Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 44
Um Eystein Jónsson og samvinnuhreyfinguna eftir Vilhjálm Hjálmarsson Hugsjón Sambandið og samvinnuhreyfingin viija umfram allt vera styrkar stoðir í sjálfu þjóðarhúsinu,“ sagði Eysteinn Jónsson þegar Samband íslenskra sam- vinnufélaga minntist sjötíu og fimm ára afmælis síns 1977 en þá var hann formaður Sambandsstjórnar. Hartnær hálfri öld áður vann hann með fleirum að stofnun tveggja samvinnufélaga í Reykjavík með versl- un og íbúðabyggingar að markmiði. Það tókst. „Jónas var óþreytandi að stappa í okkur samvinnu- stálinu,“ sagði Éysteinn um dvöl sína í Samvinnuskólan- um. - Samvinnustálið í Eysteini hefur hvorki dignað né á það fallið síðan. # Samvinna sjálfsbjörg með samhjálp Það er sjálfsagt engin tilviljun að Eysteinn Jónsson svo að segja byrjar félagsmálastörf sín og endar þau á vettvangi samvinnunnar. Ungur að árum sannfærðist hann um það að samvinnuhreyfingin væri „samtök um að hjálpa sér sjálfir og öðrum um leið“ svo vitnað sé enn til hans eigin orða. Honum hefur því snemma þótt samvinnustarfið verðugt þátttöku og fyllsta stuðnings. - í þriðja og síðasta bindi ævisögu Eysteins Jónssonar eftir Vilhjálm Hjálmarsson er meðal annars fjallað unt Eystein og sam- vinnuhreyfinguna. Þar er vel lýst ýmsum grundvallaratriðum, sem samvinnumenn byggja starf sitt á, og árásarefnum andstæð- inga svarað einarðlega og með fullum rök- um. Eysteinn hóf ungur afskipti af stjórn- málurn og ferill hans varð farsæll og langur. Þess vegna spannar saga hans helstu við- burði Islandssögunnar á sviði þjóðmálanna í meira en hálfa öld. Samvinnan vill vekja at- hygli á þessu ítarlega og merka ritverki og birtir í því skyni kafla úr því, sem á erindi til allra samvinnumanna. Mönnum virðist stundum ganga illa að þekkja hugsjónirnar í hagnýtum klæðnaði vinnudagsins, þegar þær eiga sem annríkast við að láta drauma frumherjanna og drauma okkar rætast. Og hann hefur sannfærst um það betur og betur með árunum að umfangsmikil starfsemi samvinnufélaganna, Sambandsins og kaupfélaganna, hafi orðið sannkölluð „lyftistöng fyrir alla landsmenn Éysteinn Jónsson hefur verið kaupfélagsmaður frá því liann beitti sér fyrir stbfnun Kaupfélags Reykjavíkur forðum og ætíð síðan og tekið þátt í félagsstörfum eftir því sem tilefni gafst og ástæður leyfðu. En fleira er til frásagna: „Allan stjórnmálaferil sinn var hann hinn óþreytandi málsvari samvinnuhreyfingarinnar og hafði veruleg áhrif á mótun löggjafar um samvinnufélög til mikilla heila fyrir allt starf samvinnufélaganna til þessa dags.“ - Hann hefur verið kjörinn heiðursfélagi Sam- bandsins. Andstæðingar samvinnuhreyfingarinnar ala gjarnan á því, að óeðlilega mikil tengsl séu milli hennar og Framsóknarflokksins. Um þetta segir Eysteinn: „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf tekið mjög ein- dregna afstöðu með samvinnuhreyfingunni. Kjarninn í því liði sem stofnaði hann voru áhugamenn í samvinnu- hreyfingunni. Hugsjónatengsl eru þarna á milli og samleið á samvinnubrautinni. Er ekki best að vera hreinskilinn og benda á að kannski er þetta af eitthvað svipuðum toga spunnið og það að þeir í Alþýðusambandinu eiga fremur vingott við suma flokka en aðra og þeir í Verslunarráðinu og Kaupmannasamtökunum sömuleiðis, að manni skilst. Þetta raskar ekki því að góða samvinnumenn og góða verkalýðssinna er að finna í öllum flokkum og að menn verða að vinna saman heils hugar í stéttarfélögum og samvinnuhreyfingunni hvað sem öðrum viðhorfum líður.“ Þetta þarfnast ekki frekari útlistunar enda stefnir samvinnuhreyfingin ekki að sérréttindum fyrir sig. En líkt og önnur starfsemi, hvort hún er rekin af einstakling- um, félögum eða því opinbera, þarf hún að búa við Eysteinn Jónsson á skrifstofu stjómarformanns í Sambands- húsinu við Sölvhólsgötu, en hann átti sæti í stjóm Sambands- ins frá 1944 til 1978. Hann var varaformaður frá 1946, en síðan kosinn formaður stjórnarinnar 1975. í vinnufötum 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.