Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 42
Samvinnu- starf á sunnanverðum Vest- fjörðum Vafalaúst væri liægt að spara mikinn kostnað við rekstur samlagsins el hann væri gerður fiá skrifstofu kaupféiagsins. Þá kem ég að síðasta fyrir- tækinu, sem ég nefni hér, Samvinnubankanum. Samvinnubanki Islands h.f. setti á stofn úiibú á Palreks- fitði 10. júní 1964. Stofnféð var innlánsdeild Kaupfélags l’atreksfjarðar, um þrjár milljónir króna. Fját - hæðin var yfirtekin á skulda- bréfum. Seinna voru innláns- deildir Kaupfélags Arn- firðinga og Kaupfélags Tálknafjarðar yfirteknar á sama hátl og innlánsdeild Kaupfélags Króksfjarðar, þegar umboðsskrifstofa í tengslum við Patreksfjarðar- úlibúið var sell upp í Króks- fjarðarnesi. Einhvern veginn fannst mér í fyrstu, að ekki væri vænzt mikils af þessu útibúi, enda fátt fólk á viðskiptasvæðinu, um 2000 manns. Þar voru þeg- ar fyrir tvær peningastofnan- ir. Utibúið hefir þó þróazt all- vel. Það hefir nú starfað í rúm 17 ár og verið ómetanlegur bakhjarl samvinnustarfs og TIL NÝRRA STARFA Gunnar Jónasson, sölufull- trúi í Sjávarafurðadeild Sam- bandsins, hefur tekið við starfi hjá Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjun- um og mun annast móttöku og dreifingu á fiski og fylgjast með birgðum þar vestra og hér heima. Gunnar er fæddur í Vík í Mýrdal hinn 3. inars 1942. Foreldrar hans eru Lára Gunnarsdóttir og Jónas Jó- hannesson. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1963 og hefur unnið hjá sam- vinnuhreyfingunni síðan: í Samvinnubankanum, á Lund- únaskrifstofu, hjá Innflutn- ingsdeild og Véladeild og Sjá- varafurðadeild frá 1976. Kona Gunnars er Elín Tómas- dóttirogeigaþauþrjú börn. Frá og með 1. nóvember sl. var Snorri Egilsson ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri innfiutningsdeildar Sam- bandsins í stað Sigurðar Gils Björgvinssonar, sem hverfur til annarra starfa á aðalskrif- stofu Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Snorri Egilsson er fæddur í Reykjavík 30. okt- óber 1944. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1966, starfaði hjá Kaupfélagi Snæ- fellinga á árinu 1967, réðst þá til Loftleiða hf., síðan Flug- leiða og starfaði þar til 1976. Starfaði síðan við sjálfstæðan atvinnurekstur þar til í mars 1978 er hann réðst til Sam- vinnuferða-Landsýnar sem skrifstofustjóri og starfaði þar til 15. sept. 1980 er hann var ráðinn skrifstofustjóri Innflutningsdeildar. Sigurður Friðriksson hefur verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Iðnaðar- deild Sambandsins á Akureyri og mun fara með fjárinál og áætlanagerð. Sig- urður er fæddur 4. janúar 1945. Foreldrar hans eru Fanney Kristjánsdóttir og Friðrik G. Jónsson. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1971 og hef- ur unnið síðan hjá Hagdeild Landsbanka íslands. Sigurð- ur er kvæntur Unni Færseth ogeigaþauþrjú börn. uppbyggingar í héraðinu. Innstæður í útibúinu eru í dag 22.4 milljónir nýkróna. Það er þriðja stærsla útibú Samvinnubankans ulan Reykjavíkur. Utibúið rekur umboðsskrif- stofu fyrir Samvinnutrygg- ingar og Andvöku. Þessi starfsemi er til mikilla þæginda fyrir viðskiptavini tryggingarfélaganna. Samvinnutryggingar hafa opna skrifstofu allt árið hæði á Bíldudal og á Tálknafirði; á Bíldudal einu sinni í viku og á Tálknafirði tvisvar í \ iku. Þess- um skrifstofum er þjónað frá aðalskrifstofunni á Patreks- firði. Viðskipti við bankann fara jafnframt fram á þessum skrifstofum. Umboðsskrifstofan í Króks- fjarðarnesi hefur nú einnig samskonar starfsemi fyrir Samvinnutryggingar og Andvöku. Innstæður bankans sam- anstanda að lang mestu leyti af sparifé almennings. Sýnir það óneitanlega góðan hug til hans. Ymislegt mætti segja um bankastarfsemina í Vestur- Barðastrandarsýslu, en ég læt hérstaðar numið. • Mannfæð og dreifðar byggðir Eg sný mér þá aftur að kaupfélögunum. Þau hafa að- allega fengist við verzlunar- málin og ýmsar þjónustu- greinar. Sú krafa er eðlilega gerð til þeirra, að þau skili þessum verkefnum sómasam- lega. Það hafa þau gert mjög víða um landið, en við aðrar aðstæður en hér eru á Vest- fjörðum, enda skortir mikið á að þar séu þessi mál í lagi. Aðallega er það þrennt, sem gerir slarfsemi kaupfélaganna mjögerfitt fyrir: ■ Dreifðar byggðir, sem víða hafa enn ófullnægjándi samgöngur. ■ Mannfæð á verzlunar- svæðinu. ■ Fjárskortur til rekstrar og meiriháttar framkvæmda og röng verðlagsákvæði samfara mikilli verðbólgu. 42

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.