Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 37
nn kaupmannaverzlun á Patreks- firði og vegna mikillar fjárkreppu eftirstríðsáranna fyrri. Augljóst er, að þetta félag hafði aldrei úr miklu að spila og varð að byggja allt á samheldni og dugnaði félags- mannanna. Þó svona færi fyrir þessu fyrsta kaupfélagi á svæðinu, létu íbúar Rauðasandshrepps ekki deigan síga, heldur stofnuðu enn félag um sam- vinnuverzlun, Kaupfélag Raiiðasands og enn með að- setri á Eyrum. Þetta nýja kaupfélag opnaði þar sölubúð. Stóð svo tram til 1933. Þá var verzlunin flutt heint í Rauðasandshrepp og staðsett að Hvalskeri. Aðsetur kaupfélagsins var svo þar, þar til það sameinaðist Kaupfélagi Vestur-Barðstrendinga á s.l. ári. Sérstakt samvinnufélag, Sláturfélágið Örlygur, \ar stofnað af mönnum í Orlygs- höfn og útvíkum Rauðasands- ln epps, með aðsetri að Gjögr- um í Orlygshöfn. Á þeim tíma byggðist þessi skipting verzlunarsvæðanna í Rauðasandshreppi fyrst og fremst á mjög erfiðum sam- göngum innan hreppsfélags- ins. Sjórinn var útvíkna- mönnum brunnur bjargræðis og samgönguleið milli byggð- arlaga. Slálurfélagið Örlygur starf- arenn, en í undirbúningi erað félagið sameinist Kaupfélagi Véstur-Barðstrendinga. A þessum árum kaupfélag- anna voru íbúar Barðastrand- arhrepps mjög einangraðir. Þaðan var torleiði til annarra byggðarlaga. Vegir voru slæmir: yfir erfið fjöll að fara ogófærð oft mikil á vetrum. Barðstrendingar höfðu löngum haftverzlunsína mesta við Flatey á Breiðafirði og voru félagar í kaupfélaginu þar, eftir að það var stofnað. Þeii' verzluðu þó alltaf nokkuð við Patreksfjörð. Oft var erfill að sækja verzl- un til Flateyjar um slæma sjó- leið. Eg lel vafalaust, að verzl- u n a raðs taða B a rðs tren d i nga hafi verið erfiðust á sunnan- verðum Vestfjörðum. Þeim opnaðist því nýr heimur, ef svo mætti að orði komást , þegar þeir fengu ak- vegasamband við Patreks- fjörð. Eftir það stofnuðu Barð- strendingar fijótlega deild í Kaupfélagi Patreksfjarðar og verzlun og viðskipti þeirra fluttistá Patreksfjörð. Þetta varð lil þess að upp- bygging efldist í Barða- strandarhreppi á áratugunum 1950 til 1960 og vakti bjartsýni og framfarahug. Hallað hafði mjög undan fæti hjá Kaupfélagi Flateyjar um þetta leyti. Kom þar margt til. Minnkandi búseta í Breiða- fjarðareyjum og minnkandi verzlun við landhreppana, Barðastrandahrepp í Vestur- Barðastrandarsýslu og Múla- hrepp og Gufudalshrepp í Austur-Barðastrandarsýslu. Ibúar þessara hreppa beindu verzlun sinni bæði lil Patreks- fjarðar og Króksfjarðarness ef lir að akvegasamband komst á um þessar byggðir. Samvinnuverzlunin í Flatey var því í hættu ogerfilt um vik. Horfið var að því ráði að kaup- félag Patreksfjarðar ræki þar verzlun, sem það gerði um tíma. Því varð þó fljótlega að hætta vegna tapreksturs. Kaupfélag Króksfjarðar mun vera elzta samvinnufé- lagið á sunnanverðum Vest- fjörðum. Þetta kaupfélag hefir ætíð rekið gróskumikið sam- vinnustarf um alla Austur- Barðastrandarsýslu. • Aðeins fyrir „fólkið” Á Patreksfirði hefir, frá því að ég man fyrst eftir, verið all stór kjarni samvinnumanna, sem af hugsjón studdi þá stefnu. Eg var svo heppinn að fá að alast upp og þroskast í hópi þessara ágæLu félags- hyggjumanna. Þessir menn höfðu haft verzlun sína við Kaupfélag Rauðasands, þar til það flulti starfsemi sína að Hvalskeri 1933. Þeir fóru þá fijótlega að huga að því, að stofna til sam- vinnuverzlunar á Patreksfirði. Aðstæður allar voru þó mjög erflðar. Má segja að alli hafi skort til þess, að hægt væri að hrinda þessu ináli í fram- kvæmd: fjármagn, aðstöðu og reynslu. Á staðnum ríkti einokunar- aðstaða kaupmannsins og úi- gerðarmannsins, sem var ein og sama persónan. Hann átti allar lóðir og lendur og þoldi engum að aðhafast neitt á sínu áraluga gamla yfirráðasvæði. Mér er nær að halda, að óvíða hafi félagshyggjumenn og harðsnúnir einstaklings- 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.