Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 47
lands og sjávar og launþegar borið gæfu til þess að standa saman í kaupfélögunum. Þetta hefur orðið til mikillar gæfu og gert allan reksturinn hagfelldari og traustari en annars hefði verið mögulegt,“ sagði Ey- steinn einhverju sinni. Og hann sagði ennfremur: „Það er að mínum dómi aðalsmerki á íslenskri samvinnu- hreyfingu að hún hefur ekki skipt sér svipað og víðast annars staðar í framleiðendafélög og neytendafélög. Þetta gerir hreyfinguna sterkari og er þrautreynt að það hefur ekki í för með sér nein vandamál sem erfitt er að leysa. Kaupfélögin væru ekki þau efnahagslegu virki byggðarlaganna sem þau hafa reynst ef það hefði orðið ofan á að kljúfa þau niður. Það sýnir sig að sterkast er að sem flestir standi saman.“ Svo undarlega bregður við að einmitt þessi samstaða hefur orðið misvitrum mönnum hneykslunarhella sér- staklega ásamt með „stærð“ samvinnusamtakanna, einkum Sambandsins. „Hvaðan er þetta tal um of stórt Samband og of voldug kaupfélög komið?“ spyr Eysteinn. „Það er einfalt að sjá, það er fyrst og fremst frá keppinautunum og væri fróðlegt að velta því fyrir sér hvað þeim, sem fyrir þessu tali standa, mundi þykja mátulega lítið Samband og hæfilega máttlítil kaupfélög." • Margt fólk, mikil umsvif En umfang samvinnurekstrar á íslandi er ekkert smá- ræði. Að því standa líka tugþúsundir félagsmanna, dreifðir um allt landið í bókstaflegri merkingu. Viðfangsefni þessara miklu almannasamtaka var í fyrstu verslunin, en tvíhliða. Frumherjarnir sem margir voru bændur sáu að leita varð hagkvæmra kjara, sannvirði var markið, bæði á því sem þeir höfðu að bjóða og hinu sem kaupa þurfti. - Mörgum hefur hins vegar sést yfir þetta og háð einhliða kjarabaráttu með ærnum annmörkum. Samvinnumenn hafa fært út og eflt starfsemi sína í tímans rás. Hún nær nú orðið til mjög margra þátta framleiðslu og þjónustu, þar með er alhliða verslunar- rekstur. Fræðslu- og félagsmálastarf er snar þáttur í viðfangs- efnum samvinnumanna sem til dæmis halda skóla, gefa út rit, stofna til námskeiða o. s. frv. Forystumenn félaganna og annað áhugalið hefur gert sér far um að treysta eftir föngum tengsl hins almenna félaga við félag sitt og það sem þar er verið að sýsla. Þar er mikið verk að vinna því deyfð í félagslífi er þekkt fyrirbæri hér á landi á flestum tímum. Eysteinn Jónsson gerði glögga grein fyrir þessu í ræðu á aðalfundi Sambandsins 1977: • Öflugt félagsstarf er undirstaða sem má treysta „Öll umsvif samvinnufélaganna verða að byggjast á öflugu félagsstarfi. Það er eina raunhæfa tryggingin fyrir því að þau villist ekki af réttri leið. Það er heillandi viðfangsefni að sameina félagslegt hugsjónastarf og myndarlega daglega framkvæmd þeirra hugsjóna sem að haldi mega koma til þess að gera líf manna betra og fegurra.“ Á fimmtíu ára afmæli Sambandsins 1952 var Eysteinn fundarstjóri hátíðarfundar, sem haldinn var í Háskóla íslands. Á miðmyndinni er Vilhjálmur þór, þáverandi forstjóri, í ræðustóli, og hér að neðan er svipmynd úr veislu á Hótel Borg, þar sem Eysteinn er ásamt Hermanni Jónassyni og fleirum. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.