Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 19
 Flutningar eru einungis einn liður í dreifingu á vörum frá framleiðendum til neytenda. Þessi dreifing er gjarnan nefnd vöruflæði eða dreifileið vöru, og á síðari árum hefur þeirri skoðun vaxið fylgi, að líta beri á flutninga sem hluta af verkefnakeðju fremur en sem einangraðan verkþátt. Því sé rekstur verslunarfyrirtækis á flutningakerfi einungis hluti af versluninni en ekki markmið í sjálfu sér, og mestu máli skipti að varan, sem er falboðin í versluninni, sé á hagkvæmu og sam- keppnisfæru verði. Neytandinn spyr aðeins um verð vörunnar og lætur sér í léttu rúmi liggja hvaða þættir mynda verð hennar, og hvað hver þeirra vegur mikið í verðinu. Hann kaupir vöruna þar sem kaupin gerast best og það er engin trygging fyrir því að verslunin nái í öllum tilvikum nægi- lega háum sölulaunum til að greiða allan kostnað og halda eftir eðlilegri þóknun. Ljóst er, að verslunin verður að vita hvernig verðmyndunin á sér stað og haga jafnframt allri skráningu á þann veg, að kostnaður allra þátta í dreifingu vörunnar komi fram. Að sjálfsögðu leitast verslunin við að láta sérhvern þátt bera sig, en mestu skiptir þó að heildarniðurstaðan sé jákvæð. # Víðtæk könnun í verkáætluninni kemur fram, að markmið með könnuninni var að leggja fram tillögur um það á hvern hátt samvinnuhreyfingin gæti sem best nýtt tæki, aðstöðu og samstarfsmögu- leika sína og stuðlað þannig að sem lægstu vöruverði og meiri samkeppnis- hæfni samvinnuverslunarinnar. Þrennt skyldi einkum mæla árangur af starfi í könnuninni, þ. e. a. s. glögg lýsing á stöðu flutningamálanna núna, skilgreining á flutningaþörf sam- vinnufélaganna og áætlun um úrbætur og nýskipan flutningamála hreyfingar- innar innanlands. Verkefnið var því einungis könnun og tillögugerð, en ekki framkvæmd neinna breytinga á núverandi flutningakerfi samvinnu- hreyfingarinnar innanlands. Könnunin hófst í júní 1985 eftir töluverðan undirbúning og fór þannig fram, að fyrst voru haldnir kynningar- fundir í Reykjavík þar sem verkefnið var kynnt fyrir fulltrúum kaupfélag- anna og jafnframt leiðbeint um útfyll- ingu skráningargagna. Eftir um það bil einn og hálfan mánuð voru aftur haldnir fundir með fulltrúum kaupfé- laganna þar sem farið var yfir þau gögn er fulltrúarnir færðu með sér frá félögunum. Upplýsinga um flutning- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.