Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 36

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 36
80 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. ar; þó hafa menn komist að því, að íslensk ull er ágæt til teppagerðar, og .er ekki óhugsandi, að takast mætti að gjöra vönduð íslensk ullarteppi þekt á erlendum markaði og fá gott verð fyrir, en til þess þarf í byrjun mikið fé og duglega kaupmensku. Einnig er kunnugt, að íslenskt ullargarn er seljanlegt á erlendum markaði, og eftir upp- lýsingum frá verksmiðjustjóra „Gefjunnar" á Akureyri, hefir erlend eftirspurn á því margfaldlega yfirstígið fram- leiðsluna. Meðal annars mun það þykja hentugt í her- mannafatnaði. Ennfremur ætti prjónles úr íslenskri ull, að geta orðið útflutningsvara, t. d. snjósokkar fyrir fjall- göngumenn og aðra sportsmenn, séu þeir aðeins rétt gerð- ir. Með því að þreifa fyrir sér og með ötulli rannsókn og tilraunum, eru allar líkur til, að talsverður markaður fá- ist erlendis fyrir íslenskar ullarafurðir. það virðist því sjálfsagt, að svo framarlega sem haf- ist verður handa með nýjar ullarverksmiðjur eða stækk- un og fullkomnun þeirra ullarverksmiðja, sem nú eru í landinu, þá verði, — samhliða þeirra viðleitni, að full- nægja sem best innanlandsþörfunum, bæði með tilliti til viðreisnar heimilisiðnaði og klæðaþörf landsmanna, — einnig beinst að því, að vinna fyrir útflutningi íslenskra ullarafurða. Síðara atriðið getur haft engu minni, heldur iafnvel með tímanum ennþá meiri þýðingu fyrir þjóðar- búskapinn íslenska. þegar um þetta atriði er að ræða, verður að hafa það hugfast, að íslensku klæðaverksmiðjurnar eru ennþá ófull- komnar og hafa alt fram til þess ekki verið þess megn- ugar að leggja nokkuð verulegt í sölurnar fyrir rannsókn- ir og tilraunir, og þann stutta tíma, síðan fjárhagur þeirra rýmkaðist, hafa þær haft yfii'fljótanlegt verkefni, og því minni hvöt fundið til að brjóta nýjar leiðir. V. Hvað kosta kembi- og lopavélar? Eru líkur til, að starf- ræksla þeirra geti borið sig, og hvar eru hentugastir stað- ir fyrir slíkar vélar? Eftir upplýsingum, sem nefndin hefir aflað sér, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.