Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 77

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 77
Að Brunahvammi. Horft niður dalinn. Næst sé ég Brunahvamms getið árið 1786. Þá skrifar presturinn á Hofi, að bærinn sé „nú í eyði“, eins og komizt er að orði, en það táknar vitaskuld, að þá hefur verið búið þar annað slagið. Líklegt er þó, að fremur hafi búsetan verið slitrótt fyrr á tímum. Árið 1807 koma hjón í Bruna- hvamm og búa þar til 1811. Síðan er jörðin í eyði til vorsins 1820, en þá gerist dálítið undarlegur hlutur. Þá flyzt í Brunahvamm maður að nafni Gissur Gissurarson, sagður 50 ára að aldri, og gerist nú einsetumaður í kofunum, sem staðið höfðu mannlaus- ir í níu ár. Það er svo ekki að orðlengja, að karl unir einverunni svo vel, að hann býr aleinn þarna í heiðinni allan áratuginn 1820-1830. - Það er tveggja klukkustunda gangur til næsta bæjar, út með ánni, en annars reginheiðar aílt um kring. Það þarf mikla sálarró til þess að lifa slíku lífi í hinu langa, íslenzka skammdegi, og ekki hefur Gissur karlinn unað sér við bóklestur. Öll árin skrifar presturinn í athugasemd, þegar hann hefur hús- vitjað Gissur á Brunahvammi: „Bæk- ur fáar.“ Það þýðir, að karl hefur varla átt nægilegan kost guðsorðabóka til þess að geta lesið húslesturinn skammlaust yfir sjálfum sér, hvað þá tneira, en við það miðuðu klerkarnir í gamla daga, jjegar þeir voru að fiska eftir bókaeign heimilanna. • Þorleifur Þorleifsson Næst ber að nefna þann fyrri tíðar heimilismann að Brunahvammi, sem frægastur hefur orðið í munnmælum, og ómaklega skyggt á marga aðra, sem hafa átt þar lengri dvöl og skilað stærra æviverki. Það er Þorleifur draugur. . Sú saga hefur orðið lífseig í Vopna- firði, að minnsta kosti síðustu hundrað árin,’ að einhvern tíma á 19. öld hafi hjón búið á Brunahvammi og ekki verið annað heimilismanna þar, auk hjónanna, en smalastrákur, pöróttur og ódæll, sem Þorleifur hét, og kerling ein, forn í skapi. Einhvern sunnudag riðu hjónin út í Hof til messu, en strákurinn og kerling voru heima. Þegar á daginn leið, skipar hún strakn- um að fara að smala kvíaánum. Hann tekur þá lítt bandvant tryppi, hnýtir upp í það spotta og ætlar að ríða á stað. Tryppið sem var ótamið, ærist undir honum, dansar með hann suöur brekku sem síðan heitir Þorleifs- brekka, og loks hverfa þau niður í þurra gróf, sem heitir síðan Þorleifs- gróf. Þar finnur kerling þau, og fer tvennum sögum um, hvort tryppið var hálsbrotið, eða hvort það þaut eitt- hvað út í buskann, þegar kerling nálgaðist. En Þorleif bar hún meðvit- undarlausan inn í bæ og hugði hann dauðan. Þar lagði hún hann á fjalir í frammikofa, sem var síðar kallaður í átt til sveitarinnar. ,,Og áin streymir um eyðibyggð“. (Ljósm. Alexander Árnason). 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.