Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 25
I • Við kaupum með augunum Sama máli gegnir um eldavélar. Stöðugt eru að koma á markað elda- vélar með fullkomnari útbúnaði. Sjálfhreinsandi bakaraofnar, hellur sem kveikja og slökkva á sér á tilsett- um tíma og þar frant eftir götunum. Slíkar nýjungar geta að sjálfsögðu í mörgum tilvikum verið til góðs, það var t.d. til mikils hagræðis þegar farið var að framleiða bakaraofna með sjálf- virktim hilastilli. En það hefur hins- vegar komið í ljós, að fáir notfæra sér að verulegu leyti klukkurofa sem kveikja og slökkva sjálfkrafa á elda- vélahellum ogofnum. Þegar könnún um endingu heimil- istækja var gerð hér á landi var ein niöurstaðan sú, að íslenskir neytend- ur leggja mikið kapp á að eignast eldavél með fjölbreyttum útbúnaði. Hjá þeim sem skipt höfðu um elda- vél var ástæðan fyrir skiptunum í 42% tilvika sú að þá langaði í nýja vél með nýtískulegum útbúnaði. Framleiðendur gera sér að sjálf- sögðu grein fyrir að kaupendur eru yfirleitt ekki svo tæknifróðir að þeir geti dæmt um gæði vélarinnar með því að skoða hana. Sá sem þarf að selja framleiðslu sína verður miklu fremur að leggja kapp á að láta vél sína líta vel út. Við neytendur kaupum með augunum ef svo mætli segja. Við reynurn að skoða þann hlut sem við erum að kaupa en við höfum í raun og veru sjaldan tæki- færi til að gera okkur grein fyrir gæðum og notagildi með öðru móti. Að vísu fylgja mörgum vörum hald- góðar vörulýsingar, en því miður notfærum við neytendur okkur ekki alltaf slíkan fróðleik sem skyldi. Svo mikið er orðið lagt upp úr út- iiti véla, að nú eru þær framleiddar í mismunandi litum. Allt er gert fyrir augað af hálfu framleiðenda. Neytendur virðast með glöðu geði greiða um 500 kr. meira fyrir tæki með fallegu yfirborði í karrýgulum eða avocadogrænum lit eins og sagt er í auglýsingum, en fyrir tæki með hvítum lit, jafnvel þótt notagildið og gæði tækjanna hljóli að vera það sama. Vissulega er alltaf gaman að vinna í fallegu og litríku eldhúsi. En unnt er að koma sér því upp án mikils aukakostnaðar með því að velja sér litrík gluggatjöld, veggfóður, flísar og fallega málningu. A það skal einn- ig bent að á tímum örra framfara getur það varla verið öruggt að unnt sé að kaupa ný tæki í réttum litarblæ- brigðum til samræmis við önnur tæki í eldhúsinu, þegar að því kemur eftir 10 eða 15 ár að endurnýja þurfi eitthvert tækið. • 220 tímar í uppþvottinn Þegar fest eru kaup á hrærivél þarf einnig að íhuga vandlega þarf- irnar. Hrærivél með alls konar fylgi- hlutum getur kostað rúmlej^a 5000 kr., en lítill handþeytari kostar innan við 500 kr. Kaupin verða að fara eftir því hve matreiðslustörfin eru umfangsmikil á heimilinu. Þar sem fátt er í heimili og lítið bakað getur lítill handþeytari verið hagkvæmasta fjárfestingin. En þar sem margt er í heimili og þar sem mikið er lagt upp úr að matreiða sem mest heima er það að sjálfsögðu góð fjárfesling að eiga hrærivél sem get- ur leysl af hendi ýntiss konar störf. A markaðnum eru einnig til alls konar önnur tæki sem ætluð eru til þess að auðvelda mönnum mat- reiðslustörfin ogspara þeim Líma. Vél- ar til að saxa, rífa, blanda, ptessa o. fl. eru á boðstólum, en því miður er slík fjárfesting ekki ætíð sérlega hagkvæm. Stundum kemur í ljós, að sá tími, sem sparast við að láta vélina vinna verkið fer í að setja hana saman fyrir notkun og hreinsa eftir notkun. Þegar matreiðslunni er lokið og búið er að borða þann mat sem lag- aður var, er eftir að þvo öll áhöldjn. Fæstum þykir skemmtilegt að vinna það verk. Margir hafa því áhuga á að fá sér uppþvottavél. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Statens Husholdningsrád í Danmörku notar fimm manna fjölskylda 132 stykki af borðbúnaði, eldhúsáhöldum o.þ.h. á dag. Tíminn sem fer í að þvo það alll upp er 220 klst. á ári. Sé uppþvottavél notuð má komast af með 120 klst. á ári til þess að ganga frá uppþvotlinum. Fer þá helmingur tímans í að þvo upp pottana o. fi. sem ekki er látið í upp- þvottavélina. Hinar 60 klukkustund- irnar fara svo í að láta borðbúnaðinn og áhöldin í uppþvottavélina og tæma hana. Er því unnt að spara nokkurn tíma nteð því að eiga uppþvottavél. En uppþvotlavél kostar 8000—15.000 kr. ogeyðir um 1—2 kwh í hvert skipti sem hún er sett í gang. íslenskir neytendur verða að venja sig á að meta notagildi tækja og áhalda og gera sér grein fyrir raun- verulegum þörfum. Einnig verða neytendur að gera sér grein fyrir að það sem er nýtt er ekki ætíð best. Hér á landi eru tæki og áhöld til heimilisreksturs að mestu leyti inn- fluttur varningur. Ef allir höguðu tækja- og áhaldakaupum sínum skynsamlega, væri unnt að spara mikinn gjaldeyri og einstaklingar gætu sparað sér stórfé. ^ íslenskir neytenclur verða að venja sig á að meta notagildi tækja og áhalda og gera sér grein fyrir raun- verulegum þörfum.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.