurður Guðmundsson síðar skóla- meistari ritaði eflirmælagrein um skáldið (endurbirt í Heiðnum hugvekjum og mannaminnum) og víkur að því að hann hafi „tignað að nokkru aðra guði en yngstu skáld vor og menntamenn. Hann hélt alla ævi tryggð við gamla tímann og þær stefnur sem fastast orkuðu á hann á námsárum hans.“ Hugmyndaheimur sá sem skáldskapur Steingríms er vaxinn af, ídealisminn, þokaði um sel fyrir framsókn raunhyggj- unnar. Þess vegna hlaut skáldið þau örlög að vera um hríð í minni metum haft en verið hafði í samtíðinni, enda er við slíku að búast um þjóðskáld. Við það bættist að menn fóru að setja fyrir sig braglýli í skáldskap hans, og því var líka haltlið fram að hann væri óvíða frumlegur. En Ijóð hans lifðu á vörum þjóðarinnar, og að því stuðlaði hve tónskáld leituðu tíðum lil þeirra í sönglagagerð, auk þess sent Steingrímur hafði kveðið marga söngtexta. Þannig gegndi skáldskapur hans sérstöku hlutverki í skemmtanalífi landsmanna. A efstu árum Steingríms ritaði austur- rískur fræðimaður, ). C. Poestion að nafni, bók um skáldið. í heiti bókarinnar er Steingrímur auðkenndur svo að hann sé Kulturbringer, þ.e. menntamiðlandi. Vel hæfir skáldinu sú einkunn. Hann auð- gaði íslenskar menntir flestum samtíðar- höfundum meira. Á öllum þeim sviðum bókmennta þar sem hann lét til sín taka liggja eftir hann sígild verk: í kveðskap af ýmsu tagi, þýðingum í bundnu máli og lausu. Steingrímur Thorsteinsson var einn aí helstu fröfnuðum nýrrar vakning- ar með þjóðinni á þeirri öld sem eldar bjartsýninnar voru enn ófölskvaðir í Norðurálfu. Islensk þjóðmenning á slík- um manni margtaðþakka. ♦ 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.