Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 70

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 70
Evrópu- maðurinn Margsinnis hafði Evrópumaðurinn bakað sér óvild með því að gagnrýna snilli- brögð hinna af hörku og fyrirlitn- ingu. Páfuglinn litskrúðugi rak upp skær og hvell hljóð, sem bárust út yfir vötnin í dögun; fíllinn var í sólskins- skapi og baðaði sjálfan sig og maka sinn í vatni, sem hann lét gusast úr upplyftum rananum; skínandi marglit sandeðlan lá í sólbaði á bjálka; með eldsnöggri stungu veiddi indíáninn glitrandi fisk upp úr botnlausu djúpinu með spjóti sínu, svertinginn kveikti eld í kesti úr þurrum viðarbútum, og af einskærri gleði sló hann taktföstum slögum á lær þéttholda konu sinnar, svo að small í; magur og fálátur stóð hindúinn með krosslagða handleggi og tautaði fyrir munni sér eldforn erindi úr ljóðunum um sköpun heims- ins. Eskimóinn lá sveittur og lét gufa upp af sér í sólskininu, það var bros í litlum augum hans, sem löðruðu af vatni og fitu; gæft vatnasvín hnusaði af honum; og litli japaninn hafði telgt sér mjótt prik, sem hann lét vega salt af mikilli list, ýmist á nefinu á sér eða hökunni. Evrópumaðurinn var búinn að draga fram skriffærin sín og farinn að skrá hjá sér, hve margar af skepnum jarðarinnar væru um borð. Það urðu til lítil vináttufélög, og ef ósamkomulag lét á sér kræla í fylking- unum, datt allt í dúnalogn, þegar ættfaðirinn gaf um það bendingu. Hjá öllum ríkti gleði og eindrægni. Evrópumaðurinn einn var önnum kafinn við skriftirnar, sem einangruðu hann frá hinum. Menn og dýr með ólíkan litarhátt voru öll komin í nýjan leik áður en varði, því að allir kepptu um það við alla, hver snjallastur væri og gæti leikið listir sínar með mestum glæsi- brag. Allir vildu vera fremstir, og þetta endaði með því, að ættfaðirinn varð að skipuleggja leikinn. Hann skipti stóru og litlu dýrunum í hópa og skipaði mönnunum í sérstakan hóp. Og nú varð hver og einn að gefa sig fram og láta vita, með hverju hann hugðist sigra félaga sína, og eftir það urðu allir að bíða, uns röðin kom að þeim. Á þessum mikilfenglega leik gekk í marga daga, því að alltaf var einhver hópurinn að tvístrast til þess að geta fylgst með því, sem annar var að gera. Og hverjum, sem vann frábært afrek, var óspart klappað lof í lófa. Það skorti ekki heldur, að nóg væri til þess að dáðst að. Hver skepna Guðs sýndi hér, hvaða gjafir Drottinn hafði gefið henni. Nú sást, svo að ekki varð um villst, hve fjölbreytni lífsins var mikil. Og hvílík hlátrasköll og húrrahróp, já, það var galað, klappað saman lófunum, stappað niður fótun- um, hneggjað. Aðdáunarvert var að sjá hreysivisl- una hlaupa, og heillandi var söngur lævirkjans, tignarlega spígsporaði sperrtur kalkúninn af stað, og ótrúlega fimlega klifraði íkorninn, mandríllinn apaði listirnar eftir malajanum og bavíaninn eftir mandrílnum. Þeir, sem hlupu, klifruðu, syntu og flugu, öttu án afláts kappi hver við annan, og hver þeirra var að sínu leyti ósigrandi og lét til sín taka. Sum dýrin gátu umbreytt sér með töfrum og önnur gert sig ósýnileg. Mörg sýndu ágæti sitt með afli, mörg með kænsku, önnur með árásarhæfni, enn önnur sýndu, að þau voru sérstökum hæfi- leikum gædd til þess að verja sig. Skordýrin gátu varið sig, þar sem þau gátu orðið samlit grasinu, trjánum, mosanum og steinunum; og önnur, sem voru heldur veikburða, öðluðust mikla hylli og stökktu hlæj- andi skaranum á flótta, af því að þau gátu varist árásum með því að dreifa um sig óþolandi lykt. Enginn var settur í skammarkrók- inn, allir voru einhverjum afburða hæfileikum gæddir. Það voru fléttuð fuglahreiður, já, það var límt, ofið og múrað. Úr svimandi hæð komu ránfuglarnir auga á hvert minnsta fis á jörðu niðri. Og mennirnir leystu einnig vel sínar þrautir. Hjá þeim gat að líta, hve létt og áreynslulaust svertinginn gat hlaupið upp eftir skáhöllum stórviðardrumbn- um, hvernig malajinn bjó sér til ár úr páimaviðarblaði með þremur hand- tökum og hvernig hann gat stýrt og snúið örmjórri fjöl í straumnum. Það var sannarlega eftirtektarvert. Með hraðfleygri ör sinni hitti indíáninn hárnákvæmt í mark, og konan hans fléttaði mottu úr tvenns konar basti; það vakti ntikla aðdáun. Allir urðu mállausir af undrun, þegar hindúinn gekk fram og sýndi, hvað hann gat. Og kínverjinn sýndi, hvernig unnt var að þrefalda hveitiuppskeruna með því að gróðursetja ungar plöntur með jöfnu millibili. Margsinnis hafði Evrópumað- urinn - sem naut furðulega lítillar hylli - bakað sér óvild mannanna, frænda sinna, með því að gagnrýna snillibrögð hinna af hörku og fyrirlitningu. Þegar indíáninn skaut fugl, sem sveif hátt uppi í bláum 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.