Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 68

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 68
Nú lá allur heimurinn undir vatni. Eini Evrópumaðurinn, sem eftir lifði, hraktist fram og aftur í öldurótinu... Evrópumaðurinn Smásaga eftir Hermann Hesse Þýðandi: Hjörtur Pálsson Þar kom að lokum, að Drottinn Guð sýndi vald sitt og mátt og batt sjálfur enda á daga mann- kynsins, sem lauk með heimsstyrjöld- inni miklu, því að þá lét hann flóðbylgj- una skella yfir jörðina. Af vorkunn- semi sinni afmáði flóðbylgjan öll smánarmerki gamla tímans. Bylgjurn- ar skoluðust yfir blóði drifnar fann- breiðurnar, yfir fjöllin, þar sem alls staðar voru fallbyssur á víð og dreif. Þær skoluðust yfir rotnandi líkin og hrifu þá með sér, sem grétu yfir hinum látnu, uppreisnarmennina og morð- ingjana ásamt þeim, sem öllu höfðu verið sviptir, hina sveltandi ásamt þeim, sem orðnir voru andlega ráð- villtir. Vingjarnlega horfði nú blár himinninn úr hæðum sínum niður á regnvotan hnöttinn. Evróputæknin hafði reyndar staðið sig með afbrigðum vel fram á síðustu stundu. Vikum saman hafði Evrópa með öllum ráðum getað staðist flóð- bylgjuna, sem smám saman fór hækk- andi. Fyrst voru hlaðnir firnamiklir stíflugarðar, en það gerðu milljónir stríðsfanga, sem lögðu nótt við dag. Því næst höfðu fundist ráð til þess að hækka þurrlendið með ævintýralegum hraða. í fyrstu minntu þessir haugar mest á risastóra stalla, en þegar fram í sótti, urðu þeir æ líkari háum turnum. í þessum turnum birtist mannlegur hetjumóður í hrífandi af- rekum og óbilandi staðfestu, uns yfir lauk. Eftir að flóðbylgjan var fyrir löngu búin að kaffæra Evrópu og allan heiminn, skein skær og óhvikul birtan frá ljóskösturunum út úr síðasta járn- turninum, sem enn stóð upp úr flaumnum, og braust gegnum raka- mettaðan rökkurhjúp sökkvandi jarðar. Og úr fallbyssuhlaupunum þutu hvæsandi sprengikúlurnar enn út í geiminn í tignarlegum bogum. Tveim dögum fyrir endalokin ákváðu foringj- ar herveldanna loks að senda óvinum sínum friðarskilmála. Það gerðu þeir með ljósmerkjum. En .óvinirnir kröfðust þess, að liðs- sveitirnar yrðu tafarlaust á brott úr þeim turnum, sem þær höfðu enn á valdi sínu; en jafnvel eindregnustu friðarsinnar gátu ekki fallist á það. Því fór það svo - jafnframt því sem hvorugur sparði hugrekkið - að skot- hríðin dundi úr báðum áttum. Nú lá allur heimurinn undir vatni. Eini Evrópumaðurinn, sem eftir lifði, hraktist fram og aftur í öldurótinu í björgunarbelti sínu og neytti eftir bestu getu síðustu kraftanna til þess að skrifa hjá sér það, sem ekki lét undan síga fyrir óvinum sínum síðustu klukkustundirnar. Það var þess vegna þjóð hans, sem fyrir vikið hafði tryggt sér sigurinn um aldur og ævi. Þá birtist svart, tröllaukið, klunna- legt skip úti við sjóndeildarhring. Það nálgaðist hægt manninn, sem var að þrotum kominn. Hann varð harla glaður, þegar hann kannaðist aftur við örkina miklu og kom, rétt áður en yfir hann leið, auga á hinn eldgamla ættföður, sem stóð þar um borð í þessu fljótandi húsi, með silfurgrátt skegg, sem bærðist í golunni. Svertingjarisi veiddi upp manninn, sem hrakti fyrir straumi; hann var enn með lífsmarki og náði sér fljótt. Ætt- faðirinn brosti vingjarnlega til hans. Honum hafði tekist ætlunarverkið, hann hafði bjargað einni lífveru af hverri tegund þeirra, sem lifðu á jörðinni. Meðan örkina rak hægt af stað fyrir vindinum og beðið var eftir að sjatnaði í dökkum djúpunum, tók lífið um borð á sig margvíslegar myndir. Stórir fiskar eltu skipið í þéttum torfum, marglitir fuglar og skordýr hrönnuðust saman og sveimuðu yfir þaklausri örkinni; hvert dýr og maður fylltust djúpri gleði yfir að þeim var borgið og nýtt líf beið þeirra. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.