Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 74

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 74
Evrópu- maðurinn svolítið, sem okkur langar til þess að spyrja þig um. Okkur líkar ekki við þennan hvíta náunga, sem var að gera grín að okkur í dag. Ég ætla að biðja þig að hugleiða þetta allt saman. Allir mennirnir og dýrin, hver björn og fló, hver fasani og tordýfill, hafa eins og við hinir sýnt þá hæfileika, sem við höfum til þess að gefa Guði dýrðina og notum líka til þess að verja lífið og viðhalda því og gera það fagurt. Við höfum séð mörg dæmi um aðdáunar- verða hæfileika, og margt gat beinlínis vakið hlátur; en ekkert kvikindi var svo lítið, að við hefðum ekki ánægju af að sjá það ávaxta sitt litla pund - þessi föli maður, sem við veiddum að lokum upp, og hann einn, er sá eini, sem ekki hefur gert neitt, nema hvað hann hefur látið fáein undarleg háðs- yrði falla. Óljósar getgátur og spaugs- yrði, sem enginn skildi og enginn hefur haft gaman af, er hið eina, sem hann hefur haft til málanna að leggja. Þess vegna langaði okkur til þess að spyrja þig, kæri faðir, hvort það sé nokkurt vit í því að láta þannig skapaðan mann taka þátt í því að stofna hið nýja ríki hamingjunnar á jörðinni? Getur það ekki verið hæpið? Líttu bara á hann. Hann er daufeygur og ekkert líf í augunum á honum, og hann er reiður og niðurdreginn á svipinn. Allt, sem hann segir, er óljóst og dapurlegt. Hann er ekki eins og hann á að vera. Guð má vita, hver hefur dregið hann hér um borð í örkina hjá okkur?“ Hinn eldgamli ættfaðir hóf upp augu sín og leit á þá, sem spurðu: „Börn,“ mælti hann hægt og hlý- lega, svo að þeir urðu samstundis ofurlítið hýrari á svipinn, „kæru börn. Þið hafið bæði rétt og rangt fyrir ykkur. En Guð var búinn að svara, áður en þið spurðuð. Ég verð að játa, að það er rétt hjá ykkur, að maðurinn úr landi stríðsins er enginn aufúsugest- ur, og það er ekki auðskilið, hvaða gagn er að slíkum furðufuglum. En Guð, sem hefur nú, hvað sem öðru líður, skapað þetta, veit áreiðanlega, hvað hann var að gera. Það er margt, sem þið þurfið öll að fyrirgefa þessum hvítu mönnum, því að það eru þeir, sem nú hafa enn einu sinni kallað refsidóm Guðs yfir jörðina. En takið þið nú eftir, Guð hefur gefið okkur bendingu um, hvað hann ætlast fyrir með hvíta manninn. Þú negri, þú indíáni, þú eskimói, þið getið allir byrjað hið nýja líf á jörðinni með ykkar elskuðu konum, þú með negrakonunni þinni, þú með indíánakonunni þinni og þú með esk- imóakonunni þinni. Aðeins Evrópumaðurinn er einn. Þetta hefur lengi angrað mig, en nú virðist það hafa einhvers konar tilgang. Þessi maður á að vera hjá okkur til áminningar og áeggjunar - hann á eiginlega einna helst að fylgja ykkur eins og vofa. Þið sjáið, að hann getur ekki stofnað fjölskyldu. - Ekki nema með því að dýfa sér aftur ofan í marglitt mannhafið. Lífi ykkar á hinni nýju jörð getur hann þess vegna ekki spillt. Missið nú ekki móðinn, en látið þessi orð verða ykkur til huggunar." Það dimmdi, og morguninn eftir reis lítill, hvass tindur fjallsins helga úr djúpinu. + í næsta hefti: • Nýtt ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson • Grein og myndir í tilefna af aldarafmæli Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri • Þorkell máni, nýtt kvæði eftir Helga Sæmundsson, ort í tilefni af tvöhundruð ára afmæli Reykjavíkurborgar • Þegar vetrarskipið kom, grein eftir Svein Skorra Höskuldsson prófessor 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.