Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 66

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 66
Náðargjöf frá kónginum Segja má, að í Skriðu og Fornhaga hafi verið rekinn búnaðarskóli um margra áratuga skeið. fyrir alvöru hin glæsilega búskapar- saga, er reis svo hátt og af þeim krafti að fátt er til samanburðar í íslenskum landbúnaði fyrri alda. Sem að líkum lætur hafði orðstír Þorláks borist um héraðið og trúlega víðar, er hér var komið. Hefur Hörgdælum ekki þótt lítill fengur að fá slíkan bónda í sveit sína. Um það vitna ekki síst ummæli sóknarprestsins, séra Jóns Þorláksson- ar skálds á Bægisá, sem gefur Þorláki þá einkunn að hann sé „merkilegur maður“ strax fyrsta árið í Skriðu. Var sr. Jón nýlega tekinn við kallinu er þetta var og má geta þess að með þeim Þorláki og sr. Jóni myndaðist náinn vinskapur, sem entist meðan báðir lifðu. Flutti Þorlákur oftsinnis mat- björg heim til prests er að honum svarf í fátæktinni. Má reyndar segja að Þorlákur hafi haldið lífinu í séra Jóni um all langt skeið. Og það má einnig segja í annarri merkingu, því að sr. Jóni látnum voru mörg kvæða hans aðeins til í'uppskrift Þorláks. Sýnir það vel framsýni og andlega yfirburði bóndans í Skriðu, að hann skyldi samhliða veraldarumstangi af stærstu gerð, einnig hirða um að safna saman kvæðum sóknarprests síns. Árið eftir að Þorlákur kom í Skriðu missti hann Þorgerði konu sína. Þau eignuðust þrjú börn. Jón f. 1779 bónda á Hallfríðarstöðum, Hallgrím f. 1780 merkan bónda á Stóru Hám- undarstöðum á Árskógsströnd og El- ínu f. 1783 ógifta í heimahúsum. Þorlákur giftist aftur ári síðar Mar- grétu Björnsdóttur úr Skagafirði. Var hún dóttir Björns Guðmundssonar bónda í Kúskerpi og Stóru Gröf og konu hans Steinvarar Árnadóttur. Þótti hún mikilhæf húsfreyja sem og fyrri konan Þorgerður. Er þess sér- staklega getið að húsfrú Margrét hafi verið gáfukona mikil og stillt í lund. Mun Þorlákur hafa verið stórlyndur nokkuð, eins og verða vill um athafna- sama menn, en kona hans vegið þar upp á móti með stillingu sinni og kurteisri skynsemi. Var hjónaband þeirra og hið ágætasta. Margrét var tíu árum yngri en Þorlákur og aðeins 28 ára, er hún settist í húsfreyjusætið á hinu rísandi stórbýli í Skriðu, þar sem fátt var með venjubundnum hætti og miklar kröfur voru gerðar til fólks, eins húsbænda sem annarra. Þau Mar- grét eignuðust mörg börn og urðu sum víðkunn. Börn þeirra voru: Þorlákur f. 1792 bóndi á Vöglum á Þelamörk, Björn f. 1793 bóndi og ræktunarfröm- uður í Fornhaga, Jón f. 1799 er sigldi til náms í Kaupmannahöfn og stund- aði síðan kennslu í jarðrækt og sundi. Tók hann upp ytra nafnið Kæmesteð, eftir Friðfinni föðurbróður sínum. Jón Kernesteð var merkur maður og mikill brautryðjandi. Sveitungi hans og vinur Jónas skáld Hallgrímsson frá Steins- stöðum orti fagurt erfiljóð eftir hann. Jón Kærnesteð fluttist síðar vestur á Snæfellsnes og kvæntist þar. Börn átti hann þar nokkur og er Kærnesteðsætt- in á íslandi frá honum komin. Næst barnanna í Skriðu var Margrét f. 1800 húsfreyja á Skipalóni í Hörgárdal, gift Þorsteini Daníelssyni stórbónda, smið og útvegsmanni þar. Er af þeim mikil saga, sem ekki verður sögð hér. Þá var Friðfinnur f. 1805 er tók við búi í Skriðu eftir föður sinn. Og yngst var Halldóra f. 1806 húsfreyja á Hofi í Hörgárdal, gift Ólafi Thorarensen lækni þar. • Eins konar búnaðarskóli Öll voru börn Þorláks mikilhæft fólk. Dæturnar þjóðkunnar húsfreyjur á höfuðbólum og synirnir góðir bændur. Sumir þeirra urðu forystumenn í hér- aði og brautryðjendur í ræktun. Má þar nefna sérstaklega þá Hallgrím á Hámundarstöðum og Björn í Forn- haga er tóku fullan þátt í ræktunar- byltingu föður síns og héldu henni áfram eftir hans dag. Má nánast segja að í Skriðu og Fornhaga hafi verið rekinn búnaðarskóli um margra ára- tuga skeið, enda sóttust bændur eftir því að koma börnum sínum, og þá einkum sonunum til náms og starfa á þessum bæjum. Friðbjörn sonur Björns í Fornhaga, sem var giftur Guðrúnu dóttur hins merka klerks sr. Gamalíels á Myrká, hélt og áfram þessu starfi uns hann hvarf til Amer- íku ásamt bræðrum sínum'tveim, en Margrét Björnsdóttir giftist Jóni Jóns- syni bónda á Syðri Bakka en lést aðeins 26 ára gömul frá tveim ungum börnum. Var þar með niður fallin sú mikla ræktunarbylgja í Hörgárdal er hófst með þangaðkomu Þorláks Hall- grímssonar vorið 1790. Að vísu hélt Friðfinnur í Skriðu vel í horfinu og var dugandi bóndi og all lengi vöruðu áhrifin meðal afkomenda hans, er lengi bjuggu í Skriðu, en ekki var það með þeirri reisn sem áður var. Sama er að segja um heimili þeirra Þorláks yngra á Vöglum og ekki síður Hall- gríms á Hámundarstöðum. # Jónas Hallgrímsson í Skriðu Hér var áður nefndur sveitungi Þor- láks og hans fólks skáldið Jónas Hall- grímsson. Var hann mjög á líku reki og yngri börn Þorláks og Margrétar í Skriðu. Hvaðan skyldi nú Jónasi hafa 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.