Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 44
Samvinnu- starf á sunnanverðum Vest- fjörðum Ef viðhalda á byggð á Vestfjörðum, sem vafalaust er þjóðar- hagur, verður að búa svo að íhúunum, að þeir hafi lífskjör á við aðra landsmenn. þátt í atvinnuuppbyggingunni í Ijórðungnum, bæði við sjó og ísveil. Astæða er lil að þessi athug- un verði falin hlutlausum aðila, með sérþekkingu í mál- efnum dreifbýlisins. Fjárskortur hefur frá byrj- un háð öllum kaupfélögunum á Vestfjörðum. A þessu hefur þó meira borið og meira á það reynt á síðustu árunt, á dögum velmegu nar og velsældar. Kaupfélögin hafa haft mjög lítinn aðgang að lánastofnun- um lil eigin uppbyggingar heima í héraði. Þetta hefir þó nokkuð breytzt síðustu árin, með tilkomu Samvinnubanka Is- lands h.f. og þeirri byggða- stefnu, sem rekin hefur verið undanfarin ár. Afl kaupfélaganna lil þess að standa undir fjárfestingum dýrrar uppbyggingar hefur verið það lílið, að af fram- kvæmdum hefir ekki orðið. Vestfirðingar eru því langt á eftir í þjónustu við almenning, ekki sízt í verzlun. Þetla vekur athygli þeirra sem ferðast um landið. Hvergi í fjórðungnum er til nýtt verzlunarhús, sem full- nægir kröfum tímans, nema e.t.v. íTálknafirði. Allt verður þetta til þess að veikja búsetu í fjórðungnum. Ef viðhalda á byggð á Vest- fjörðum, sem vafalaust er þjóðarhagur, verður að búa svo að íbúunum, að þeir hafi lífskjör á við aðra landsmenn. Fiskveiðar og fiskverkun í fjórðungnum er afgerandi þjóðarnauðsyn. Vestfjarðamiöin eru á við gullnámur og olíulyndir og þau verða bezt og ódýrast nýtt frá vestfirzkum byggðum. Því er það, að þeir sem í stríðinu standa og búa á mörk- um hins byggilega heims, eins og svo oft er svo „spaklega sagt”, verða að fá nokkra um- bun starfa sinna. Engin goðgá er að láta sér detla í hug, að byggðastefnan yrði lálin ná lil þess að styrkja byggingu ýmissa þjónustu- mannvirkja, svo sem verzl- unarhúsa o. fk á Vestfjörðum og öðrum dreifbýlisstöðum, sem svipað er ástatt um. Framkvæmdastofnun ríkis- ins mun hafa fengið enskan sérfræðing lil þess að gera út- tekt á stöðu verzlunar á Vest- fjörðum fyrir nokkrum árum. Um þetta mál hefur lítið heyrzt síðan úr þeim herbúð- um. Röng verðlagsákvæði, samhliða mikilli verðbólgu, hafa valdið miklum erfið- leikum hjá dreifbýlisverzlun- inni. Þessi vandi er mestur hjá minnstu og afskekktustu kaupfélögunum. Þessu verður að breyta. Það er misskilning- ur að þrengja svo að þessum fyrirtækjum, að þau geti ekki veitt lágmarks þjónustu. Það stríðir á móti vilja fólksins. Finna verður leið lil leiðrétt- ingar án þess að það valdi hækkuðu vöruverði. • Sameining samvinnu- manna Þetta er nú þegar orðið of langt. Mig langar samt til þess að lokum að ræða málefni kaupfélaganna í Vestur-Barð- astrandarsýslu. Ibúar sýslunnar eru rúm- lega 2000 manns. Þar af býr röskur hehningur á Patreks- firði. A svæðinu hafa starfað fimm kaupfélög og sex fram til 1950. Forustumenn kaupfélag- anna hafa löngu gert sér grein fyrir því, að þessar smáu ein- ingar voru komnar úr sambandi við þróun síðustu áratuga. Nauðsynleg væri samvinna þeirra allra til þess að vinna að lausn sameigin- legra vandamála. Lengi vel hefir þó verið erf- iu um vik. Einangrun, ein- staklingshyggja og rígur milli byggðarlaga var erfiðast við að fást. Eftir því sem árin hafa liðið og samskifti orðið meiri, hafa menn náð betur saman og ýmsum misskilningi hefur ver- iðeytt. A árinu 1970 var gerð alvar- leg tilraun til þess að sameina kaupfélögin á svæðinu um lausn vandamálanna og tengja þau nánari samstarfsböndum. Þann 28. október það ár var haldinn fundur í Tálknafirði um þessi mál. Fundinn sátu fulltrúar frá þremur stærstu kaupfélögun- um: Kaupfélagi Tálknafjarð- ar, Patreksfjarðar og Arn- firðinga. Málin voru mjög ítarlega rædd á þessum fundi og urðu menn sammála um lausn þeirra í höfuðdráttum. Samþykkt var mjög stefnu- mótandi ályktun á fundinum. Deilt var þó um ýmis atriði, svo sem staðsetningu á sam- eiginlegri vöruskemmu, byggingu sláturhúss o. fl. Hrepparígur og ímyndaðir hagsmunir einstakra kaupfél- aga og byggðarlaga mun hafa valdið þessum deilum. Málið dagaði því uppi hjá stjórnum kaupfélaganna. Ef það hefði náð fram að ganga á þeim líma, er ekki víst, að eins hefði farið fyrir Kaup- félagi Arnfirðinga og raun varð á, tveimur árum síðar. Það vill oft fara svo, að á vandamálunum er ekki tekið í tíma. Kaupfélögin héldu því áfram að hokra hvert á sínu svæði með alla þjónustu í lág- marki. Hugsunin um aukið sam- starf og raunhæfa lausn mála, í takt við tímanna þróun, bjó þó alltaf með forustumönnum kaupfélaganna. Arangurinn er það, sem nú heftr gerzt og er að gerast í sameiningarmálum kaupfé- laganna. Einn hlekk vantar þó enn í keðjuna, Kaupfélag Tálkna- fjarðar. Hjá því eru ýmis vandantál uppi. Þau ntál verð- ur að athuga rækilega. Æskilegt væri, að þetta kaupfélag gæti einnig sam- einast Kaupfélagi Vestur- Barðstrendinga sem fyrst, þannig að allir samvinnumenn störfuðu saman á verzlunar- svæðinu. Það er viðurkennt með þess- um sameiningum kaupfélag- anna, að á Patreksfirði eigi höfuðstöðvarnar að vera. I rauninni var aldrei neinn vafi á því, að svo skyldi \'era. Patr- eksfjörður er lang stærsti þétt- býlisstaðurinn á suntianverð- um Vestfjörðum. A hann er bent í Vestfjarðaáætlun, sent byggðakjarna fyrir þetta svæði. Þar eru nú þegar aðal þjónustustöðvarnar fyrir hér- aðið. Staðurinn er tengdur öll- um helztu samgönguleiðunt. Allir möguleikar eru fyrir hendi til þess að hann geti vax- ið og þróazt, ef rétt verður á haldið. Hvernig er þá Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga undir það búið að taka við forustu- hlutverki sínu? Því er vandsvarað. Við skulum vona, að með sameiningu samvinnumanna á verzlunarsvæðinu aukist 44

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.