Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 29
un eða skjótast í leðurverzlun. Hann hélt alltaf á gömlu pappatöskunni sinni í hendinni. Við átum á hálfdimmum stað þar sem sátu eintómir karlmenn. Hann þóttist \ era búinn að gleyma skókaupun- um svo að á endanum varð ég að minna hann á þau. — Skórnir? En hann hafði viljandi geymt sér það erindi þangað til síðast. Við beindum för okkar inn í Gamla bæinn og fórum að leita uppi skóbúðina, sem skógarvörðurinn hafði látið sem bezt af. Eg hafði skrifað hjá mér götunafnið og númerið svo að engin hætta væri á því að við villturrist. Enginn þurfti að efast um að þetta var stór og ósvikin skóbúð og þar að auki fín. Skiltin yfir öllum gluggunum voru úr gleri og með gylltum stöfum. Allir gluggarvoru fulliraf skóm at öllum hugs- anlegum gerðum. Þeim var komið fyrir á glerstoðum, þar sem aðeins var einn skór á hverri. Það voru engir verðmiðar á skónum. I búðunum voru annars oftast nær verðmiðar svo að unnt var að átla sig á því h vað eitt og annað kostaði. — I tlýtur það ekki að vera þessi búð, sem Karlsson skógarvörður var að tala um? sagði faðir minn, og við gengum inn hlaðnir pinklunum okkar og með brúnu handtöskuna. Innan dyra var svo fínt, að við þekktum ekki einu sinni sjálfa okkur. Þar voru speglar, sem náðu alveg niður undir gólf og stólar með rauðu áklæði sem ef lil vill hefur verið flos. Það voru skemlar framan við stólana, með áklæði í sama lit og þeir. Loftið var úr gleri og rúðurnar stórar með skóverksmiðjunöfnum á. Innan um speglana í gylltu römmunum var svart- klætt afgreiðslufólk og heldri viðskipta- vinir á ferð í einhvers konar röð eða rað- leysu sem ógjörningur var að bolna nokk- uð í. Elest voru þetta konur. Konurnar sem verið var að afgreiða teygðu fram granna og fína fætur sína klædda silkisokkum í áttina til af- greiðslustúlknanna. Allir fætur voru með Þessi fríða, vingjarnlega afgreiðslustúlka settist á skemilinn fyrir framan pabba og skipaði honum að rétta fram fótinn. (Teikning: Árni Elfar) háa rist og hvelfda il. Eigendurnir voru angandi af ilmvatni. Ég hafði aldrei á ævi minni séð svona margt fallegl fólk sam- ankomið á einum og sama stað. Skrýfðar og skartbúnar afgreiðslustúlkurnar tróðu fagu-rmótuðum fótum viðskiptavinanna í hina fegurstu skó en samt sem áður hættu þeir við að kaupa hvert parið eftir annað. Þeir stigu til reynslu í fæturna á nýju skónum á litlu teppi, en allt í einu sögðu þeir samt nei. Aldrei virtust þeir geta orð- ið ánægðir. Samt misstu afgreiðslustúlk- urnar ekki þolinmæðina heldur héldu áf ram að tína fram nýjar og nýjar tegund- ir af skóm, sem virtust vera svo fíngerðir, að það var óskiljanlegt að nokkur maður skyldi þora að ganga um gólf í þeim, hvað þá meira. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.