Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 24
SAMVINNUHREYFING FRAMTÍÐARINNAR og fyrirtækjum hennar. Tökum sem dæmi öll vöruinnkaup, flutninga til landsins, tryggingar og margt fleira. Eins og nú háttar er stór hluti af vörum sem seldar eru í okkar eigin búðum keyptar hjá heildsölum, fluttar með öðrum skipum til landsins en okkar eigin og jafnvel tryggðar hjá öðrum tryggingafélögum. Hvaða vit er í þessu? Þær vörur sem við getum ekki fengið hjá Sambandinu þarf sam- vinnuhreyfingin að semja um kaup á í einu lagi, með góðum afslætti vegna magninnkaupa og hagstæðum gjald- fresti. • Ein birgðastöð nægir Fyrir 10-12 árum hafði ég talsverðan áhuga á að Sambandið setti upp 3-4 birgðastöðvar víðs vegar um landið í stað þess að byggja eina stóra í Reykjavík. Hvort þetta hefði verið heppilegri leið skal ég ekkert fjölyrða um. En niðurstaðan varð sem sagt sú að byggð var ein birgðastöð í Reykja- vík. Þá hóf ég ásamt mörgum fleirum áróður fyrir því, að birgðastöðin tæki upp jöfnun flutningskostnaðar eða greiddi sjálf fyrir flutning út um land m. a. til að örva viðskiptin og minnka þar með fastan kostnað á hverja selda einingu. Jafnframt átti þetta að minnka líkur á viðskiptum við ýmsa heildsala utan Reykjavíkur. Þetta var mikið hagsmunamál hinna dreifðu byggða. Nú þegar þessi háttur hefur verið upp tekinn að selja vöru úr birgðastöð Verslunardeildar Sam- bandsins „flutningsfríar“, skiptir ekki máli hvort birgðastöðvarnar eru ein eða fjórar, heldur hitt að hagkvæmnin verði látin ráða. Með batnandi sam- göngum er fjarlægðin frá Reykjavík ekki lengur vandamál. á þeim vörum sem bað hefur ekki sjálft upp á að bjóða. Eg er sannfærður um að samvinnuhreyfingin í dag þarf að vinna miklu markvissara að vöru- innkaupum fyrir umbjóðendur sína. Og innkaup þessi og samningar um þau þurfa að vera á höndum færri aðila en nú er. Hitt er svo aftur annað mál, að félagar okkar í Sambandinu þurfa að fá mikið aðhald, engu síður en við, því að víða þarf að taka til hendinni þar innan dyra. En nú vík ég aftur að kaupfélögun- um. Það er trú mín að kaupfélögin séu mörg hver of lítil og smá til að standast hina hörðu samkeppni sem nú ríkir, enda aðstæður stórbreyttar eins og áður er vikið að. Þróunin verður sú að kaupfélögunum fækkar hvort sem mönnum líkar betur eða verr, en þau sem eftir verða stækka og ættu þar af leiðandi að vera betur fær til að takast á við samkeppnina og breyttar aðstæð- ur. Ég held þó að þetta sé þróun sem gerist smám saman og ef til vill er varhugavert að flýta fyrir henni. Hins vegar er rétt að benda á, að betra er að sameina félög í tíma og nýta þannig eigið fé þeirra sem best og meðan það er eitthvað, en bíða þar til allt er komið í óefni og viðskiptamennirnir tapi háum fjárhæðum, með öllum þeim sárindum sem því fylgja. í mín- um huga er það sem sagt hyggilegast að láta skynsemina og hagkvæmnina ráða fyrst og fremst í þessum efnum. Þannig getum við sem best útvegað félagsmönnum kaupfélaganna góðar vörur á hagstæðu verði. Ekki er endilega nauðsynlegt að sameina tvö eða fleiri félög. En náið samstarf þeirra er nauðsynlegt þannig að ekki sé verið að reka t. d. þjónustu á tveimur eða þremur stöðum og það með tapi í stað þess að sameinast um þessa þjónustu, reka hana frá einum stað og það með hagnaði. # Sambandið annist öll vörukaup Hugmynd mín er sú að beina öllum vörukaupum kaupfélaganna til Sam- bandsins og/eða að Sambandið annist alla samninga á einu bretti fyrir félögin Sambandið á að annast alla samninga á einu bretti fyrir félögin á þeim vörum, sem það hefur ekki sjálft upp á að bjóða. # Sömu markmiðin Margt fleira mætti eflaust nefna, sem getur orðið samvinnuhreyfingunni til framdráttar og félagsmönnunum til hagsældar. En í hnotskurn vil ég að síðustu segja þetta: Við þurfum að vinna betur saman. Við þurfum að notfæra okkur stærð hreyfingarinnar og þá möguleika sem í henni felast. Ekki skiptir höfuðmáli hversu mörg kaupfélögin eru heldur hitt, að þau skili þeim árangri sem til var ætlast í upphafi. Markmiðin hafa ekki breyst. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.