Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 71

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 71
geimnum, hafði ungi maðurinn yppt öxlum og haldið því fram, að hann gæti skotið þrisvar sinnum hærra, ef hann hefði tuttugu grömm af dýna- miti. En þegar hann var hvattur til þess að sýna þetta afrek sitt í verki, hafði hann samt ekki getað það. Hann sagði bara: já, ef hann hefði hitt og þetta við höndina og svo bara tíu hluti aðra - þá skyldi hann sannarlega hafa sýnt þeim það. Hann hafði líka hæðst að kínverjan- um og sagt, að þetta með að gróður- setja ungu hveitiplönturnar á nýjan hátt væri að vísu til marks um mikla iðni - en þess konar strit og þrældómur gæti ekki gert neina þjóð hamingju- sama. En við dynjandi lófaklapp hafði kínverjinn sagt, að þjóð hans yrði hamingjusöm, ef hún hefði einungis nóg að borða og heiðraði guðina; en að þessari athugasemd hafði Evrópu- maðurinn einnig hlegið háðslega. Hin skemmtilega keppni hélt áfram, og að lokum höfðu öll dýr og menn sýnt, hvað þau gátu, og leikið listir sínar. Það hafði verið stórfenglegt og skemmtilegt, og ættfaðirinn hló í hvítt skeggið og sagði í viðurkenningar- skyni, að nú mætti vatnsborðið gjarn- an fara að lækka og nýtt líf að byrja á jörðinni, því að enn vantaði ekki einn einasta litaðan þráð í eilífðarkyrtil Guðs - og nú skorti ekkert á það, að unnt væri að stofna til óendanlegrár gleði og hamingju á jörðinni. Það var Evrópumaðurinn einn, sem ekki hafði enn sýnt snilld sína, og nú kröfðust allir aðrir þess af miklum ákafa, að hann stigi fram og sýndi, hvað hann gæti, svo að staðfesting fengist á því, að honum bæri einnig réttur til þess að anda að sér heilnæmu lofti í heimi Guðs og halda áfram förinni í fljótandi húsi ættföðurins. Evrópumaðurinn þæfðist lengi fyrir og reyndi að komast hjá þessu. En nú benti Nói sjálfur á brjóst hans með fingrinum og eggj- aði hann á að vera með í leiknum. „Já,“ hóf hvíti maðurinn máls, „ég hef líka sýnt sérstaka hæfileika. Ekki svo að skilja, að ég sjái eða heyri betur en nokkur annar eða sé lyktnæmari eða að ég sé einstaklega handlaginn eða þvíumlíkt. Hæfileikar mínir eru miklu æðra eðlis — Guð hefur gefið mér skarpan skilning. “ „Sýndu okkur það,“ hrópaði svert- inginn; og allir þyrptust í kringum hann. „Það er ekki neitt, sem hægt er að Hermann Hesse (1877-1962) fæddist í Þýskalandi. Hann var einna virtastur þeirra rithöfunda, sem skrifuðu á þýsku á fyrrihluta aldarinnar, og hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1946. I fyrstu verkum sínum lýsti hann reynslu og tilflnningalífí æskufólks á mótunarskeiði af innlifun og skilningi, en annars snúast þau flest um klofning og tvídrægni mannlegs eðlis andspæn- is draumnum um samræmi, frið og hamingju. Um þetta fjallar hann und- an sjónarhorni heimspeki og sálar- fræði og leitast við að greina mótandi áhrif tíðaranda og umhverfís og þá félagslegu og menningarlegu þætti, sem ráða ferðinni. Fyrra stríðið og hernaðarandi Þjóð- verja varð Hesse mikið áfall og átti beinan þátt í því, að hann gerðist svissneskur ríkisborgari 1923. Eins og fram kemur í þessari sögu, sem „Sam- vinnan“ birtir nú á ári friðarins, efaðist Hesse um framtíð og ágæti vestrænnar menningar, sem honum fannst bera merki menningarleysis og hnignunar. Andstæðunnar - og lækningarinnar - leitaði hann m. a. í indverskri mystík og lífsspeki. Sá þáttur í verkum hans varð til þess að vekja mikinn áhuga að nýju hjá ungu fólki á Vesturlöndum fyrir einum til tveimur áratugum. Fáein Ijóð og smásögur Hesse hafa verið þýdd á íslensku, og skáldsögurn- ar „Fórnarlambið“ (Unterm Rad) og „Siddharta“ voru lesnar í útvarp 1979 og 1980. Af öðrum þekktustu sögum hans má nefna „Peter Camenzind“, „Demian“, „Steppuúlfínn“ og „Glerperluleik“. 4 ,,Hæfileikar mínir eru miklu æðra eðlis. Guð hefur gefið mér skarpan skilning.“ 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.