Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 74

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 74
Með skáldsögu sem ferðahand- bók Landbúnaðurinn stendur föstum rótum í Vermlandi, og mun svo vafalaust verða lengi. kvenna, sem þar hefur fasta atvinnu. Ég mun aðeins geta hér einnar þessar- ar verksmiðju sem lítið dæmi um þennan stórfenglega iðnað Vermlands. í Árnesi, þar sem Norselfa fellur í Væni, hefur verið reist mikil verk- smiðja, sem framleiðir reyonull úr timbri, en það er mjög vinsælt efni og eftirsótt til fatnaðar. Árið 1958 voru framleiddar þar nítján þúsund lestir af rayonull úr trjámauki, og mun fram- leiðslan hafa farið vaxandi síðan. Talið er, að einn grenitrjástofn, sem er 40 cm. í þvermál og tíu metra langur gefi tuttugu kíló af rayonull, en það nægir í alfatnað á a. m. k. fimm menn. Þrjátíu og átta þjóðir eru nú viðskiptavinir þessa vermlenska fyrir- tækis. Eins og nærri má geta vinnur fjöldi manns við að gróðursetja skóg á vorin og sumrin á þeim svæðum, sem höggv- in hafa verið, - fylla í hin opnu skörð. Eru þau störf öll unnin undir stjórn og eftirliti sérfróðra manna. Annar iðnaður en sá, sem tengdur er skóginum, er einkum málmiðnað- ur. Miklar málmnámur eru í Verm- landi, einkum í nágrenni borganna Karlskóga og Filipstaðar, Um árabil framleiddi Vermland meira af járni en nokkurt annað hérað í Svíþjóð, en þá voru þar margar en tiltölulega litlar járnvinnslustöðvar. Mikill hluti af þessu járni var selt til Englands, þar sem Englendingar gátu þá ekki fram- leitt eins mikið og þeir þurftu. En svo voru fundnar upp nýjar og miklu stórvirkari aðferðir við járnvinnslu og urðu þá Vermlendingar undir í sam- keppninni með sínar litlu og úreltu j árnvinnslustöðvar. Um þetta leyti fóru líka augu manna að opnast fyrir hinum miklu verðmæt- um skógarins, og fleiri og fleiri fengu atvinnu við skógarhögg og skógariðn- að. Það fór því svo, að hinar mörgu og litlu málmvinnslustöðvar Vermlands lögðust niður með öllu. Var okkur tjáð, að nú væru aðeins átta málm- vinnslustöðvar í Vermlandi. En að sjálfsögðu eru þær nú reknar með nýtísku hætti, og sumar þeirra fram- leiða vörur, sem kunnar eru um allan heim. • Akuyrkja og kvikfjárrækt Eins og mörgum er vafalaust kunnugt, eru sænskar iðnaðarvörur með því allra besta, sem til er á heimsmarkað- inum. Og Vermlendingar láta vissu- lega ekki hlut sinn eftir liggja í því sambandi. Ekki er hægt að skilja svo við atvinnuhætti Vermlendinga, að ekki sé vikið að landbúnaðinum: akuryrkju og kvikfjárrækt. Landbúnaður hefur alltaf verið mikilvæg atvinnugrein í Vermlandi bæði fyrr og nú, en hefur að sjálfsögðu breytt mjög um svip á síðari árum, samkvæmt kröfu hinna nýju tíma. Hefur þar sama sagan gerst og í öðrum menningarlöndum. Samkvæmt heimildum leiðsögu- manna okkar, er ræktað land rúmlega einn tíundi hluti af flatarmáli héraðs- ins, og hvorki meira né minna en einn þriðji hluti íbúanna, sem vinnur að landbúnaðinum og hinum ýmsu grein- um hans. Jarðvegur Vermlands er ekki eins vel fallinn til akuryrkju og í ýmsum öðrum héruðum Svíþjóðar. Loftslagið er ekki heldur eins hagstætt og æski- legt væri. Vorin eru sögð of þurrviðra- söm einmitt þegar fræin þurfa alveg sérstaklega á raka að halda. En þrátt fyrir þetta er töluvert mikil akuryrkja í héraðinu og eru hafrar sú kornteg- und, sem gefur mestan arð. Uppskeru- magn þeirra er helmingi meira en hinna tegundanna allra samanlögð. Hveitirækt er vaxandi, og ræktun jarðepla og annarra garðávaxta er mikil. Kvikfjárrækt er líka vaxandi. Meiri hluti bændanna framleiðir bæði mjólk og kjöt, sem þeir svo senda til samvinnufélaga, sem þeir eru sjálfir eigendur að. Það er því harla augljóst mál, að landbúnaðurinn stendur föstum rótum í Vermlandi, og mun svo vafalaust verða lengi. Góðir lesendur. Það sem hér hefur verið sagt um Vermland og Vermlend- inga, gefur aðeins örlitla innsýn í þetta fagra og söguríka hérað og líf hinna starfsömu og ágætu íbúa þess. Ef þessi frásögn mín kynni að vekja löngun einhverra til að afla sér frekari fræðslu um menn og málefni héraðsins eða kannski fara þangað við hentugt tæki- færi, þá er tilgangi mínum náð. ♦ 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.