Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 58
Leiðin til Hvíta hússins Ungur háskólamaður og verðandi forseti Bandaríkjanna. rétt til frjáls vals, statt og stöðugt, um meðferð máls þess. . . Einokunin mikla hérlendis er einokun peninga. Meðan hún varir, njótum við ekki lengur hins gamla valfrelsis okkar, og atorka og framtak einstaklinga segja ekki lengur til sín. . . Þjóðlegur vöxtur og allt athafnalíf okkar eru þess vegna í höndum fáeinna manna. . . og sakir eigin annmarka hljóta þeir að lama og drepa í dróma eiginlegt efnahagslegt frelsi. . . Við stefnum að því að halda uppi frjálsum stjórnarháttum og frjálsu atvinnulífi. . . En Bandaríkin standa frammi fyrir ískyggilegum vanda. . . ekki af völdum einstakra samsteypna, - af þeim stafar öllum löndum hætta; - hin ískyggilega hætta er samsteypa samsteypanna, hin ískyggilega hætta er sú, að sami hópur manna ráði fyrir keðju banka, sam- felldum járnbrautum, víðfeðma at- vinnufyrirtækjum, mikilli náma- vinnslu, stórum vatnsveitum, sem spanna náttúruleg (upptök og upp- sprettur) vatns í landi þessu. og að sá hópur fléttist saman í stjórnum eins fyrirtækisins af öðru og myndi öflugri hagsmunahóp en nokkurn annan, sem hugsast getur í Bandaríkjunum. . . Það, sem við þurfum að gera. . . er að rekja sundur þætti þessa tröllaukna hagsmunasamfélags . . . og mjúkum, en traustum, höndum, að kippa þeim út. . . og í hverju einu landi er hætt við, að þessir sérlegu hagsmunahópar haldi einir saman og að almannahags verði ekki gætt gagnvart þeim. Það er hlutverk ríkisstjórnar að halda á hags- munum almennings gagnvart sérleg- um hagsmunum/'^ • Kjörinn í 46. atkvæðagreiðslu í keppninni um framboð demókrata í forsetakosningunum 1912 hafði Wil- son í mörg horn að líta. Flokkur þeirra starfaði í ríkjunum öllum og greip inn á flest svið þjóðlífsins, og var reipdráttur á milli landshluta. Þegar tollar og verðlagsmál voru annars vegar, fór hagur atvinnuvega ekki ávallt saman, akuryrkju í miðvestur- ríkjunum, iðnaðar í austurríkjunum eða baðmullarræktar í suðurríkjun- um, þar sem flokkurinn stóð dýpstum rótum. í stórborgum í austurríkjunum tóku samtök flokksins fátæka innflytj- endur upp á arma sína og greiddu götu þeirra, en væntu á móti stuönings þeirra gegnum þykkt og þunnt. Utan borganna, ekki síst í New York, voru flokksfélögin af öðrum toga. Ýmis mál skiptu flokknum upp landshorna á milli, um þessar mundir uppsetning miðbankakerfis, landfriðun og jafnvel hömlur á auðhringum. Bryan og Wilson höfðu átt fyrsta fund sinn í Princeton í apríl 1910. Flöfðu þessi tveir presbyterar rætt flest annað en stjórnmál og skipst á pólitískum skopsögum, sem þeir sögðu flestum betur. Á samstarfi þeirra varð þó bið. í Commencer snemma árs 1912 sagði Bryan „pólitísk- an styrk Wilsons vera í réttu hlutfalli við tiltrú manna á sinnaskiptum þeim, sem hann hefði tekið.“2n í árslok 1911 þótti Wilson líklegast- ur til að hreppa framboð demókrata, en fyrri hluta árs 1912 mætti hann snörpum andbyr. í miðvesturríkjun- um fann hann ekki jafn góðan hljómgrunn sem Champ Clark, forseti fulltrúadeildarinnar, og í suðurríkjun- um var jafnt á með honum komið og Underwood, formanni allsherjar- nefndar Þjóðþingsins. New York studdi J. Harmon dómara. í blöðum sínum sendi William Hearst honum kaldar kveðjur: „Að mínu viti er hann einskær pólitískur héri, sem tyllt hefur sér á þúfu tækifæra sinna með sperrt eyru, þandar nasir og leggur hlustir við hverju hljóði og þefar uppi hverja angan, tilbúinn að stökkva hvert sem er.“21 Landsfundur demókrata kom sam- an í Baltimore 27. júní 1912, og sátu hann 1088 fulltrúar. í fyrstu atkvæða- greiðslu fékk Clark flest atkvæði, 440'/2, en Wilson næstflest 324. „Þegar fulltrúarnir komu saman að kvöldi 28. júní, hafði upp verið fylkt til komandi átaka. . . Litlar breytingar urðu í fyrstu níu atkvæðagreiðslunum. . . Stuðningsmenn Wilsons vissu að loka- atlaga var í vændum. Þeir bjuggust við, að hinir 90 fulltrúar New York mundu ganga til liðs við Clark í þriðju eða fjórðu atkvæðagreiðslu. . . Sá tilflutningur varð í hinni tíundu.. . . Ruddust þá fulltrúar hver um annan þveran til Clarks, því að fulltrúarnir frá New York höfðu aukið atkvæði hans upp í 556, meira en helming atkvæða á landsfundinum. . . Frá 1844 hafði engum demókrata með meiri- hluta fulltrúa að baki sér misheppnast að ná tilskildum tveggja þriðju hluta atkvæða meirihluta.1'22 Stuðnings- menn Underwoods sátu þó við sinn keip og orð fór á milli þeirra Wilsons. Fyrir fjórtándu atkvæðagreiðsluna kvaddi Bryan sér hljóðs: „Ég hverf frá stuðningi við Clark, meðan honum eru talin atkvæði frá New York. . . Ég greiði þeim atkvæði, sem Nebraska telur næstan koma, Wilson ríkis- stjóra.“23 Skipti yfirlýsing hans sköp- um á landsfundinum, og var Wilson loks kjörinn frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í fertugustu og sjöttu atkvæðagreiðslu. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.