Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 39
Sláturfélagið Örlygur á Gjögrum Kaupfélag Patreksfjarðar á Patreksfirði Heildai hlutafé í fyrir- tækinu var upphaflega kr. 30.000.- (hér er mælt í göml- um krónum). Hraðfrystihús Patreksfjarð- ar h.f. er í raun dótturfyrir- tæki kaupfélagsins og hefir ætíð starfað í nánu sambandi við það. Um 1950 höfðu Vatneyrar- fyrirtækin lenl í fjárhags- legum erfiðleikum og margs- konar vanda. Samfara því skapaðist á staðnum hálfgert neyðarástand, þegar útgerð togaranna var hælt. Fólk flult- isl burt og leitaði sér atvinnu annars staðar. Á sama tíma efldi Hrað- frystihús Patreksfjarðar h.f. rekstur sinn og umsvif. Áður en varði var félagið orðið sá aðili, sem aðallega hélt uppi atvinnu á staðnum. Á áratugnum næstum á eftir og allt fram á miðjan sjöunda áratuginn, jók fyrirtækið mjög umsvif sín og rekstur. hað var þá í forustu þeirra, sem stunduðu útgerð með línu og net á vetrarvertíð á djúpmið- um úti fyrir Vestfjörðum og á Breiðafirði. Fullyrða má, að þá hafi orð- ið þáltaskil í atvinnulífinu á Patreksfirði. Hagsæld manna jókst. Brottflutningur fólks sloðvað- isl og margt ungt fólk, sem flutzt hafði burt af staðnum, kom aflur lil baka. Bygging íbúðarhúsa, sem legið hafði niðri um árabil, hófst. Byggt var á skömmum tíma nýtt hverfi einbýlishúsa. Allt bendir til þess, að í dag sé sama sagan að endurtaka sig. Fyrirtækið hefir nú nýlega tekið í notkun nýtt og afar full- komið hraðfrystihús við höfnina á Palreksfirði. Hráefni lil jtess heftr verið tryggt með kaupum á skuttog- aranum Sigureyju frá Siglu- firði, sem afhenda á 1. nó- vember 1981. Ka u p fé lag Vestur-Barð- strendinga er nú lang stærsti hluthafi í fyrirtækinu og hefir orðið það með stuðningi Sam- bands ísl. satnvinnufélaga, sem enn hefir gegnt ljósmóð- urstörfum við endurreisn þess. Samvinnumenn mega vera stoltir af þessu framtaki, sem frá upphafi hefir hvílt á þeirra herðum. Stolt þeirra á þó að vera mest yftr því, að draumur frumherjanna hefur rætzt. • Kaupfélög í Barðastranda sýslu Á aðalfundi Pöntunarfélags verkamanna 1940 voru fé- laginu sett ný lög og því breylt í kaupfélag. Það hlaut nafnið Kaupfélag Palreksfjarðar og hét svo þar lil eflir aðalfund 1980, að nafninu var breytt í Kaupfélag Vestur-Barð- strendinga. Á sama tíina sem kaupfé- lögin við Patreksfjörð voru að þróast, var slarfandi kaupfé- lag í 'fálknafirði, Kaupfélag I alknafjarðar. Það var aðal forsjá íbúanna þar undir öruggri stjórn hins kunna samvinnumanns Guðmundar S. Jónssonar, bónda að Sveinseyri og síðar Alberts sonar hans. Kaupfélagið stóð að byggingu hraðfrystihúss í 1 alknafirði og hafði áður lagt fram hlutafé til Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar h.f. I Fálknafirði hefir margt gerzt síðustu árin, sent veiki hefur stöðu kaupfélagsins þar. Það er ekki lengur sá afl- gjafi, sem það áður var í atvinnulífi og uppbyggingu í hreppnum. Aði ir aðilar hafa nú rekstur hraðfrystihússins og útgerðar- innar í firðinum með hönd- um. I Ketildalahreppi starfaði lengi Samvinnufélag Dala- hrepps, með aðseli i að Bakka í' Bakkadal. Það var stofnað 1 1. marz 1931. Á fyrstu árum þessarar aldar var mjög blómlegt mannlíf í Ketildalahreppi. Með búskapnum stunduðu menn þar mikiðsjómennsku. Utræði var víða frá Dala- byggðinni, enda fengsælt mjög í Arnarfirði á jreim árum. Þegar afli minnkaði og hvarf síðan af grunnmiðum, þrengdist hagur manna jtar mikið. Fækkaði því nyjög í hreppnum þegar kom fram yfir miðjan fjórða Lug þessarar aldar. Svo var komið um 1960, að I il landauðnar horfði. Samvinnufélag Dalahrepps var sameinað Kaupfélagi Arn- firðinga 1 l.desember 1943. Fyrsta sam vin n u félagið, sem starfaði á Bíldudal var Pöntunarfélag Suðurfjarðar- hrepps, sem stofnað var á Bíldudal 1 1. ágúst 1938. Þessu félagi var síðan breytt í kaup- félag þann 27. apríl 1941, sem 39

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.