Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 22
SAMVINNUHREYFING FRAMTIÐARINNAR Við þurfum að notfæra okkur stærð hreyfingarinnar Eftir Ólaf Friðriksson Mað batnandi samgöngum er fjarlægð- in frá Reykjavík ekki lengur vandamál og ein birgðastöð nægir. Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að reyna að huga að framtíðarsýn í verslunarmál- um samvinnuhreyfingarinnar næstu 12-14 árin. Við búum í þjóðfélagi breytinganna. Við samvinnumenn höfum yfirleitt ekki verið tiltakanlega fljótir að aðlaga okkur breyttum að- stæðum. Nú eru tímar erfiðleika í öllum rekstri, háir vextir og mikil samkeppni. Ef takast á að sigla sam- vinnuskútunni í gegnum þann ólgusjó og forða henni frá skakkaföilum eða jafnvel strandi, þarf að meta allar aðstæður að nýju. • Innbyrðis samkeppni Þegar kaupfélögin voru stofnuð mið- aðist félagssvæði þeirra hvert um sig við landfræðilegar aðstæður, enda urðu menn ýmist að fara gangandi eða ríðandi í kaupstað. Félögin voru frem- ur einangruð og lítil samvinna eða samstarf þeirra á milli, að undanskildri stofnun Sambands ísl. samvinnufélaga og samstarfi innan þess. Samstarf kaupfélaganna hefur lítið breyst þessi hundrað ár sem liðin eru frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Og enda þótt samstarf hafi verið tekið upp á vissum sviðum, er hörð samkeppni á öðrum. Má í því sambandi nefna samkeppni í sölu á fóðurvörum, unnum kjötvörum og á fleiri sviðum. 9 Eitt markaðssvæði Á síðustu árum hefur orðið algjör bylting í samgöngumálum okkar ís- lendinga. Vegir hafa verið lagðir og brýr byggðar og stór hluti af þjóðvega- kerfinu er að verða með bundnu slitlagi. Þá hafa samgöngur í lofti og á legi stórbatnað sem einnig hefur minnkað fjarlægðir á milli staða. Nú er því svo komið, að landið er orðið eitt markaðssvæði. Fólk ber saman verðlag á vörum í Reykjavík og úti á landsbyggðinni og ætlast til að verðlag sé sambærilegt burtséð frá miklum aðstöðumun t. d. hvað varðar allt lagerhald og því veltuhraða birgða og vaxtakostnað. Vöruverð á Sauðár- króki er til að mynda borið saman við vöruverð á Akureyri og í Reykjavík, en fremur lítið innan bæjarins sjálfs. 9 Spurning um leiðir En þá vaknar spurningin: Hvernig ætlum við samvinnumenn að bregðast við breyttum tímum og minni „fjar- lægðum'* á milli staða? Kaupfélögin voru jú stofnuð m. a. til þess að útvega félagsmönnum góðar vörur á hagstæðu verði. Þessu hlutverki verð- um við að sinna eins og kostur er á, en spurningin snýst fyrst og fremst um leiðir. Ein af fyrstu leiðunum sem við eigum að fara er að vinna meira saman. Það gæti t. d. verið fólgið í því að hætta að keppa innbyrðis og snúa okkur að fullum krafti að hinum raunverulegu keppinautum. í öðru lagi á að nota þá miklu möguleika sem felast í samvinnuhreyfingunni sjálfri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.