Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 63

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 63
Eftir Jón frá Pálmholti ardal. En árið 1784 veitti Danakon- ungur „bóndanum Hallgrími Jónssyni á Upsum í Svarfaðardal í Eyjafjarðar- sýslu 30 ríkisdali í náðargjöf til aðstoð- ar honum á sínum hruma áttræðis- aldri, og líka í tilefni af því að hann hefur gert sig nafnfrægan með meist- aralegu trésmíði og einkum auðsýnt sig, eftir stétt sinni duglegan og þarfan mann í landinu." Það segir sig næstum sjálft að slík viðurkenning var á þessum tíma eins- dæmi, er í hlut átti ómenntaður og ættsmár bóndi. Hallgrímur Jónsson andaðist á Upsum 30. sept. árið 1785 eða um ári eftir að viðurkenningin barst honum. • Mikið afkomendalán Eins og áður segir, eignuðust þau Hallgrímur og Halldóra margt barna, sem ýmsir þekktir menn eru frá komnir. Ekki er pláss hér til að rekja það allt saman, þó skal hér lítillega minnst á nokkur þeirra rétt til að sýna hve afkomendalán þeirra hjóna var mikið. Dæturnar ílentust a. m. k. flestar í Eingeyjarsýslunni og giftust bændum þar. Ingibjörg giftist Jósep Tómassyni frá Hömrum og voru þau búandi á ýmsum bæjum í Þingeyjarsýslu. Með- al afkomenda þeirra má nefna Jónas Jónsson frá Hriflu og Jóhann Sigur- jónsson skáld. Einnig Jóhannes Jós- epsson glímukappa og hótelhaldara og ýmsa fleiri þeim skylda. Ólöf giftist Guðmundi Árnasyni og tóku þau við búi í Kasthvammi og bjuggu þar lengi við góðan orðstír. Meðal afkomenda þeirra eru: Guð- mundur Friðjónsson á Sandi og Sigur- jón á Laugum, Indriði Þórkelsson á Fjalli og Kristján Eldjárn fyrrv. forseti íslands. Eins og að líkum lætur á þessum tíma, urðu synirnir öllu kunnari en dæturnar, enda voru þeir fremur settir til mennta. Einn af sonunum var séra Gunnar Hallgrímsson, lengi prestur að Upsum í Svarfaðardal en síðast í Laufási, afi Tryggva Gunnarssonar og Með Þorláki Halldórssyni og séra Jóni skáldi á Bxgisá tókst náinn vinskapur. Þorlákur flutti oftsinnis matbjörg heim til prests er að honum svarf í fátæktinni. systkina hans. En í skjóli hans dvöldu þau Hallgrímur og Halldóra síðustu árin, eins og áður segir. Séra Gunnar fékk 1784 verðlaun frá danska Land- búnaðarfélaginu fyrir framfarir í land- búnaði, en hann var frumkvöðull nýjunga í búskapnum. Lagði hann m. a. stund á garðyrkju og vefnað. Einnig nýtti hann og efldi æðarvarp í Laufási. Séra Gunnars er víða getið og vísast til þess varðandi frekari fróðleik. • Jón málari Jón hét annar sonur þeirra Hallgríms og Halldóru, f. 1739. Hann fór ungur til Kaupmannahafnar og nam þar málaralist og myndskurð. Var hann jafnan síðan kallaður Jón málari. Er 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.